Results for 2017

What kind of fantasies next?

29.12.2017 kl. 21:44 - Sveinbjörn Þórðarson

Harari on our new fantasies:

Virtual realities are likely to be key to providing meaning to the useless class of the post-work world. Maybe these virtual realities will be generated inside computers. Maybe they will be generated outside computers, in the shape of new religions and ideologies. Maybe it will be a combination of the two. The possibilities are endless.

Separator

Húmorinn óguðlegur

20.12.2017 kl. 22:12 - Sveinbjörn Þórðarson

Í skáldsögunni Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco myrðir munkurinn Jorge til þess að koma í veg fyrir að texti um kómedíu eftir Aristóteles uppgötvist. Hann telur húmorinn óguðlegan.

Þetta plott meikar alveg sens. Það er nefnilega fátt ófyndnara og gleðisnauðara en kristin trú. Nýja testamentið er alveg sérlega vonlaust. Þar er enga gleði að finna, ekkert skopskyn, enga raunveruleg sjálfsskoðun, ekkert raunverulegt innsæi í hið mannlega ástand. Bara fáfrótt og hjátrúarfullt fólk að setja sig á háan hest, taka sig voða hátíðlega og segja öðru fólki hvernig það á að lifa. Fæ alltaf æluna upp í kok þegar fólk otar að mér þessari sanktimóníus þvælu.

Separator

Íslenskumetnaður hjá EasyJet

13.12.2017 kl. 16:40 - Sveinbjörn Þórðarson

Í gær flaug ég í fyrsta sinn til Íslands með erlendu flugfélagi, EasyJet. Það var svosem ágætis upplifun, eins langt og það nær, en eitt vakti þó sérlega mikla kátínu hjá mér: Tilkynningar um borð í vélinni voru þuldar á íslensku jafnt sem ensku þrátt fyrir að við Drífa værum bersýnilega einu Íslendingarnir um borð. Þulurinn var samt greinilega ekki Íslendingur og við veltum því fyrir okkur hvaðan hreimurinn kæmi. Að lokum ályktuðum við að þarna væri sennilega Norðmaður á ferð, enda skoplegur sing-song hrynjandi í þessu. En getur þetta verið talgervill? Ef svo, þá er hann furðugóður!

EasyJet fær klárlega prik fyrir metnað. Þeir reyna, sem er meira en hægt er að segja um Wow Air, sem hefur gefist upp á íslenskunni. Enda ekki nógu hipp og kúl tungumál fyrir svona svakalega hipp og kúl flugfélag.

Separator

European languages - How tough are they for English speakers?

30.11.2017 kl. 14:51 - Sveinbjörn Þórðarson

This interesting map shows Foreign Service Institute estimates of how difficult it is for a native English speaker to learn the various European languages. Icelandic is way tougher than the other Germanic languages, right up there with the Slavic family. Sounds about right.

language difficulties
Separator

The proliferation of bullshit

27.11.2017 kl. 11:45 - Sveinbjörn Þórðarson

Right on the money.

"If we hope to improve organisational life – and the wider impact that organisations have on our society – then a good place to start is by reducing the amount of bullshit our organisations produce. Business bullshit allows us to blather on without saying anything. It empties out language and makes us less able to think clearly and soberly about the real issues ... What we need is an anti-bullshit movement. It would be made up of people from all walks of life who are dedicated to rooting out empty language. It would question management twaddle in government, in popular culture, in the private sector, in education and in our private lives."
Separator

Seint kemur réttlætið en kemur þó

22.11.2017 kl. 20:38 - Sveinbjörn Þórðarson

Seint kemur réttlætið en kemur þó. Mikilvægt að hafa í huga að í Evrópu - þ.m.t. á Íslandi - er fullt af fólki eins og Mladic. Enginn skortur á træbalistum sem myndu hiklaust myrða "óæðra" fólk í stórum stíl ef tækifæri gæfist. Sagan kennir okkur að siðmenning ristir grunnt í mannskepnunni. Í stóra samhenginu er ég gríðarlega þakklátur fyrir Evrópusambandið.

Separator

Vélmennin að segja okkur fyrir verkum

20.11.2017 kl. 18:22 - Sveinbjörn Þórðarson

Úff, sorgleg þróun ef af verður. Eitt af því sem einkenndi líf mitt í Lundúnum var að vélmenni voru sífellt að segja mér fyrir verkum og fræða mig um einföldustu hluti í katatónískum jafnaðartón.

"Please mind the gap between the train and the platform," sagði neðanjarðarlestin. "Change here for the Piccadilly Line, Hammersmith & City and the DLR."

Svo kom maður í skólann, fór inn í lyftuna. "This elevator is going to the ... fourth floor ... Mind the closing doors ... Doors opening!"

Og auðvitað þegar maður fór að versla. "Place item in bagging area," sagði vélin í Tesco, og stundum "Approval needed! Approval needed!" þegar maður gerðist svo djarfur að kaupa bjór.

Og verst af öllu, ef eitthvað fór úrskeiðis í hræðilegu bresku bjúrókrasíunni (sem ég mun ekki kalla "byzantine" því ég ber of mikla virðingu fyrir skipulagsgetu Austrómverska veldisins) þá þurfti maður að hringja í vélmenni og segja nafn sitt og heimilisfang upphátt við ómögulegt talgreiningartæki aftur og aftur og aftur þar til tauganetið gafst loksins upp og maður fékk manneskju á línuna.

Ég er enginn tekknófób, síður en svo, en þetta er klárlega þróun sem gerir samfélagið kaldara, ósveigjanlegra, andstyggilegra. Munum nú að vélarnar eiga að gera líf okkar og samfélag betra, ekki bara auka hagnað í Excel-línuriti sálarlausra viðskiptafræðinga.

Separator

Norse loan word narrative

14.11.2017 kl. 15:07 - Sveinbjörn Þórðarson

An English-language narrative consisting almost entirely of arguably Norse loanwords:

The odd Norse loans seem an awesome window onto a gang of ungainly, rugged, angry fellows, bands of low rotten crooks winging it at the stern's wake, sly, flawed "guests" who, craving geld, flung off their byrnies, thrusting and clipping calves and scalps with clubs. But for their hundreds of kids, the thefts, ransacking, and harsh slaughter, the wronging of husbands, the bagging and sale of thralls, the same hitting on skirts and scoring with fillies, the lifting of whoredom aloft, the scaring up and raking in of fitting gifts, semed flat and cloying, and got to be a drag. They shifted gears, balked at gusts, billows, rafts, and drowning, and took to dwelling under gables, rooted in their booths and seats on fells beneath the sky. Dozing happily on dirty eiderdowns, legs akimbo, they hugged their ragged, nagging slatterns, bound to birth and raise a gaggle of wall-eyed freckled goslings -- ugly, scabby, wheezing, bawling, wailing tykes in kilts. Though our thrifty swains throve in their break hustings, wanting not for eggs or steak, bread or cake, they gasped and carped at both by-laws and in-laws and -- egged on by the frothy blended dregs of the keg -- got tight, crawling, staggering, swaying, loose-gaited, athwart muck and mire and scree.

Courtesy of Professor Roberta Frank. Excerpt taken from from Anders Winroth's The Age of the Vikings (2014).

Separator

Endar allt í tárum

14.11.2017 kl. 11:03 - Sveinbjörn Þórðarson

Þetta endar allt saman í tárum ef af verður. Hélt að Katrín og Svandís væru skynsamari en svo. Sjallarnir og embættismenn þeirra í ráðuneytunum munu kæfa allt gott í fæðingu, Bjarni mun stjórna pyngjunni og Katrín fær að vera andlit sveltistefnunnar.

Og það er hárrétt sem Þórður Snær skrifar: "Kostn­að­ur­inn [mun ekki] lenda hjá Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki, kjós­endur þeirra vita að hverju þeir ganga og hafa sög­una til að máta sig við. Nei, hann mun lenda kyrfi­lega hjá Katrínu Jak­obs­dóttur og Vinstri græn­um."

En hey, eftir að VG tekur skellinn flyst vinstrifylgið á Íslandi kannski yfir í flokk sem er ekki jafn framsóknarlegur. Á allavega erfitt með að sjá vinstri-lopapeysu-latté-feminista-vini mína í 101 fyrirgefa þessi svik.

Separator

"As if millions of voices suddenly cried out in terror"

5.11.2017 kl. 12:51 - Sveinbjörn Þórðarson

Ef Katrínu tekst að mynda stjórn frá vinstri til miðju mun öll helbláa stjórnsýslan á Íslandi og mestöll atvinnulífsklíkan orga af sársauka, "a great disturbance in the Force, as if millions of voices suddenly cried out in terror."

Mörg hundruð háttsettir embættismenn munu rembast við að eyðileggja allar stefnur ríkisstjórnarinnar, bara til þess að eyðileggja þær, alveg eins og síðast. Öllu viðkvæmu verður samstundis lekið úr ráðuneytunum og beint í Moggann. Bláu möppudýrin munu gera allt á sínu valdi til þess að skemma fyrir.

Að mynda stjórn án sjalla er eitt. En að vinda ofan af áratugalöngum mafíuráðningum þeirra í stjórnsýslunni er næstum ógerlegt.

Það væri faktískt verðugt verkefni að skoða kerfisbundið hversu slæmt ástandið er. Eitthvað segir mér að fólk eins og Sigríður Björk lögreglustjóri og Þórólfur Halldórsson sýslumaður séu reglan frekar en undantekningin.

