Rýnt í nýja stjórnarsáttmálann

10.1.2017 kl. 17:27 - Sveinbjörn Þórðarson

Yours truly rýnir í nýja stjórnarsáttmálann:

1. „Treysta þarf samkeppnishæfni Íslands”

Lesist: Lækkum skatta á fyrirtæki!

2. „Ríkisstjórnin mun setja heilbrigðismál í forgang”

Lygi til að friðþægja pöpulinn.

3. „Fjölbreytni í atvinnulífinu verður aukin með fjárfestingu”

Lesist: Fyrirtæki í eigu fjölskyldu Bjarna fá niðurgreiðslur frá ríkinu, líkt og á síðasta kjörtímabili.

4. „Hagsæld landsmanna og þróun þekkingarsamfélags byggist á öflugu menntakerfi sem býður fjölbreyttar námsleiðir og styður við atvinnulífið.”

".....menntakerfi ... styður við atvinnulífið." Gone and fixed that for you.

5. „Ríkisstjórnin styður við víðtæka sátt á vinnumarkaði, ábyrgð í ríkisfjármálum og stöðugleika í gengis- og peningamálum”

Lesist: Lög á verkföll vinnandi stétta, engir skattar á ríka fólkið, félagsþjónusturnar sveltar. Áfram tveir gjaldmiðlar, einn fyrir plebbana og annar fyrir auðmenn og lánveitendur.

6. „Unnið verður að því að byggja upp traust á grunnstoðum samfélagsins, meðal annars Alþingi og dómstólum”

Hahaha! Góð byrjun með þessari skýrslu! Þessu var einnig lofað í síðasta stjórnarsáttmála Bjarna. Gekk frábærlega.

7. „Mótuð verður heilbrigðisstefna sem samhæfir og treystir heilbrigðisþjónustuna”

Ókei, ekkert minnst á "fjölbreytt rekstrarform" þannig að það verður kannski ekki mikil einkavæðing í þetta sinn. En hver veit?

8. „Lífeyrisaldur hækki í áföngum”

Er rétt að kalla það þjófnað þegar maður er píndur með lögum til þess að borga meira fyrir minna, afturvirkt, án þess að fá neitt um það sagt? [En öllum lífeyrissparnaði landsmanna verður hvort sem er stolið eða sólundað, þannig að þetta skiptir svosem litlu máli].

9. „Styðja skal háskólana í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni”

Alltaf auðvelt að lofa gulli og grænum skógum í menntamálum og gera síðan ekkert í því. Það hafa allar ríkisstjórnir gert síðan ég man eftir mér.

10. „Tryggja þarf jafnræði nemenda og valfrelsi með því meðal annars að styrkja fjölbreytt rekstrarform”

Lesist: Einkavæðum draslið! Gengur ekki að Þorgerður Katrín þurfi að senda börnin sín í sama skóla og plebbarnir.

11. „Endurskoða þarf löggjöf í samræmi við þróun í tækni og tækjabúnaði til afritunar og dreifingar höfundaréttarvarins efnis.”

Lesist: Látum Jakob Frímann og vini hans í STEF um að skrifa lögin.

12. „Íslenska málsvæðið er lítið og stuðningur því nauðsynlegur. Máltækniverkefni verði haldið áfram í samstarfi við fræðasamfélagið og atvinnulífið”

Lesist: Atvinnulífið! Atvinnulífið! Atvinnulífið þarf styrki! Árnastofnun má fokka sér.

13. „Mikilvægt er að styðja vel við bakið á íslensku afreksíþróttafólki.”

Lesist: Setjum peninga í fótbolta. Það er svo skemmtilegt! Öllum finnst fótbolti svo skemmtilegur! Sannarlega forgangsatriði!

14. „Unnið skal að uppbyggingu löggæslu”

Lesist: Sígríður Björk og sjallaklíkan í löggunni verðskulda launahækkanir og auknar valdheimildir.

