Sveinbjörn Þórðarson

Blog[g]

Across the pale parabola of joy, into the warm embrace of /dev/null.
RSS


Rányrkja

12.11.2019 kl. 21:20 - Sveinbjörn Þórðarson

Þegar frelsaðir bandarískir þrælar voru sendir til Líberíu á 19. öld gerðu þeir strax heimamenn, sem voru jú þeldekkri, að sínum eigin þrælum og komu á laggirnar kerfi keimlíku því sem þeir höfðu þurft að þola vestanhafs, nema með sjálfa sig sem „hvítu“ yfirherrana á plantekrunum.

Við Íslendingar máttum þola gerræði og rányrkju annarra þjóða á okkar fiskimiðum svo öldum skipti en nú, þegar við erum rík og þróuð og komumst upp með það, beitum við aðra sömu fólskunni.

History is an account of the exploitation of man by man, except sometimes it's the other way around.

Separator

Flugvallarblað

5.11.2019 kl. 01:15 - Sveinbjörn Þórðarson

The Economist er flugvallarblaðið mitt. Það er hvort sem er svo hræðilegt að vera á flugvöllum og í flugvélum að ég get alveg eins gert það verra með því að pirra mig á einfaldri og barnalegri heimsmynd The Economist, blaðs sem stendur iðulega þarna í rekkanum á flugvellinum í Lundúnum. Jú, Oxbridge PPE strákar mínir, þetta 0.1% hrap í hagvexti í Gana í ár var einmitt út af því að greyið fólkið hefur ekki opnað markaði sína nægilega fyrir erlendri fjárfestingu...

Separator

In Our Time

4.11.2019 kl. 20:02 - Sveinbjörn Þórðarson

Just about sums up Melvyn Bragg's In Our Time podcast:

in our time
Separator

“You have, I know, read Dostoevsky?”

31.10.2019 kl. 12:35 - Sveinbjörn Þórðarson

Yugoslav communist Milovan Đilas' chilling account of confronting Stalin about the Red Army's mass rapes in Eastern Europe at the end of WWII.

“I explained to him that it had not been my intention to insult the Red Army, but I had wished to call attention to irregularities of certain of its members and to the political difficulties they were creating for us. Stalin interrupted: ‘Yes, you have, I know, read Dostoevsky? Do you see what a complicated thing is man’s soul, his psyche? Well then, imagine a man who has fought from Stalingrad to Belgrade - over thousands of kilometres of his own devastated land, across the dead bodies of his comrades and dearest ones. How can such a man react normally? And what is so awful in his amusing himself with a woman, after such horrors?”
Separator

Unnecessary propensity

24.10.2019 kl. 04:06 - Sveinbjörn Þórðarson

Probably the finest poem ever composed about Iceland, by Megas back in 1972. The rough English title would be "Ingólfur Arnarson's unnecessary propensity for finding things.". [Ingólfur is traditionally regarded as the first Norse settler on the island.]

My loose (and obviously imperfect) translation of the lyrics is as follows:

Ingólfur was the name of the man who, long ago,
found and settled Iceland and built a homestead
and the politicians celebrate him in speeches
and one can see where his statue stands upon the hill.

But what sustains the people of this land?
Do you know what it is? To me it’s a mystery.
For fire and ice wages war on the folk of this country
but worst of all, though, is the cursed cold in the night.

And so I drink to this land, and its people, and all that
and to the braves who have struggled and died there
We remember Ingólfur Arnarson in our feasts
but we wish that his ship, we wish it had sunk.

Icelandic:

Um óþarflega fundvísi Ingólfs Arnarsonar

Ingólfur hét hann sem endur fyrir löngu
Ísaland fann og nam og bjó sér þar ból
og stjórnmálamennirnir minnast hans í ræðum
og menn geta séð hvar hann stendur uppi á Arnarhól

En hvað er það sem verndar viðkomu landans?
Vitið þér hvað það er? Mér er það hulið
því á landsmenn og konur herja eldar og ísar
en allra verst er þó bannsett næturkulið

Því segi ég skál fyrir Fróni og Fjölni og allt það
og fyrir þeim snjöllum sem þar hafa skrimt og hrokkið
við minnumst Ingólfs Arnarsonar í veislum
en óskum þess að skipið hans það hefði sokkið