Separator

Sigmundur Davíð

27.10.2017 kl. 13:52 - Sveinbjörn Þórðarson

Fyrsta skiptið sem ég hitti Sigmund Davíð var á þorrablóti Íslendinga í Lundúnum árið 2007. Þar sátum við hlið við hlið um hringborð ásamt nokkrum íslenskum námsmönnum, drukkum brennivín og átum ógeðslegan mat. Þegar við fórum að spjalla sagðist hann vera doktorsnemi í borgarskipulagsfræðum við Oxford háskóla. Ég man fyrst og fremst eftir honum sem hlédrægum og frekar óáhugaverðum náunga með lítið til málanna að leggja. Síðar um kvöldið, þegar veislusalurinn lokaði, fórum við unga fólkið í leit að stað til þess að halda fjörinu gangandi. Þar sem London er sérlega leiðinleg borg og mestallt lokar um miðnætti gekk leitin að frekari veigum brösulega þar til Sigmundur bauð okkur feimnislega að koma á hótelbarinn á fína hótelinu þar sem hann gisti. Sá var opinn fyrir gesti hótelsins, og þar héldum við áfram að drekka og spjalla frameftir nóttu, þótt lítið hafi farið fyrir Sigmundi, ef ég man rétt.

Um það bil ári síðar var ég svo staddur á Ölstofunni þegar ég sá Sigmund og konu hans á einu borðinu. Hann veifaði til mín, "Ég man eftir þér, þú varst svo helvíti hress!" sagði hann, eða eitthvað þvíumlíkt, eilítið í glasi. Ég mundi þá bara lauslega eftir honum.

Mér til mikillar furðu varð þessi maður síðan formaður Framsóknarflokksins árið 2009, og vann í ofanálag mikinn kosningasigur 2013 með hæpnum loforðum um að féfletta vonda útlendinga og gefa húsnæðiseigendum afraksturinn.

Árið 2014 starfaði ég um tíma við blaðamennsku. Þar voru margir kollegar mínir sannfærðir um að Sigmundur, nú forsætisráðherra, ætti við stórkostleg geðræn vandamál að stríða. Hann hafði tútnað furðulega út á örskömmum tíma -- lyfjafita, sögðu menn -- og var sífellt með gríðarlega dökka bauga undir augunum líkt og gerist fyrir marga sem taka sterk geðlyf. Framkoma Sigmundar í garð fjölmiðla gerði ekkert til þess að slá á þessar grunsemdir. Hann sendi frá sér skrítnar og vænisjúkar yfirlýsingar um loftárásir og framkoma hans í viðtölum var vægast sagt stórfurðuleg. Oft náðu fjölmiðlar ekki í manninn -- sjálfan forsætisráðherra -- svo vikum skipti. Þær sögusagnir gengu að hann væri að leita sér geðrænnar aðstoðar utan landsteinanna, skýldur á bak við her aðstoðarmanna.

Vorið 2016 kom svo í ljós að Sigmundur og kona hans áttu þetta aflandsfélag, og "the rest is history," eins og menn segja. Eftir að hann hröklaðist úr forsætisráðherrastól var öllum á þingi og í ríkisstjórn stórlega létt. Sigmundur hafði verið ómögulegur í samstarfi og samskiptum en nýi leiðtogi Framsóknar var þó jarðbundinn maður sem hægt var að tala við á eðlilegum nótum.

Vegna persónufylgis hékk Sigmundur hundfúll inni á þingi fyrir Framsókn næsta árið, mætti ekki í vinnuna og sinnti ekki þingstörfum heldur sat þess í stað á ráðum við að skipuleggja endurkomu sína. Miðflokkurinn er afrakstur þeirrar vinnu. Það er flokkur sem snýst fyrst og fremst um Sigmund sjálfan og tilraunir hans til að endurheimta orðspor sitt og völd. Í þetta sinn á að endurtaka það sem virkaði svo vel árið 2013, lofa bara einhverju bulli og vona að nógu margir misvitrir kjósendur bíti á agnið.

Þetta virðist ætla að lukkast, þar sem Miðflokkurinn mælist nú með um 10% fylgi. Hvaða fólk þetta er, sem finnst hann fýsilegur kostur, skal ég ekki segja. Kannski býr það bara úti á landi, eða eitthvað. Ég þekki nefnilega ekki nokkurn mann sem tekur hann alvarlega eða finnst hann eftirsóknarverður málsvari, eftir allt það sem á undan er gengið.

Þótt maður sé ekki laus við ákveðna þórðargleði að sjá gegnrotna Framsóknarflokkinn splúndrast þá tel ég samt tilkomu Miðflokksins mikið óheillaspor.

Það er ekki vegna þess að ég óttast þessar furðulegu hugmyndir Sigmundar um að kaupa og gefa Arion Banka, eða hvað þetta nú er. Þær verða líklega aldrei að veruleika.

Það er ekki vegna þess að ég held að Sigmundur sé óvenjuspilltur á íslenskan mælikvarða. Það er hann sennilega ekki.

Og það er ekki vegna þess að ég held að hann sé sérstaklega slæmur maður eða illa innrættur. Hann trúir því sennilega innst inni að hann sé að gera gott, eins og flestir sannfæra sjálfa sig um.

Nei, það er vegna þess að Sigmundur á ekkert erindi í stjórnmál. Engum langar að vinna með svo óáreiðanlegum, furðulegum og egótískum manni. Leit hans að uppreist æru, endurheimtu orðspori, endurlausn, er algjört aukaatriði fyrir hagsmuni Íslands og Íslendinga. Samt mun hann sitja áfram á Alþingi næstu árin, vænisjúkur og fúll, ásamt sínum lotningarfullu fylgismönnum, spýjandi þvælu og eitri með tilheyrandi fjölmiðlasirkusi. Og þetta mun því miður afvegaleiða okkur frá því sem raunverulega skiptir máli.

Separator

Biskup kemur sterkur inn á 21. öld

23.10.2017 kl. 11:30 - Sveinbjörn Þórðarson

Þetta er hárrétt hjá Agnesi biskup.

Áttunda boðorðið er eins og sérsniðið að Glitnislekanum. Blaðamenn Stundarinnar hefðu gott af smá sunnudagsskóla. Þar myndu þeir læra að maður skal ekki girnast hús náunga síns, eða konu hans, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né leyniskjöl um bankagjörninga hans, né nokkuð það, sem náungi manns á. Eins og venjulega á biblían skýrt erindi við 21. öldina, í þessu máli eins og öðrum.

Separator

"Tryllti skríllinn" 1949

21.10.2017 kl. 21:26 - Sveinbjörn Þórðarson

Þessi "tryllti skríll" sem Morgunblaðið sagði hafa ráðist á Alþingi við NATO mótmælin 1949 var nú ekki trylltari en svo að enginn vildi brjóta þá reglu að standa ekki á grasinu. Eiginlega stórmerkilegt. Þetta myndi aldrei gerast við mótmæli í dag. Nú er allt traðkað í svað.

2
Separator

The new Blade Runner film

11.10.2017 kl. 19:17 - Sveinbjörn Þórðarson

The new Blade Runner 2049 film is visually stunning but plodding, pretentious and badly written. Lots of good ideas left underdeveloped and unexplored. Botched screenplay and pacing. I was genuinely bored for the last half hour.

Separator

Nýjasta illvirkið

26.9.2017 kl. 18:02 - Sveinbjörn Þórðarson

Í fyrra skrifaði ég á Feisbúkk að jafnvel þótt myndband færi á netið þar sem æðstu ráðamenn Sjálfstæðisflokksins sæjust murka lífið úr litlum sætum kettlingum færi fylgið ekki undir 25%. Þessi fjórðungur landsmanna kaus íhaldið síðast þrátt fyrir allt sem á undan hafði gengið, þrátt fyrir lygarnar, sérhagsmunagæsluna, spillinguna, vanhæfnina, siðleysið og mannvonskuna. Þessi fjórðungur mun gera það aftur. Að breiða verndarvæng yfir barnaníðing er bara nýjasta illvirkið og gleymist fljótt. Allir litlu flokkarnir eru skítblankir en íhaldið er með aðgang að djúpum vösum atvinnulífsins. Nokkrar auglýsingar með fölskum loforðum um að leyfa Uber, setja áfengið í verslanir og lækka skatta, og voila! Beint aftur í stjórn eftir næstu kosningar.

Separator

Hvenær gefst maður upp?

26.9.2017 kl. 18:01 - Sveinbjörn Þórðarson

Skömmu fyrir Alþingiskosningarnar síðasta haust sat ég á öldurhúsi í Reykjavík ásamt góðum hópi fólks. Við vorum öll í glasi að ræða stjórnmálin og í hita leiksins lét ég þau orð falla að ef íhaldið kæmist aftur til valda eftir allt sem á undan væri gengið myndi ég hreinlega flytja úr landi.

Frambjóðandi á vinstrivæng íslenskra stjórnmála var viðstaddur og tók ekki vel í þennan málflutning. "Hvað verður um Ísland ef allir sem vilja breytingar til hins betra flytja úr landi? Þetta er bara aumingjaleg uppgjöf hjá þér. Þú ættir að vera áfram heima, halda áfram að berjast. Þú skuldar landinu þínu það."

