Setið á flautunni

7.3.2017 kl. 17:18 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég hef aldrei búið í landi þar sem fólk flautar svona mikið í umferðinni. Margir Frakkar sitja hreinlega á flautunni þegar þeir festast í umferðarteppu.

Maður horfir á þetta, lítur upp langa og þéttskipaða götuna, og veltir því síðan fyrir sér hvað bílstjórarnir vonast til að afkasta með öllum þessum látum. Vellur hreinlega upp úr þeim gremjan yfir töfum og stressi stórborgarlífsins? Skortir þetta rómanska fólk kannski alfarið lútersku skömmina sem lætur módern Svíann kyngja reiðinni og tauta með sjálfum sér í stað þess að flauta? Eða eru þetta eins konar kollektíf mótmæli gegn ríkjandi ástandi? Bílstjórar að segja: "Hér erum við. Við erum til, við viljum að allir viti það, og við erum öskureiðir yfir þessari umferðarteppu!"

Separator