Framtíð íslenskunnar

9.5.2017 kl. 18:54 - Sveinbjörn Þórðarson

Það þarf einfaldlega að taka erfiða ákvörðun varðandi íslenska tungu. Ætlum við að halda henni í menningu okkar, menntakerfi og stjórnsýslu, eða ekki?

Ef við ætlum að halda henni þá þarf mjög augljóslega að setja um það bil milljarð í að kaupa mikilvægustu gagnasöfnin [sem eru merkilega nokk í einkaeigu] og smíða hugbúnað sem gerir íslensku gjaldgenga á stafrænum vettvangi. Vinnan við þetta þarf að hefjast sem fyrst. Eiríkur Rögnvaldsson hefur verið duglegur að vekja athygli á þessu og á þakkir skilið fyrir það.

Ég gæti komið með rómantísk rök um sögulegt mikilvægi og fegurð íslenskunnar, en algjörlega óháð því þá viljum við klárlega ekki að íslensk stjórnsýsla og opinber samskipti detti aftur úr því sem tíðkast annars staðar sökum skorts á tungumálatækni. Þetta eru pragmatísk rök sem meira að segja menningarsnauður Excel-skjala-frjálshyggjumaður gæti fallist á.

Separator