Ég er svosem ekki mikill þjóðernisrómantíker en ég verð að viðurkenna að þessi orð höfðu áhrif á mig og ég skammaðist mín eilítið. Mér þykir alveg vænt um Ísland og vil að því farni vel. Ég flutti heim eftir Hrunið í von um betra samfélag. Mér er nefnilega ekki sama. Stjórnmál erlendis gera mig sjaldnast reiðan eða frústreraðan. Þau er einhvern veginn *þeirra* klúður, *þeirra* vandamál. En íslenska klúðrið, það er einhvern veginn mitt klúður líka, og ég verð alveg svakalega svekktur og sekk í þunglyndi í hvert skipti sem siðlausu hvítflibbaglæpamennirnir mynda enn eina ríkisstjórnina.

En já, ég velti þessum málflutningi frambjóðandans mikið fyrir mér næstu daga. Hvað skuldar maður? Hvað getur maður gert? Hversu lengi nennir maður að halda þessu áfram? Hversu lengi lætur maður bjóða sér þetta? Ef það að ljúga, stela, blekkja, setja landið á hausinn, gjörsamlega rústa hagkerfinu, hylma yfir vanhæfni, þjófnað og spillingu, níðast á hælisleitendum, afskræma stjórnsýsluna og dómskerfið, fela stolið fé á aflandsreikningum og bókstaflega gefa þeim ríkustu skattpeninga úr ríkissjóði er ekki nóg til þess að fella íhaldið, mun þá nokkuð duga til? Hvenær fær maður nóg af að vera fastur í gíslingu fjáðasta og siðlausasta fjórðungs íslensku þjóðarinnar? Hvenær verður vanmáttartilfinningin svo óbærileg að það er best að slíta tilfinningaböndin og sökkva sér í forarpytt uppgjafar og kaldhæðni, eða hreinlega hætta alfarið að hugsa um þetta?

Ég komst svosem ekki að neinni heimspekilegri niðurstöðu í málinu eftir þessar hugleiðingar. Hins vegar endaði ég á að flytja úr landi síðasta haust og hef notið lífsins á meginlandinu undanfarið ár. Það er kannski niðurstaða út af fyrir sig.

Separator

Crassus the libertarian

23.9.2017 kl. 17:08 - Sveinbjörn Þórðarson

Something tells me Crassus was a libertarian.

One of the most successful politicians of the first century before the Christian era was Marcus Licinius Crassus, who was reputedly not only the richest man in Rome but also, by one accounting, the eighth-richest man who has ever lived. His fortune was pegged (by Pliny the Elder) at upward of two hundred million sesterces. Most of those millions were in real estate, some of it acquired in a manner strikingly like the operations of health-insurance companies a couple of millennia later. Crassus had his own private fire department, and if your house caught fire his representatives would offer to buy it on the spot, at a one-time-only, fire-sale price that would fall rapidly as the flames climbed. If you said yes, you’d get a few sesterces, after which Crassus’ firefighters would do their thing. If you said no, you’d end up with a pile of ashes. (No public option being available, few owners were in a position to quibble.)

Separator

Self-preservation

18.9.2017 kl. 17:13 - Sveinbjörn Þórðarson

We automatically mounted the machine gun for action. Then like animals we burrowed into the earth as if trying to find protection deep in its bosom. Something struck my back where I carried my gas mask, but I did not pay attention to it. A steel splinter broke the handle of my spade and another knocked the remains out of my hand. I kept digging with my bare hands, ducking my head every time a shell exploded nearby. A boy to my side was hit in the arm and cried out for help. I crawled over to him, ripped the sleeves of his coat and shirt open and started to bind the bleeding part. The gas was so thick now I could hardly discern what I was doing. My eyes began to water and I felt as if I would choke. I reached for my gas mask, pulled it out of its container – then noticed to my horror that a splinter had gone through it leaving a large hole. I had seen death thousands of times, stared it in the face, but never experienced the fear I felt then. Immediately I reverted to the primitive. I felt like an animal cornered by hunters. With the instinct of self-preservation uppermost, my eyes fell on the boy whose arm I had bandaged. Somehow he had managed to put the gas mask on his face with his one good arm. I leapt at him and in the next moment had ripped the gas mask from his face. With a feeble gesture he tried to wrench it from my grasp; then fell back exhausted. The last thing I saw before putting on the mask were his pleading eyes.

Corporal Frederick Meisel,
371 Infantry Regiment, 43rd Ersatz Brigade, 10th Ersatz Division, German Army

Separator

Vefsíða í 20 ár

26.8.2017 kl. 18:41 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég var að fatta að ég hef haldið úti vefsíðu á netinu í 20 ár! Fyrsta vefsíðan mín fór í loftið árið 1997, skömmu áður en ég byrjaði í menntaskóla. Hún var með rotating GIF hauskúpur sitt hvoru megin við hausinn efst og hýst á slóð sem innihélt tildu (~), eins og tíðkaðist þá.

Fyrstu árin hoppaði vefsíðan milli hýsingaraðila og undirléna, en að lokum keypti ég mitt eigið lén, sveinbjorn.org, árið 2005. Vefurinn hefur keyrt á heimasmíðaða vefumsjónarkerfinu mínu, Mentat, frá 2003. Það er enn langbesta vefumsjónarkerfið, enda sérsniðið að mínum þörfum (Fokk jú, Wordpress).

Heimavefþjónninn arakkis fór í loftið árið 2005. Hann var um tíma ofan í skúffu hjá foreldrum Magga vinar míns og hýsti sveinbjorn.org allt þar til vélin gaf upp öndina 2015. Þá var nýr þjónn, lítill Intel NUC, keyptur til þess að halda fjörinu gangandi. Sá þjónn heitir caladan, og nýtist sem Tor relay node og VPN fyrir mig.

Á gullárum bloggsins, 2002-2008, áður en Facebook tók yfir allt, var athugasemdakerfið á sveinbjorn.org lifandi vettvangur þar sem ég og vinir mínir og aðrir rifumst um pólitík og skiptumst á bröndurum.

Síðasta haust tók ég mig til og færði vefinn loksins í nýtt og betra form sem virkar vel á snjalltækjum. Í footernum stendur nú © 1997-2017 Sveinbjörn Þórðarson. Mitt elsta sköpunarverk sem enn lifir.

Separator

Berlin through Bavarian eyes

26.8.2017 kl. 18:03 - Sveinbjörn Þórðarson

From The Cheery, Ordinary World of Fascism:

Nazism was a very different and distinctly Bavarian ideology -- a bizarrely aesthetic, art-heavy mutation of fascism.

What you see in the pages of Signal is Bavarian culture, with their deep love of food, sex, and drink combined with a dangerously intense feeling that this Germany is the Germany, and that Germany is the proper template for the world. I deal constantly with Bavarians, and they never tire of telling me, as an Italian in need of clarification, that Bavaria is the true Germany. They consider Northern Germans grim philistines, lacking all aesthetic sense, and as for Berlin—well, as they explain, it's nothing but commies, Jews and homosexuals.

Separator

A sign of dystopian things to come

9.8.2017 kl. 12:47 - Sveinbjörn Þórðarson

A sign of dystopian things to come.

Soon enough, we'll have big-data-trained, machine-learning neural networks constantly analysing our credit rating, evaluating our work performance, ranking us in job and school applications, determining if we're fit to have children, and so on.

Ironically, the engineers devising these algorithms will have no real understanding of how they work, only that they meet some abstract performance criteria.

Mark my words: There's going to be lots and lots of incomprehensible and ridiculous "Computer Says No" in coming decades, when the Excel spreadsheet people "optimise" by offloading all bureaucracy and service jobs on to opaque, "authoritative" AIs.

Separator

The Imperial Reflex

3.8.2017 kl. 17:06 - Sveinbjörn Þórðarson

Spot on:

Some British politicians suffer from an imperial reflex, however. For them, Britain lies at the centre of the world. We only have to state our aims and other countries will be generous enough to help us achieve them.

The British have never really accepted the fact that their Empire is gone and that they are now just another European nation, neither particularly rich nor powerful when compared to France and Germany.

True, Britain does outperform its Western European neighbours on several fronts: it is a uniquely miserable, unjust and unequal place thanks to the radical neoliberal experiment of the past 40 years. A corrupt, undemocratic financial centre in the Eurozone, burdened with an impoverished, unhappy, overtaxed and unneeded surplus population. And now it's leaving the Eurozone.

There's only one glimmer of light I can see in this whole Brexit business: The consequences are likely to be so bad that it may effect some kind of political change for the better in the long run.

Separator

The eccentrics have been drummed out

12.7.2017 kl. 13:03 - Sveinbjörn Þórðarson

What do we live for?

Academia was, [Graeber] muses, once a haven for oddballs – it was one of the reasons he went into it. “It was a place of refuge. Not any more. Now, if you can’t act a little like a professional executive, you can kiss goodbye to the idea of an academic career.”

Why is that so terrible?

“It means we’re taking a very large percentage of the greatest creative talent in our society and telling them to go to hell … The eccentrics have been drummed out of all institutions.”

Separator

Excellent palindrome

10.7.2017 kl. 13:01 - Sveinbjörn Þórðarson
A man, a plan, a canal - Panama

What an excellent palindrome.