15. „Með aðhaldi í ríkisrekstri, sölu eigna sem komust í eigu ríkissjóðs í kjölfar bankahrunsins og niðurgreiðslu ríkisskulda verður áfram stutt við sterka stöðu í ríkisfjármálum”

Lesist: Skattalækkanir á þá ríkustu, einkavinavæðing bankanna.

16. „Stofna skal stöðugleikasjóð sem haldi utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs”

Norðmenn geta þetta, vissulega. En verum ekki barnaleg, svona lagað er varla hægt á Íslandi eins og staðan er í dag.

Lesist: Helbláir, vatnsgreiddir jakkafatakarlar sem allt eiga og mega fá að ráðskast með opinbert fé og fjárfesta í fyrirtækjum sjallavina sinna.

17. „Stöðugleiki á vinnumarkaði er mikilvæg forsenda jafnvægis og vaxtar í efnahagslífi”

Lesist: Lög á verkföll. Engar alvöru launahækkanir fyrir plebbana.

18. „Markvisst verður unnið gegn skattundanskotum, þar með talið í skattaskjólum”

Hahahahaha! Já, einmitt. Hver betri til að leiða slíka sókn en Bjarni Benediktsson og aflandsvinir hans í Sjálfstæðisflokknum?

19. „Auka alþjóðlega samkeppnishæfni fyrirtækja”

Lesist: Við ætlum að lækka skatta á fyrirtækin, þótt slíkir skattar á Íslandi séu þegar vel fyrir neðan OECD meðaltal.

20. „Til langs tíma litið er ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkum”

Lesist: Okkur klæjar hreinlega í puttana að gefa þá vinum okkar. Gekk svo vel síðast, nefnilega.

21. „Núgildandi fiskveiðistjórnarkerfi hefur skilað miklum þjóðhagslegum ávinningi”

Lesist: Kvótakerfið rúlar!

22. „Áfram skal lögð áhersla á framleiðslu heilnæmra, innlendra afurða í umhverfisvænum og samkeppnishæfum landbúnaði”

Bíddu, voru þessir jólasveinar að minnast á samkeppnihæfni, umhverfisvernd og íslenskan landbúnað í sömu setningunni? Hahaha. Tell me another one.

23. „samhæfðri stýringu ferðamála”

Var það ekki reynt á síðasta kjörtímabili með glæsilegum árangri, í formi Stjórnstöðvar ferðamála? Reddaði atvinnulausum Sjalla þægilegu innidjobbi til skamms tima, ef ég man rétt.

24. „Eigendastefna verður gerð fyrir Landsvirkjun”

Lesist: Þarf að finna nýja eigendur fyrir Landsvirkjun. Hverjir ætli þeir verði?

25. „aukinn kraftur lagður í uppbyggingu í samgöngumálum á öllum sviðum”

Lesist: Jarðgöng í Sjallakjördæmum.

26. „Ríkisstjórnin leggur áherslu á markvissar aðgerðir til að treysta byggð í landinu”

Lesist: Verðlaunum landsbyggðaratkvæðin með niðurgreiðslum til valdra, blárra hópa úti á landi.

27. „Áfram verður lögð áhersla á viðskiptafrelsi og alþjóðlega samvinnu á sviði öryggis- og þróunarmála.”

Lesist: Undirritum hugsunarlaust alla TTIP-style samninga sem Kanarnir bjóða okkur. Höldum áfram að styðja stríðsrekstur BNA.

28. „Sérstakan gaum þarf að gefa mögulegri úrsögn Bretlands úr sambandinu.”

Lesist: Fyrirmynd okkar Sjálfstæðismanna, Bretland, er búið að segja sig úr ESB. Nanananana! The Vulture is now lurking less.

29. „...greiða skuli atkvæði um [ESB-]málið og leiða það til lykta á Alþingi undir lok kjörtímabilsins.”

Lesist: Við höfum fjögur ár til þess að gera þetta að "pólitískum ómöguleika". Hahaha, suckers!

30. „[Varðandi stjórnarskrá], þingmannanefnd ... mun starfa með færustu sérfræðingum”

Lesist: Almenningur og stjórnárskráin nýja geta bara hoppað upp í rassgatið á sér. Við eigum þetta og megum.

Separator