Sveinbjörn Þórðarson Quill

Blog[g]

RSS

Surfing across the pale parabola of joy, spewing and venting into the bottomless pit of /dev/null.


Cats eating shrimp

1.3.2024 kl. 17:25 - Sveinbjörn Þórðarson

Alexander, Plato and Frida.

cats eating shrimp
Separator

Fritzl og kattaumsjón

17.1.2024 kl. 23:31 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég er að halda forvitnu og ævintýrasömu læðunni Fríðu innan dyra þar til ég fæ GPS á ólina hennar og ven hana almennilega á hverfið. Henni finnst *ekki* gaman að vera lokuð inni allan daginn og kvartar sáran undan prísundinni. Hefur þegar horfið á brott tvisvar með því að smeygja sér út, og skilast síðan í gegnum samfélagsmiðla. Rétt í þessu var ég að reyna að hugga hana (og, satt að segja, mestmegnis sjálfan mig) með því að útskýra af hverju ég þyrfti að halda henni inni, og ég hljómaði alveg eins og einhver Fritzl-týpa, eftir á að hyggja:

"Það er hættulegt úti fyrir þig eins og stendur."
"Þú ert örugg og hlý hérna, og færð nóg að borða."
"Ég vil að þú sért örugg, þess vegna held ég þér svona inni."
"Ertu ekki ánægð að það sé passað vel upp á þig?"
"Hver gætir þess að þú komist ekki í ógöngur?"
"Þú færð frelsi þegar ég get fylgst með öllum þínum ferðum í símanum mínum."

Úff, hún starir bara á mig pirruð. Hver ert þú að loka MIG inni? Þessi leikur er alveg fáránlega erfiður.

frida pirrud
Separator

What a great scene

15.1.2024 kl. 20:48 - Sveinbjörn Þórðarson

Smiley meets Karla in India in the wonderful 1979 adaptation of Tinker, Tailor, Soldier, Spy. Such a great scene, featuring, as it does, these two titans of Anglo cinema.

Separator

Fyrsta útgáfa íslenskrar nútímamálsorðabókar

13.11.2023 kl. 23:07 - Sveinbjörn Þórðarson

Maður fagnar að sjálfsögðu fyrstu útgáfu íslenskrar nútímamálsorðabókar, sem áhugamaður um orðabækur og íslenska tungu. Það er víst einnig íslensk-ensk orðabók í vinnslu hjá Árnastofnun sem byggir á nútímamálsorðabókinni. Það eru mjög góðar fréttir!

Separator

Register of crimes, follies, and misfortunes

1.11.2023 kl. 20:24 - Sveinbjörn Þórðarson

Var að demba mér í að læra allt um Íran-Írakstríðið (1980-1988), eitt af mannskæðustu og hræðilegustu átökum síðari hluta 20. aldar. Efnavopn und alles. Ungir drengir notaðir til að hreinsa jarðsprengjubelti. Úff. Maður hugsar til Gibbons: "History is indeed little more than the register of the crimes, follies, and misfortunes of mankind."

Separator

Leo RIP

20.8.2023 kl. 20:12 - Sveinbjörn Þórðarson

Þetta er Leó. Fann hann í gær látinn hjá leikskólanum við Seljaveg. Hann var mikill vinur minn og tíður gestur. Hans verður saknað.

leo
Separator

Oppenheimer

30.7.2023 kl. 23:03 - Sveinbjörn Þórðarson

Sá Oppenheimer í kvöld. Hún var gölluð, en samt sem áður mjög góð á margan hátt og vel þess virði að sjá á hvíta tjaldinu. Maður er bara þakklátur að einhver sé að gera metnaðarfullar, vel leiknar kvikmyndir um mikilvæg söguleg og heimspekileg málefni, en ekki enn eina ofurhetjumyndina.