Separator

A scholar must have other interests

8.7.2017 kl. 12:59 - Sveinbjörn Þórðarson
A scholar, even for the sake of his scholarship, as well as for that of his life, must have other interests. Scholarship which is confined to one rut becomes antiquarianism: it needs a context, and the possibility of comparison, and the invigorating infusion of reality, and life. But then, of course, there is the opposite danger of dilettantism, the occupational hazard of the journalist. I think that one needs to be a disciplined specialist in one area in order to have a corrective standard outside that area—and meanwhile to have interests outside that area in order to preserve one’s balance and keep intellectually alive. — Hugh Trevor-Roper
Separator

Greiðslukerfið sem pólitískt vopn

22.6.2017 kl. 19:46 - Sveinbjörn Þórðarson

Það er eflaust blautur draumur Benedikts og ættmenna hans að útrýma reiðufé og rukka landsmenn 50 kall per færslu. En eins ógeðslegt og þetta Borgunarmál er allt saman, þá eru hugmyndir um að útrýma reiðufé stórhættulegar og af hinu illa, faktískt hoppandi ruglaðar.

Í hagkerfum með reiðufé er vald ríkisins til þess að stjórna aðgangi borgara að greiðslukerfinu verulega takmarkað. Svo lengi sem menn búa yfir reiðufé geta þeir keypt vörur og þjónustur, hvort sem ríkinu og öðrum líkar betur eða verr. En ef allar færslur verða rafrænar mun ríkið (og jafnvel einkaaðilar) skyndilega geta útilokað fólk úr hagkerfinu með því að neita því um greiðsluþjónustu. Og þannig valdbeiting hefur þegar átt sér stað. Við sáum til dæmis hvað var gert við Wikileaks á sínum tíma.

Að útrýma reiðufé breytir greiðslukerfinu í pólitískt vopn og minnkar sjálfstæði einstaklingsins andspænis ríkisvaldinu. Allir ættu að vera á móti því.

Separator

If I were an optimist...

29.5.2017 kl. 10:34 - Sveinbjörn Þórðarson

If I were an optimist, I'd say that this heralds a new age where Europe moves away from the Anglo partnership towards a more humane and reasonable form of social democratic capitalism, leaving them to stew in their own corrosive neoliberal clusterfuck. But then again, I'm not an optimist.

Separator

The Economist is intellectually worthless

28.5.2017 kl. 13:56 - Sveinbjörn Þórðarson

Nails it:

Here, then, is the problem with [The Economist]: readers are consistently given the impression, regardless of whether it is true, that unrestricted free market capitalism is a Thoroughly Good Thing, and that sensible and pragmatic British intellectuals have vouched for this position ... Because its writers will bend the truth in order to defend capitalism, you can’t actually trust what you read in The Economist. And since journalism you can’t trust is worthless, The Economist is worthless ... it will play on your insecurity as a [reader] to convince you that all intelligent people believe that the human misery created in “economically free” societies is necessary and just. It will give intellectual cover to barbarous crimes, and its authors won’t even have the guts to sign their names to their work. Instead, they will pretend to be the disembodied voice of God, whispering in your ear that you’ll never impress England until you fully deregulate capitalism.
Separator

Villimennirnir sigruðu fyrir löngu síðan

27.5.2017 kl. 08:07 - Sveinbjörn Þórðarson

Reykjavík hefur lengi verið fórnarlamb gegndarlausra skemmdarverka. Skipulagsleysi, græðgi, smekkleysi, heimska og skammsýni hefur ráðið för við uppbyggingu borgarinnar svo áratugum skiptir. Nú er skaðinn orðinn svo mikill að ekki verður aftur snúið.

Ég mun framvegis sleppa því að væla yfir borgarskipulagi og þeim hryðjuverkum sem eru nú í gangi við Lækjargötuna. Þetta verða mín síðustu bitru skrif um þessi málefni. Fegurð og siðmenning töpuðu. Módernistar, Excel-peningaplokkarar og smekkleysingjar sigruðu. Og þeir sigruðu fyrir löngu síðan.

Rífum bara Grjótaþorpið og reisum annað Korputorg. Leggjum fjögurra akreina stofnæð í gegnum Þingholtin. Byggjum tuttugu hæða Smáraturn í Vesturbænum fyrir endurskoðendur og lögmenn. Stýrimannahverfið gæti svo orðið veglegt bílastæðaplan fyrir Garðbæinga á leiðinni í Costco.

skemm
Separator

Of course the Nazis didn't like jazz

13.5.2017 kl. 13:22 - Sveinbjörn Þórðarson

Totalitarian governments typically don't like sexy music. Too much fun, too transgressive. Sombre folksy stuff is usually more to their liking, Soviet and Nazi alike.

Alfred Rosenberg's declining influence in the cultural sphere during the mid-1930s could not rescue the most excoriated and most defamed form of music under the Third Reich, namely jazz. Regarded by the Nazis as degenerate, foreign to German musical identity, associated with all kinds of decadence, and produced by racially inferior Jews, jazz, swing and other forms of popular music were stamped on as soon as the Nazis came to power. Foreign jazz musicians left or were expelled, and in 1935 German popular musicians were banned from using the foreign pseudonyms that had been so fashionable under the Weimar Republic. Jazz clubs, tolerated to a degree in the first year or so of the regime, began to be raided more frequently, and by larger numbers of agents from the Gestapo and the Reich Music Chamber, who intimidated the musicians by calling to see the papers that certified their membership of the Chamber, and by confiscating their scores if they were playing music by blacklisted Jewish composers such as Irving Berlin. Tight control over radio broadcasts made sure that light music did not swing too much, and the newspapers announced with a fanfare of publicity that `Nigger music' had been banned from the air-waves altogether. Brownshirts patrolled summer beaches frequented by young people with portable wind-up gramophones and kicked their fragile shellac jazz records to smithereens. Classical composers whose music made use of jazz rhythms, such as the young Karl Amadeus Hartmann, found their music totally pro-scribed ... [However,] imported jazz records could always be purchased discreetly from back-street shops, while even Goebbels was conscious enough of the popularity of jazz and swing to allow some to reach the air-waves in late-night broadcasts. And if it could not be heard on German radio stations, then jazz could always be found on Radio Luxemburg, where, Goebbels feared, listeners would turn also for political news.

Separator

Framtíð íslenskunnar

9.5.2017 kl. 18:54 - Sveinbjörn Þórðarson

Það þarf einfaldlega að taka erfiða ákvörðun varðandi íslenska tungu. Ætlum við að halda henni í menningu okkar, menntakerfi og stjórnsýslu, eða ekki?

Ef við ætlum að halda henni þá þarf mjög augljóslega að setja um það bil milljarð í að kaupa mikilvægustu gagnasöfnin [sem eru merkilega nokk í einkaeigu] og smíða hugbúnað sem gerir íslensku gjaldgenga á stafrænum vettvangi. Vinnan við þetta þarf að hefjast sem fyrst. Eiríkur Rögnvaldsson hefur verið duglegur að vekja athygli á þessu og á þakkir skilið fyrir það.

Ég gæti komið með rómantísk rök um sögulegt mikilvægi og fegurð íslenskunnar, en algjörlega óháð því þá viljum við klárlega ekki að íslensk stjórnsýsla og opinber samskipti detti aftur úr því sem tíðkast annars staðar sökum skorts á tungumálatækni. Þetta eru pragmatísk rök sem meira að segja menningarsnauður Excel-skjala-frjálshyggjumaður gæti fallist á.

Separator

Platonic form of an Economist article

3.5.2017 kl. 19:33 - Sveinbjörn Þórðarson

This may quite possibly be the Platonic form of "an Economist article". The blinkered perspective of our anonymous author is just laughable.

A curious fact about America is that, while its government has gradually slid into gridlock and ill-repute, its companies have become more globally dominant than at any point, probably, in history.

Curious indeed. Of course this couldn't possibly be a symptom of the gradual Western neoliberal transfer of power to the financial and business class over the past 30 years. No, that would be unthinkable.

Separator

The Elegance of Unix

3.5.2017 kl. 17:32 - Sveinbjörn Þórðarson

Sometimes I'm just completely blown away by the conceptual simplicity and elegance of Unix. No wonder it has lasted for over 40 years.

Separator

Þeim er skítsama um þig og þína

28.4.2017 kl. 11:51 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég var rétt í þessu að ferðast tíu ár aftur í tímann í huganum og minnast þess hvernig ég hugsaði um stjórnmál árið 2006. Djöfull var maður barnalegur þá, hélt að ágreiningurinn við Sjálfstæðismenn og hægrið væri fyrst og fremst tæknilegur, að allir meintu vel en deildu fyrst og fremst um aðferðir til þess að ná sameiginlegum markmiðum. Það er löngu orðið ljóst fyrir mér að þetta er alls ekki raunin.

Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð, SFS (áður LÍÚ) og kjölturakkar þeirra í Sjálfstæðisflokknum: Þessu fólki er skítsama um þig og skítsama um "okkur", enda er ekkert til í þeirra huga sem heitir "við" – bara "ég, ég, ég" og svo auðurinn sem þeir safna sér á Jómfrúareyjum. Þetta fólk er keyrt áfram af gegndarlausri græðgi, mannfyrirlitningu og andleysi, og hefur nákvæmlega engan áhuga á að bæta íslenskt samfélag á nokkurn hátt fyrir þá sem þar búa.

Separator

Iceland and liquorice

25.4.2017 kl. 14:28 - Sveinbjörn Þórðarson

Isolation, a harsh climate, and decades of candy import bans may have something to do with [why Icelanders love liquorice] ... why [haven't] their palates broadened as international trade has expanded and American candy proliferation has reached near-global saturation?"

A typical liquorice-hating American with tunnel vision concocts obscure historical explanations for why Icelanders like liquorice, all the while ignoring the glaringly obvious answer: Liquorice is tasty and delicious, and Nordic liquorice candy is simply superior to the nasty artificial-chemical-tasting junk produced by Anglo-Saxon civilisation.

