Nýjasta illvirkið

26.9.2017 kl. 18:02 - Sveinbjörn Þórðarson

Í fyrra skrifaði ég á Feisbúkk að jafnvel þótt myndband færi á netið þar sem æðstu ráðamenn Sjálfstæðisflokksins sæjust murka lífið úr litlum sætum kettlingum færi fylgið ekki undir 25%. Þessi fjórðungur landsmanna kaus íhaldið síðast þrátt fyrir allt sem á undan hafði gengið, þrátt fyrir lygarnar, sérhagsmunagæsluna, spillinguna, vanhæfnina, siðleysið og mannvonskuna. Þessi fjórðungur mun gera það aftur. Að breiða verndarvæng yfir barnaníðing er bara nýjasta illvirkið og gleymist fljótt. Allir litlu flokkarnir eru skítblankir en íhaldið er með aðgang að djúpum vösum atvinnulífsins. Nokkrar auglýsingar með fölskum loforðum um að leyfa Uber, setja áfengið í verslanir og lækka skatta, og voila! Beint aftur í stjórn eftir næstu kosningar.

Separator