Separator

Fiction

21.8.2019 kl. 17:19 - Sveinbjörn Þórðarson
fiction
Separator

Moderate Carthaginian solution

20.8.2019 kl. 00:26 - Sveinbjörn Þórðarson

After reviewing a broad range of historical works on the US Civil War (what we Icelanders call "The Slave War"), I'm firmly convinced that it would have been better for everybody living today if the North had pulled a moderate Carthaginian solution at the end of the war: Hanged ALL the top dogs for treason, dispossessed and exiled all major slaveholding landholders, distributed ALL their land to poor whites and former slaves in small portions, and stomped a big, fat, industrialised Northern boot repeatedly on the South's culture and economy.

Separator

The wheel, New York, wars and so on...

8.8.2019 kl. 12:40 - Sveinbjörn Þórðarson
“For instance, on the planet Earth, man had always assumed that he was more intelligent than dolphins because he had achieved so much—the wheel, New York, wars and so on—whilst all the dolphins had ever done was muck about in the water having a good time. But conversely, the dolphins had always believed that they were far more intelligent than man—for precisely the same reasons.”
Separator

Besti Wojciechinn

27.6.2019 kl. 14:19 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég hef oft og mörgum sinnum rekist á slavneska nafnið Wojciech ("Stríðsglaður") í gegnum tíðina. T.d. var Wojtek nafnið á írönskum birni sem fylgdi pólskri herdeild í seinni heimsstyrjöld. Síðasti kommúnistaleiðtogi Póllands var hershöfðinginn Wojciech Jaruselski. Svo er auðvitað Woyzeck, fræga leikrit Georgs Büchner um sturlaðan dáta, og Alan Berg óperan Wozzeck byggð á leikritinu. En uppáhalds Wojciechinn minn er klárlega pólska tónskáldið Wojciech Kilar. Sá Wojciech samdi m.a. tónlistina fyrir Drakúla-mynd Coppola og Polanski myndirnar The Pianist og The Ninth Gate. Sú síðastnefnda er í miklu uppáhaldi hjá mér, klárlega vanmetin. Tónlistin er að minnsta kosti stórkostleg.


Separator

Forvitni

25.6.2019 kl. 11:23 - Sveinbjörn Þórðarson

Mér datt skyndilega í hug: Af hverju hrósar enginn forvitni, einum allrabesta eiginleika sem nokkur manneskja getur búið yfir, eiginleikanum sem hefur gert okkur mannfólkið að drottnurum yfirborðs jarðar?

Öll helstu trúarbrögðin hafa skiljanlega ekkert gott að segja um forvitni, enda standast þau enga skoðun og auðveldast að þagga bara niður í spurningum, boða þrælslund. En hvaða frægu Grikkir fornaldar, hvaða Rómverjar, hvaða Endurreisnarskáld, hrósuðu forvitni og töldu hana til dyggða en ekki lasta? Ég er eiginlega bara gáttaður á að kunna engar tímalausar tilvitnanir um ágæti þess að vera forvitinn.

Separator

Heyser Tartar Tants

18.6.2019 kl. 01:12 - Sveinbjörn Þórðarson

Jæja, eftir mikla æfingu get ég loksins nokkurn veginn spilað heilan klezmer tartaradans í gegn á píanó. Þetta lag löngu dauðra austur-evrópskra gyðinga hefur bergmálað í hausnum á mér í margar vikur. Hér er eigin útfærsla og túlkun eftir eyra á upprunalega klarinett/fiðluverkinu sem ég heyrði fyrst í flutningi Naftule Brandwein. Það var alveg djöfullega snúið að ná upptökunni án alvarlegra feilspora á fölsku litlu píanettunni minni.


Separator

Sorparar

8.6.2019 kl. 14:51 - Sveinbjörn Þórðarson

Íslenska orðið „ruslakarl” er eiginlega ekki nógu gott. Er ég beið fyrir utan Ellingsen datt mér svolítið í hug. Það eru þorp og þorparar. Hví ekki sorp og sorparar?

Separator

Eldri færslur ↠