Separator

Love to see them try this in Moscow

23.4.2017 kl. 03:36 - Sveinbjörn Þórðarson

Tonight I found myself in a Russian bar in downtown London drinking Baltika with Leningrad playing in the background. At some point during the festivities, I went outside to smoke and was escorted by the Russian chaperone, who also joined me for a cigarette. While we were out smoking, a large group of robed, peace-loving, hymn-singing Hare Krishnas passed by, handing us some pamphlets about their one true way. I found the whole thing deeply amusing. Then the Russian chaperone turned to me, smiled wryly, and said "I'd love to see them try this in Moscow." When I heard her say this, I simply burst out laughing. She was clearly implying that they would be beaten up. Suddenly I realised just how precarious and difficult liberalism really is. It's probably not going to work out in the long term.

Separator

"We are the people!"

22.4.2017 kl. 15:28 - Sveinbjörn Þórðarson

Just watched a documentary on neo-nazism in Europe. One clip showed a group of young skinheads marching through an East German town shouting "Wir sind das Volk!" [We are the people] in unison. This was actually the slogan used in the anti-communist protests of 1989-1990. Back then, it was an attack on the stifling hypocrisy of a "People's Republic" run by a geriatric cabal of authoritarians. But for the skinheads in the video, it was a blunt statement of in-group solidarity and out-group hatred. "We are the people," they were saying. "But you, you are not people."

Separator

Why fight a duel to the death?

21.4.2017 kl. 22:29 - Sveinbjörn Þórðarson

On the face of it, fighting a duel to the death over an insult seems ridiculous. Why take the chance of dying over mere words? But human beings derive much of their sense of self-worth from the respect and esteem of other humans around them. Many people are so deeply invested in their position in the social hierarchy that death is preferable to disrespect, scorn, and humiliation. Not so strange from that perspective.

Separator

Lessons of History

11.4.2017 kl. 20:33 - Sveinbjörn Þórðarson

One of the enduring lessons of the fall of the Roman republic is that it is extremely difficult for a polity to contain the ambitions of ruthless and aggressive people. And the constant nature of human politics is one of the reasons why the study of history remains instructive and relevant.

Separator

Kerfislæg ósamhverfni upplýsinga

4.4.2017 kl. 12:39 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að kerfislæg ósamhverfni upplýsinga (e. information asymmetry [betri þýðing óskast]) sé helsta skýringin á því hvernig fámenn elíta á Íslandi (og í öðrum lýðræðissamfélögum) kemst upp með að stela öllu og maka krókinn á kostnað pöpulsins.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir óbeit minni á lögfræðistéttinni. Lögfræðingar eru fullkomið dæmi um stétt sem nýtir sér "information asymmetry" til þess að mjólka samfélagið. Leiknum er þannig stillt upp að þeir hreinlega geta ekki tapað, hvað sem yfir gengur. Það er bullandi eftirspurn eftir lögfræðingum í góðæri, en ef það harðnar í ári og allt fer á hausinn verða þeir skyndilega nauðsynlegri en nokkru sinni fyrr, því þeir einir búa yfir bráðnauðsynlegri þekkingu á lagakerfinu. Garanteruð gósentíð ár eftir ár.

Lagatextarnir sjálfir endurspegla þarfir stéttarinnar sem sýslar með þá. Lögin eru að mestu "black box" fyrir óbreyttu fólki, dreifð út um fjöldann allan af skjölum og bálkum, skrifuð á máli sem er síst til þess fallið að auka skilning lesenda nema viðkomandi hafi pínt sig í gegnum þetta svokallaða nám í lagadeild HÍ. Ég þekki það af eigin reynslu hversu erfitt og flókið það getur verið að komast að einföldum hlutum eins og hver réttindi manns og skyldur eru gagnvart lögvaldinu. Þetta obskúrítet er engin tilviljun, og eflaust ein af ástæðunum af hverju meira hefur ekki verið gert til þess að gera gera lögin aðgengilegri og læsilegri með tæknilausnum á borð við útgáfukerfi (version control systems) o.fl.

En alvarlegasta ósamhverfa upplýsinga er í íslensku viðskiptalífi. Þar eru hlutirnir svo flóknir, leiðinlegir og tæknilegir, og sjónarspilið svo umfangsmikið, að varla nokkur maður nennir að kynna sér hvað er raunverulega í gangi. EBITDA, eignarhaldsfélög, forkaupsréttindi, lokuð útboð, osfv. -- flestu fólki finnst þetta drepleiðinlegt, þ.m.t. blaðamönnum.

Ég man að blaðamaðurinn Ingi Freyr Vilhjálmsson skrifaði mikið af góðum greinum um braskið og fúskið í íslensku viðskiptalífi þegar við unnum saman hjá DV á sínum tíma. En ég man líka að þær voru afar lítið lesnar. Greinar sem byrja "Eignarhaldsfélagið B24 ehf., sem er mestmegnis í eigu Jóns Jónssonar, hefur keypt 23.2% hluta í E79 Group..." eru ekki líklegar til vinsælda, þótt þær hafi e.t.v. að geyma mikilvægar upplýsingar sem varða almannahag. Allt helvítis kerfið og viðskiptaflétturnar eru svo flóknar að venjulegt fólk nennir skiljanlega ekki að setja sig inn í þetta. Mun auðveldara að hneykslast yfir auðskiljanlegum fréttum um smælki.

Þannig er svindlað á okkur, gott fólk. Lögfræðingar og "athafnamenn" mergsjúga kerfið því þeir skilja það, og tryggja eftir bestu getu að sem fæstir aðrir skilji það.

Separator

Fjórða valdið að standa sig í stykkinu

4.4.2017 kl. 11:32 - Sveinbjörn Þórðarson

Svakaleg fréttamennska.

Það virðist allt mega á Íslandi: Svindla, stela og svíkja undan skatti, gefa vinum sínum banka, ljúga, misnota opinbert fé, níðast á flóttamönnum og skera félagsþjónusturnar niður að beini, en að hugsa sér, að hugsa sér, að þingmaður skuli leggjast svo lágt að búa enn í stúdentahúsnæði, en ekki í villu í Garðabænum, nokkrum mánuðum eftir að hann settist á þing! Skandall!

Gott að sjá fjórða valdið standa sig í stykkinu.

Separator

Society is not built on violence

2.4.2017 kl. 16:27 - Sveinbjörn Þórðarson

I've always had problems with the widespread theory that all societies are ultimately grounded in violence. This seems to be the received libertarian, Hobbesian view of the state. But as Harari succinctly puts it, "To say that a social order is maintained by military force immediately raises the question: what maintains military order? At least some of the commanders and soldiers must truly believe in something, be it God, honour, motherland, manhood or money."

Societies are maintained by coordinated belief systems, not violence. However, violence sometimes helps to coordinate belief systems, by frightening, expelling, torturing, imprisoning or killing those who refuse to adjust to the dominant belief system.

Separator

Vandamálið er homo sapiens

22.3.2017 kl. 17:30 - Sveinbjörn Þórðarson

Þegar ég var lítill og fréttirnar voru að sýna frá hræðilegum stríðum úti í heimi kom móðir mín stundum með athugasemdir á borð við "Þessir karlar, alltaf að draga fólkið út í þessi ömurlegu stríð" eða "Svona væri þetta ekki ef konurnar réðu." Ég held að hún trúi því enn í dag að hlutirnir myndu batna ef konur réðu ferðinni.

Ég hef hugleitt þetta þónokkuð í gegnum árin og finnst þetta athyglisverð kenning, en á þessu stigi er ég nokkuð viss um að þetta sé ekki rétt hjá mömmu. Lögmálin sem ráða því hverjir komast til valda í samfélögum manna eru þess eðlis að viðurstyggilegasta úrþvættið skolast yfirleitt alltaf upp á toppinn, allavega til langs tíma litið. Það hafa sögubækurnar kennt mér. Siðleysingjarnir og sósíópatarnir eru hreinlega tilbúnir að gera það sem þarf -- *hvað* sem þarf! -- til þess að ná sínu fram. Og þeir gera það. Þess vegna er langflestum þjóðríkjum beint eða óbeint stjórnað af spilltu, illu fólki sem er skítsama um pöpulinn. Eins og Lord Action orðaði það, "Great men [í skilningnum sögulega mikilvægir] are almost always bad men."

Ef þetta er haft í huga er ljóst að það skiptir ekki svo miklu máli hvort valmengi þeirra sem geta komist til valda samanstendur af körlum, konum eða báðum kynjum.

Tökum Margaret Thatcher, Hillary Clinton eða Theresa May sem dæmi. Sumir hafa sagt við mig að þessar illu, valdamiklu konur séu/hafi verið eins og þær eru því þær þurftu að klóra sig upp á toppinn í karlaheimi. Samkvæmt þessum rökum þá hefði ókarllægt kerfi ekki komið þeim til valda, eða a.m.k. ekki gert þær að svona skelfilegum manneskjum. En þau rök halda ekki vatni. Ef aðeins konur gætu risið til valda, þá væru keppinautar þeirra grimmustu, siðlausustu konurnar í stað grimmustu, siðlausustu karlanna. Væri það í raun og veru skref framávið? Eru verstu karlarnir verri en verstu konurnar? Ég er bara alls ekki svo viss.

Eins og ég sé það, þá er vandamálið hérna ekki kyn eða kynhegðun. Vandamálið er homo sapiens. The scum floats to the top, male or female.