Separator

Norðvegur

20.6.2023 kl. 20:57 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég er sennilega ekki einn um að finnast það frekar leiðinlegt að „Norðveg(u)r“ sé orðið „Noregur“ á nútímaíslensku. Eitthvað hálfmetnaðarlaust og danskt við þessa þróun alla, þótt úrfellingin sé vissulega skiljanleg út frá framburði. Hefðum alveg mátt halda í forna ritháttinn, ef þá bara af fagurfræðilegum ástæðum. Nógu mikil hefur íhaldssemin verið.

Separator

Ávarp snjallkonunnar

18.6.2023 kl. 18:00 - Sveinbjörn Þórðarson

Frábært ljóð og að mínu skapi, þótt ég vinni m.a. við að þróa e-s konar íslenska „snjallkonu“.

ÁVARP SNJALLKONUNNAR

Þú ert númer fjórtán í röðinni
og því ekkert annað að gera en að
setja vöruna á pokasvæðið.
Við minnum á að allar upplýsingar
er hægt að nálgast á heimasíðu.
Ýttu á einn fyrir tvo, ýttu á tvo fyrir þrjá
en ef ekkert er valið verður þér ýtt út.
Ávarpið gæti verið hljóðritað.

-- Guðmundur S. Brynjólfsson

Separator

Automaton my ass

11.6.2023 kl. 23:38 - Sveinbjörn Þórðarson

René Descartes vildi meina að dýr væru óhugsandi kjötbrúður, automaton. Aðeins menn hefðu meðvitund og sálir. Ömurleg pæling, en líka mjög óempírísk, meira að segja fyrir hans tíma. Hann, málaliði í 30 ára stríðinu, var greinilega ekki kattamaður. Enginn sem hefur sinnt ketti og kynnst vel efast í eina sekúndu um að þetta séu mjög næmar, gáfaðar, þenkjandi, skapmiklar og tilfinningasamar skepnur sem fylgjast gríðarlega vel með heiminum í kringum sig og skilja hann ekkert síður en margar manneskjur.

snaeldi
Separator

Gervigreind

22.4.2023 kl. 13:52 - Sveinbjörn Þórðarson

Fyrir löngu síðan, þegar ég var unglingur í MR að kenna sjálfum mér forritun og hugbúnaðarhönnun, ætlaði ég að fara í MIT eða Carnegie-Mellon og læra gervigreindarfræði. Virkaði eins og næsta lógíska skref í tækniþróun mannlegrar siðmenningar. Í staðinn varði ég níu árum í að læra hugvísindi í háskóla -- fyrst og fremst heimspeki og sagnfræði.

Nú er ég orðinn miðaldra og er að vinna með nýjustu gervigreindartækni. Full circle, menntaskóladraumurinn orðinn að veruleika. Að því sögðu, þá er mér fyllilega ljóst að þetta á eftir að umbylta samfélagi okkar á ófyrirsjáanlegan hátt -- ekki nauðsynlega til hins betra -- og stórlega auka vald tæknirisanna. Og stjórnmálamennirnir, þeir munu ekkert vita hvað á að gera. Svo mikið er ljóst.

Separator

Stjórnendastéttin skrapar botninn

28.3.2023 kl. 11:09 - Sveinbjörn Þórðarson

Það mætti svosem ýmislegt betur fara í æðri menntun á Íslandi, en frekar fyndið að heyra svona lagað frá Áslaugu Örnu, af öllu fólki. Helsti vandinn við háskólakerfi okkar er nefnilega einmitt að það framleiðir allt of mikið af fólki eins og henni, lög-"fræðingum" sem ekkert vita né skilja. Enda er lögfræði eins og hún er kennd á Íslandi ekki alvöru nám: engin lögspeki, engin fræði, bara lagatækninám sem þjálfar fólk í að hugsa vandlega innan kassans svo það geti komið sér fyrir í þægilegri, vel launaðri, mestmegnis gagnslausri innivinnu. Það er stjórnendastéttin okkar sem skrapar botninn.

Separator

Eldri færslur ↠