Íslenskumetnaður hjá EasyJet

13.12.2017 kl. 16:40 - Sveinbjörn Þórðarson

Í gær flaug ég í fyrsta sinn til Íslands með erlendu flugfélagi, EasyJet. Það var svosem ágætis upplifun, eins langt og það nær, en eitt vakti þó sérlega mikla kátínu hjá mér: Tilkynningar um borð í vélinni voru þuldar á íslensku jafnt sem ensku þrátt fyrir að við Drífa værum bersýnilega einu Íslendingarnir um borð. Þulurinn var samt greinilega ekki Íslendingur og við veltum því fyrir okkur hvaðan hreimurinn kæmi. Að lokum ályktuðum við að þarna væri sennilega Norðmaður á ferð, enda skoplegur sing-song hrynjandi í þessu. En getur þetta verið talgervill? Ef svo, þá er hann furðugóður!

EasyJet fær klárlega prik fyrir metnað. Þeir reyna, sem er meira en hægt er að segja um Wow Air, sem hefur gefist upp á íslenskunni. Enda ekki nógu hipp og kúl tungumál fyrir svona svakalega hipp og kúl flugfélag.

Separator