Separator

Framtíðin er núna

19.3.2017 kl. 22:25 - Sveinbjörn Þórðarson

Við lifum í cyberpunk dystópíunni sem var fantasía í hlutverkaspilum þegar ég var krakki. Þar sem fljúgandi róbotar eru sendir til þess að drepa fólk. Þar sem lífverum er genabreytt af alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Þar sem risastór upplýsinganet eru orðin grundvöllur hagkerfisins og stjórna samskiptum okkar. Þar sem vafasöm manipulation á téðum upplýsinganetum ræður útkomu kosninga. Þar sem rafræn greiðslukerfi og öryggismyndavélar tengdar inn í risastóra facial recognition gagnagrunna fylgjast með öllu. Þar sem bílarnir eru farnir að keyra sig sjálfir, og gervigreindir sigra Go meistara og krabbameinssérfræðinga. Framtíðin er núna.

Separator

The Danger of Genetic Engineering

17.3.2017 kl. 17:12 - Sveinbjörn Þórðarson

I had a conversation with a geneticist friend the other day, where we discussed the enormous potential danger of genetic technology. The problem, as I saw it, was that genetic engineering was likely to become a far greater threat to humanity's survival than thermonuclear weapons. Nukes have the advantage of being extremely technically complicated and difficult to assemble. Building such weapons requires thousands of people cooperating under the auspices of a nation state. But it is not difficult to imagine a near future where humans have genetically re-engineered much of their environment. This is already the case for much of the earth's surface. What will happen when genetic engineering becomes cheap, easy and widespread? Does anyone think that we, as a species, will be able to handle that kind of power responsibly? This scenario must give even the most blinkered techno-utopian optimist pause for thought.

Separator

Verkalýðsleiðtogar sýni vígtennurnar

14.3.2017 kl. 16:42 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég hef alla tíð forðast eftir fremsta megni að greiða í stéttarfélag, enda hef ég lítinn hag af að taka þátt í glorified sumarbústaðaleigu sem niðurgreiðir stundum tannlæknakostnað barna. Ég greiddi þó til VR um tíma fyrir nokkrum árum. Það ævintýri endaði snarlega þegar ég fékk einn daginn sendan hnausþykkan (og vafalaust rándýran) glansbækling fullan af áróðri um ágæti VR með Shutterstock myndum af brosandi skrifstofufólki. Mér var svo stórlega misboðið að ég sagði mig þegar í stað úr félaginu.

Þetta er í raun frekar einfalt. Ég vil ekki sumarbústaðaleigu, eða glansbæklinga, eða smápeninga í átt að tannlæknakostnaði. Ég vil hreinlega sjá leiðtoga verkalýðsfélaga vinna helvítis vinnuna sína.

Gylfi Arnbjörnsson er fullkomið dæmi um duglausan og gagnslausan verkalýðsleiðtoga. Þénar margföld laun skjólstæðinga þarna á toppnum og leggur risajeppanum sínum í fatlaðrastæði til þess að fara og spila golf með forstjórum atvinnulífsins. Hann hefur miklu að tapa á að rugga bátnum. Þannig maður ætti aldrei að hafa hagsmuni smælingjanna í sínum höndum.

Ég vil sjá verkalýðsleiðtoga steyta hnefann í fréttatíma sjónvarps og tala um hvernig auðstéttin mergsýgur vinnandi fólkið í landinu. Ég vil sjá þá berjast gegn óréttlæti og svindli á vinnumarkaði, standa í hótunum og öllu illu, gera lífið erfitt fyrir þá sem standa í vegi fyrir launahækkunum, sjá þá sýna vígtennurnar til að fá stærri bita af kökunni. Ég vil með öðrum orðum að þeir séu raunverulegir talsmenn vinnandi fólks.

Gott að sjá að vondu gæjarnir sigra ekkert alltaf. Vonandi verður Ragnar sem mest til vandræða.

Separator

Þróunarleg velgengni katta

12.3.2017 kl. 12:42 - Sveinbjörn Þórðarson

Kattadýrin eru með gáfuðustu, fegurstu og skemmtilegustu skepnum jarðar. Sambúð þeirra við mennina hófst fyrir u.þ.b. tíu þúsund árum og í heildina séð hefur þetta verið mjög góður díll fyrir báða aðila. Fluttu væntanlega inn með tilkomu landbúnaðar, þegar nagdýrin fóru að leita í uppskeruna. Nú fá þeir fyrst og fremst mat í skiptum fyrir að vera sætir vinir okkar.

Já, þetta gengur bara þokkalega hjá þeim, frá þróunarfræðilegu sjónarmiði. Góð strategía að hengja sig á manninn. Vissulega eru stóru kettirnir að hverfa, þar sem þeir geta ógnað alpha-rándýrinu homo sapiens. En á móti kemur að það eru um 600 milljón felis catus í heiminum í dag. Það er mikið af köttum, og þeir eru ekkert að fara að hverfa nema við mennirnir gerum eitthvað mjög heimskulegt með genatækni eða kjarnorkusprengjum á komandi öldum.

manul
Separator

Fuck the British Empire

9.3.2017 kl. 12:53 - Sveinbjörn Þórðarson

Niall Ferguson and his ilk have made it fashionable to emphasise the beneficent effects of British imperial rule.

The truth of the matter is that Britain was a brutal, exploitative, venal and racist colonial power which humiliated, robbed and beat down native peoples throughout the entire world. Nary a continent was left unscathed. The much-touted benefits of English laws, commerce, railways and cricket [!] must be weighed against the incredibly harmful political legacy the British bequeathed to their colonies. Masters of pitting subject groups against each other, they wilfully created many of the world's most intractable conflicts, from Kashmir to Nigeria to Iraq to Palestine.

Fuck the British Empire.

Separator

The Vocative Case

9.3.2017 kl. 12:09 - Sveinbjörn Þórðarson

I've always been a fan of this particular anecdote of Churchill's. I suppose we'll all be using the vocative case to address our furniture soon enough, given the ever-increasing proliferation of smart devices and appliances.

I was taken into a Form Room and told to sit at a desk. All the other boys were out of doors, and I was alone with the Form Master. He produced a thin greeny-brown covered book filled with words in different types of print.

"You have never done any Latin before, have you?" he said.

"No, sir."

"This is a Latin grammar." He opened it at a well-thumbed page. " You must learn this," he said, pointing to a number of words in a frame of lines. " I will come back in half an hour and see what you know."

Behold me then on a gloomy evening, with an aching heart, seated in front of the First Declension.

Mensa - a table Mensa - O table Mensam - a table Mensae - of a table Mensae - to or for a table Mensa - by, with or from a table

What on earth did it mean? Where was the sense in it? It seemed absolute rigmarole to me. However, there was one thing I could always do: I could learn by heart. And I thereupon proceeded, as far as my private sorrows would allow, to memorize the acrostic-looking task which had been set me.

In due course the Master returned.

"Have you learnt it?" he asked.

"I think I can say it, sir," I replied; and I gabbled it off.

He seemed so satisfied with this that I was emboldened to ask a question.

"What does it mean, sir?"

"It means what it says. Mensa, a table. Mensa is a noun of the First Declension. There are five declensions. You have learnt the singular of the First Declension."

"But," I repeated," what does it mean?"

"Mensa means a table," he answered.

"Then why does mensa also mean O table," I enquired, "and what does O table mean?"

"Mensa, O table, is the vocative case," he replied.

"But why O table?" I persisted in genuine curiosity.

"O table – you would use that in addressing a table, in invoking a table." And then seeing he was not carrying me with him, "You would use it in speaking to a table."

"But I never do," I blurted out in honest amazement.

"If you are impertinent, you will be punished, and punished, let me tell you, very severely," was his conclusive rejoinder.

Such was my first introduction to the classics from which, I have been told, many of our cleverest men have derived so much solace and profit.

Separator

Facing down the Bull

8.3.2017 kl. 10:38 - Sveinbjörn Þórðarson

Of course it's a little girl. They couldn't have a proud, defiant adult woman standing there, facing down the bull. That would be too much.

Observe the sexual contrast: The bull, an adult male, powerful and wild, symbolizes masculinity. The girl, pre-pubescent, defiant, brave, but ultimately small and weak, is womankind. Typical condescending patriarchical sexism.

Just kidding. I kind of like it, actually. I prefer to think of the bull as signifying the markets -- a big, powerful, dangerous but ultimately domesticable animal -- being faced head on by the girl (humanity), who is young and naive and probably doesn't understand the danger. She's immature enough to think she can handle the deadly beast. She's probably wrong.

The Bull and the Girl
Separator

Setið á flautunni

7.3.2017 kl. 17:18 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég hef aldrei búið í landi þar sem fólk flautar svona mikið í umferðinni. Margir Frakkar sitja hreinlega á flautunni þegar þeir festast í umferðarteppu.

Maður horfir á þetta, lítur upp langa og þéttskipaða götuna, og veltir því síðan fyrir sér hvað bílstjórarnir vonast til að afkasta með öllum þessum látum. Vellur hreinlega upp úr þeim gremjan yfir töfum og stressi stórborgarlífsins? Skortir þetta rómanska fólk kannski alfarið lútersku skömmina sem lætur módern Svíann kyngja reiðinni og tauta með sjálfum sér í stað þess að flauta? Eða eru þetta eins konar kollektíf mótmæli gegn ríkjandi ástandi? Bílstjórar að segja: "Hér erum við. Við erum til, við viljum að allir viti það, og við erum öskureiðir yfir þessari umferðarteppu!"

Separator

A Concise Guide to Humankind

5.3.2017 kl. 19:34 - Sveinbjörn Þórðarson
concise guide to humankind
Separator

The Damage Wrought by Communism

4.3.2017 kl. 15:29 - Sveinbjörn Þórðarson

The main damage done to the Eastern Bloc countries by communism was cultural and psychological rather than economic. Even if central planning had brought prosperity, communist authoritarianism destroyed the public sphere and created apathetic, cynical, inward-looking citizens. And no polity can stay on the right path for long without vigilant oversight by a watchful, suspicious, invested public.

Separator

The Economist and France

4.3.2017 kl. 14:19 - Sveinbjörn Þórðarson

Speaking of The Economist: It's hilarious how they just can't stand France. It's too socialist. Half the French labour force works for the government, either directly or indirectly. Not enough "labour market flexibility" [the peons have too many rights].

Now, France certainly has its share of problems. But at least the French have effective and subsidised public transportation, delicious high-quality food and reasonably well-run public services. And people seem to enjoy life here. All of which is more than I can say for dank and immiserated England.

what france needs
Separator

Economist T-shirts: A Dream Come True

3.3.2017 kl. 16:04 - Sveinbjörn Þórðarson

Finally! I've always dreamed of owning an Economist T-shirt. That way, everyone will know that I'm smarter than the average Time subscriber and that I enjoy being talked down to by a bunch of faux-liberal British public school prigs.

I especially like the shirt with the condescending call to action "Think responsibly". After all, everyone associates The Economist with responsible thinking such as backing George W. Bush, supporting the Iraq War and pretending that Britain is somehow a normal, functioning country.

economist
Separator

The Masked Beauty was his Wife

3.3.2017 kl. 01:26 - Sveinbjörn Þórðarson

One of my all-time favourites in the history of philosophy is Schopenhauer's comment on Kant's moral philosophy:

I should liken Kant to a man at a ball, who all evening has been carrying on a love affair with a masked beauty in the vain hope of making a conquest, when at last she throws off her mask and reveals herself to be his wife.

The point being that Kant deluded himself into thinking that he was developing a rational basis for morality whilst expounding principles that mostly reflected his own Pietist upbringing and the maxims he adopted on his mother's knee.

Separator

Amongst ze Germans

2.3.2017 kl. 20:44 - Sveinbjörn Þórðarson

So this what it was like to be an educated 5th century Roman amongst the Germans. Sidonius Apollinaris writes:

Why... do you bid me compose a song dedicated to Venus... placed as I am among the long-haired hordes, having to endure Germanic speech, praising often with a wry face the song of the gluttonous Burgundian who spreads rancid butter on his hair? ... You don't have a reek of garlic and foul onions discharged upon you at early morn from ten breakfasts, and you are not invaded before dawn ... by a crowd of giants.

Separator

The Voice of a Million Ancestors

28.2.2017 kl. 00:36 - Sveinbjörn Þórðarson

Harari writes in Homo Deus:

The scientists not only sanctified human feelings, but also found an excellent evolutionary reason to do so. After Darwin, biologists began explaining that feelings are complex algorithms honed by evolution to help animals make the right decisions. Our love, our fear and our passions aren't some nebulous spiritual phenomena good only for composing poetry. Rather, they encapsulate millions of years of practical wisdom. When you read the Bible, you get advice from a few priests and rabbis who lived in ancient Jerusalem. In contrast, when you listen to your feelings, you follow an algorithm that evolution has developed for millions of years, and that withstood the harshest quality tests of natural selection. Your feelings are the voice of millions of ancestors, each of whom managed to survive and reproduce in an unforgiving environment. Your feelings are not infallible, of course, but they are better than most alternatives. For millions upon millions of years, feelings were the best algorithms in the world. Hence in the days of Confucius, of Muhammed or Stalin, people should have listened to their feelings rather than to the teachings of Confucianism, Islam or communism.
Separator

Truman: Offensively mediocre

26.2.2017 kl. 10:48 - Sveinbjörn Þórðarson

I've always despised Harry S Truman. Not because he dropped the A-bomb on Hiroshima and Nagasaki. Any US President would have done the same. And not because of his whiny, petulant voice, or his thin, pursed lips, or even his banal, anti-intellectual speeches.

No, there's just something about the sheer mediocrity of the man that offends my sensibilities. He's like a character straight out of Babbitt by Sinclair Lewis: A Missouri haberdasher exemplifying small-town American thrift, vacuousness and stupidity.

Truman was a uniquely American American. This is something he shares with Donald Trump, even though the two could not be more different.

Harry S Truman
Separator

Þriðja heims hagvöxtur og öllu stolið

9.2.2017 kl. 11:45 - Sveinbjörn Þórðarson

Samkvæmt Seðlabankanum var 6% [!!!] hagvöxtur á Íslandi í fyrra. Sannkallaður þriðja heims hagvöxtur, því svo mikill hagvöxtur þekkist varla í þróuðum ríkjum.

Ef það er einhvern tímann tækifæri til þess að hækka skatta og laga félagsþjónusturnar, þá er það núna. En ég hugsa samt að við sjáum eitthvað lítið af því frá þessari ömurlegu nýju hægristjórn. Allir peningarnir beint til vina þeirra og svo til Panama, á meðan náttúruperlur landsins eru lagðar í rúst af túristum. Íslensk tragedía.

Separator

Rushing towards the Great Unknown

6.2.2017 kl. 09:07 - Sveinbjörn Þórðarson

Harari says it like it is:

When people realise how fast we are rushing towards the great unknown, and that they cannot count even on death to shield them from it, their reaction is to hope that somebody will hit the brakes and slow us down. But we cannot hit the brakes, for several reasons.

Firstly, nobody knows where the brakes are. While some experts are familiar with developments in one field, such as artificial intelligence, nanotechnology, big data or genetics, no one is an expert on everything. No one is therefore capable of connecting all the dots and seeing the full picture. Different fields influence one another in such intricate ways that even the best minds cannot fathom how breakthroughs on artificial intelligence might impact nanotechnology, or vice versa. Nobody can absorb all the latest scientific discoveries, nobody can predict how the global economy will look in ten years, and nobody has a clue where we are heading in such a rush. Since no one understands the system, no one can stop it.

Secondly, if we somehow succeed in hitting the brakes, our economy will collapse, along with our society. ... the modern economy needs constant and indefinite growth in order to survive. If growth ever stops, the economy won't settle down to some cosy equilibrium; it will fall to pieces. That's why capitalism encourages us to seek immortality, happiness and divinity.

Separator

Smart but astoundingly naive

31.1.2017 kl. 07:57 - Sveinbjörn Þórðarson

Smart tech people -- especially in America -- are often astoundingly naive and ignorant of the world they live in. Jeff Atwood [of Stack Overflow fame] is a talented nerd, but his views on the nature of his country and its politics border on imbecility.

I assumed that the wheels of American government would turn, and reasonable decisions would be made by reasonable people. Some I would agree with, others I would not agree with, but I could generally trust that the arc of American history inexorably bends toward justice, towards freedom, toward equality. Towards the things that make up the underlying American dream that this country is based on.

Separator

Fíkniefnanotkun í Þriðja ríkinu

27.1.2017 kl. 11:55 - Sveinbjörn Þórðarson

Mætti í Morgunútvarpið á Rás 2 og ræddi um fíkniefnanotkun í Þriðja ríkinu.

Sækja hljóðskrá (22MB MP3)

Separator

The Fall of Carthage

26.1.2017 kl. 19:27 - Sveinbjörn Þórðarson

Appian describes the last days of the Roman siege of Carthage (146 BC):

When daylight came Hasdrubal, enraged at the attack upon Megara, took the Roman prisoners whom he held, brought them upon the walls, in full sight of their comrades, and tore out their eyes, tongues, and tendons with iron hooks; of some he lacerated the soles of the feet, he cut off the fingers of others, and some he flayed alive. All who survived these tortures he hurled from the top of the walls. He thus gave the Carthaginians to understand that there was no possibility of peace with the Romans, and sought to fire them with the conviction that their only safety was in fighting. But the result was contrary to his intention, for the Carthaginians, conscience-stricken by these nefarious deeds, became timid instead of courageous, and hated Hasdrubal for depriving them of all hope of pardon.

Separator

On the Hydrogen Bomb

26.1.2017 kl. 13:18 - Sveinbjörn Þórðarson

A decision on the proposal that an all-out effort be undertaken for the development of the "Super" cannot in our opinion be separated from consideration of broad national policy. A weapon like the "Super" is only an advantage when its energy release is from 100-1000 times greater than that of ordinary atomic bombs. The area of destruction therefore would run from 150 to approximately 1000 square miles or more.

Necessarily such a weapon goes far beyond any military objective and enters the range of very great natural catastrophes. By its very nature it cannot be confined to a military objective but becomes a weapon which in practical effect is almost one of genocide.

It is clear that the use of such a weapon cannot be justified on any ethical ground which gives a human being a certain individuality and dignity even if he happens to be a resident of an enemy country. It is evident to us that this would be the view of peoples in other countries. Its use would put the United States in a bad moral position relative to the peoples of the world.

Any postwar situation resulting from such a weapon would leave unresolvable enmities for generations. A desirable peace cannot come from such an inhuman application of force. The postwar problems would dwarf the problems which confront us at present.

The application of this weapon with the consequent great release of radioactivity would have results unforeseeable at present, but would certainly render large areas unfit for habitation for long periods of time. The fact that no limits exist to the destructiveness of this weapon makes its very existence and the knowledge of its construction a danger to humanity as a whole. It is necessarily an evil thing considered in any light.

Separator

Icelandic Optimism

25.1.2017 kl. 10:13 - Sveinbjörn Þórðarson

I've always said that we Icelanders are an optimistic people. Nowhere is this more evident than in how we speak of the world wars. Instead of World War I and World War II, we have "The Former World War" and "The Latter World War", linguistically precluding the possibility of a third world war. If [when?] one ever does break out, it's back to the drawing board.

Separator

Sendum þá til Norður-Englands

18.1.2017 kl. 20:21 - Sveinbjörn Þórðarson

Fyrir mörgum árum, á pólitísku spjallborði í myrkustu kimum internetsins, rakst ég á þá skemmtilegu tillögu að safna hreinlega saman öllum kexrugluðu frjálshyggjumönnunum og skjóta þeim út í geim. Þá gætu þeir látið reyna á sína dystópísku fantasíu á annari plánetu á meðan við hin reynum að reka siðuð samfélög hér á jörðinni.

Að sama skapi væri ekki svo vitlaust að senda alla þessa íslensku Sjálfstæðismenn til Norður-Englands í nokkur ár svo þeir láti af þessu absúrd Thatcher-blæti. Fátt ber betur vitni um siðferðislegt gjaldþrot nýfrjálshyggjunnar en ömurleiki og dysfúnksjón bresks samfélags.

Separator

Rýnt í nýja stjórnarsáttmálann

10.1.2017 kl. 17:27 - Sveinbjörn Þórðarson

Yours truly rýnir í nýja stjórnarsáttmálann:

1. „Treysta þarf samkeppnishæfni Íslands”

Lesist: Lækkum skatta á fyrirtæki!

2. „Ríkisstjórnin mun setja heilbrigðismál í forgang”

Lygi til að friðþægja pöpulinn.

3. „Fjölbreytni í atvinnulífinu verður aukin með fjárfestingu”

Lesist: Fyrirtæki í eigu fjölskyldu Bjarna fá niðurgreiðslur frá ríkinu, líkt og á síðasta kjörtímabili.

4. „Hagsæld landsmanna og þróun þekkingarsamfélags byggist á öflugu menntakerfi sem býður fjölbreyttar námsleiðir og styður við atvinnulífið.”

".....menntakerfi ... styður við atvinnulífið." Gone and fixed that for you.

5. „Ríkisstjórnin styður við víðtæka sátt á vinnumarkaði, ábyrgð í ríkisfjármálum og stöðugleika í gengis- og peningamálum”

Lesist: Lög á verkföll vinnandi stétta, engir skattar á ríka fólkið, félagsþjónusturnar sveltar. Áfram tveir gjaldmiðlar, einn fyrir plebbana og annar fyrir auðmenn og lánveitendur.

6. „Unnið verður að því að byggja upp traust á grunnstoðum samfélagsins, meðal annars Alþingi og dómstólum”

Hahaha! Góð byrjun með þessari skýrslu! Þessu var einnig lofað í síðasta stjórnarsáttmála Bjarna. Gekk frábærlega.

7. „Mótuð verður heilbrigðisstefna sem samhæfir og treystir heilbrigðisþjónustuna”

Ókei, ekkert minnst á "fjölbreytt rekstrarform" þannig að það verður kannski ekki mikil einkavæðing í þetta sinn. En hver veit?

8. „Lífeyrisaldur hækki í áföngum”

Er rétt að kalla það þjófnað þegar maður er píndur með lögum til þess að borga meira fyrir minna, afturvirkt, án þess að fá neitt um það sagt? [En öllum lífeyrissparnaði landsmanna verður hvort sem er stolið eða sólundað, þannig að þetta skiptir svosem litlu máli].

9. „Styðja skal háskólana í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni”

Alltaf auðvelt að lofa gulli og grænum skógum í menntamálum og gera síðan ekkert í því. Það hafa allar ríkisstjórnir gert síðan ég man eftir mér.

10. „Tryggja þarf jafnræði nemenda og valfrelsi með því meðal annars að styrkja fjölbreytt rekstrarform”

Lesist: Einkavæðum draslið! Gengur ekki að Þorgerður Katrín þurfi að senda börnin sín í sama skóla og plebbarnir.

11. „Endurskoða þarf löggjöf í samræmi við þróun í tækni og tækjabúnaði til afritunar og dreifingar höfundaréttarvarins efnis.”

Lesist: Látum Jakob Frímann og vini hans í STEF um að skrifa lögin.

12. „Íslenska málsvæðið er lítið og stuðningur því nauðsynlegur. Máltækniverkefni verði haldið áfram í samstarfi við fræðasamfélagið og atvinnulífið”

Lesist: Atvinnulífið! Atvinnulífið! Atvinnulífið þarf styrki! Árnastofnun má fokka sér.

13. „Mikilvægt er að styðja vel við bakið á íslensku afreksíþróttafólki.”

Lesist: Setjum peninga í fótbolta. Það er svo skemmtilegt! Öllum finnst fótbolti svo skemmtilegur! Sannarlega forgangsatriði!

14. „Unnið skal að uppbyggingu löggæslu”

Lesist: Sígríður Björk og sjallaklíkan í löggunni verðskulda launahækkanir og auknar valdheimildir.

15. „Með aðhaldi í ríkisrekstri, sölu eigna sem komust í eigu ríkissjóðs í kjölfar bankahrunsins og niðurgreiðslu ríkisskulda verður áfram stutt við sterka stöðu í ríkisfjármálum”

Lesist: Skattalækkanir á þá ríkustu, einkavinavæðing bankanna.

16. „Stofna skal stöðugleikasjóð sem haldi utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs”

Norðmenn geta þetta, vissulega. En verum ekki barnaleg, svona lagað er varla hægt á Íslandi eins og staðan er í dag.

Lesist: Helbláir, vatnsgreiddir jakkafatakarlar sem allt eiga og mega fá að ráðskast með opinbert fé og fjárfesta í fyrirtækjum sjallavina sinna.

17. „Stöðugleiki á vinnumarkaði er mikilvæg forsenda jafnvægis og vaxtar í efnahagslífi”

Lesist: Lög á verkföll. Engar alvöru launahækkanir fyrir plebbana.

18. „Markvisst verður unnið gegn skattundanskotum, þar með talið í skattaskjólum”

Hahahahaha! Já, einmitt. Hver betri til að leiða slíka sókn en Bjarni Benediktsson og aflandsvinir hans í Sjálfstæðisflokknum?

19. „Auka alþjóðlega samkeppnishæfni fyrirtækja”

Lesist: Við ætlum að lækka skatta á fyrirtækin, þótt slíkir skattar á Íslandi séu þegar vel fyrir neðan OECD meðaltal.

20. „Til langs tíma litið er ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkum”

Lesist: Okkur klæjar hreinlega í puttana að gefa þá vinum okkar. Gekk svo vel síðast, nefnilega.

21. „Núgildandi fiskveiðistjórnarkerfi hefur skilað miklum þjóðhagslegum ávinningi”

Lesist: Kvótakerfið rúlar!

22. „Áfram skal lögð áhersla á framleiðslu heilnæmra, innlendra afurða í umhverfisvænum og samkeppnishæfum landbúnaði”

Bíddu, voru þessir jólasveinar að minnast á samkeppnihæfni, umhverfisvernd og íslenskan landbúnað í sömu setningunni? Hahaha. Tell me another one.

23. „samhæfðri stýringu ferðamála”

Var það ekki reynt á síðasta kjörtímabili með glæsilegum árangri, í formi Stjórnstöðvar ferðamála? Reddaði atvinnulausum Sjalla þægilegu innidjobbi til skamms tima, ef ég man rétt.

24. „Eigendastefna verður gerð fyrir Landsvirkjun”

Lesist: Þarf að finna nýja eigendur fyrir Landsvirkjun. Hverjir ætli þeir verði?

25. „aukinn kraftur lagður í uppbyggingu í samgöngumálum á öllum sviðum”

Lesist: Jarðgöng í Sjallakjördæmum.

26. „Ríkisstjórnin leggur áherslu á markvissar aðgerðir til að treysta byggð í landinu”

Lesist: Verðlaunum landsbyggðaratkvæðin með niðurgreiðslum til valdra, blárra hópa úti á landi.

27. „Áfram verður lögð áhersla á viðskiptafrelsi og alþjóðlega samvinnu á sviði öryggis- og þróunarmála.”

Lesist: Undirritum hugsunarlaust alla TTIP-style samninga sem Kanarnir bjóða okkur. Höldum áfram að styðja stríðsrekstur BNA.

28. „Sérstakan gaum þarf að gefa mögulegri úrsögn Bretlands úr sambandinu.”

Lesist: Fyrirmynd okkar Sjálfstæðismanna, Bretland, er búið að segja sig úr ESB. Nanananana! The Vulture is now lurking less.

29. „...greiða skuli atkvæði um [ESB-]málið og leiða það til lykta á Alþingi undir lok kjörtímabilsins.”

Lesist: Við höfum fjögur ár til þess að gera þetta að "pólitískum ómöguleika". Hahaha, suckers!

30. „[Varðandi stjórnarskrá], þingmannanefnd ... mun starfa með færustu sérfræðingum”

Lesist: Almenningur og stjórnárskráin nýja geta bara hoppað upp í rassgatið á sér. Við eigum þetta og megum.

Separator