Greiðslukerfið sem pólitískt vopn

22.6.2017 kl. 19:46 - Sveinbjörn Þórðarson

Það er eflaust blautur draumur Benedikts og ættmenna hans að útrýma reiðufé og rukka landsmenn 50 kall per færslu. En eins ógeðslegt og þetta Borgunarmál er allt saman, þá eru hugmyndir um að útrýma reiðufé stórhættulegar og af hinu illa, faktískt hoppandi ruglaðar.

Í hagkerfum með reiðufé er vald ríkisins til þess að stjórna aðgangi borgara að greiðslukerfinu verulega takmarkað. Svo lengi sem menn búa yfir reiðufé geta þeir keypt vörur og þjónustur, hvort sem ríkinu og öðrum líkar betur eða verr. En ef allar færslur verða rafrænar mun ríkið (og jafnvel einkaaðilar) skyndilega geta útilokað fólk úr hagkerfinu með því að neita því um greiðsluþjónustu. Og þannig valdbeiting hefur þegar átt sér stað. Við sáum til dæmis hvað var gert við Wikileaks á sínum tíma.

Að útrýma reiðufé breytir greiðslukerfinu í pólitískt vopn og minnkar sjálfstæði einstaklingsins andspænis ríkisvaldinu. Allir ættu að vera á móti því.

Separator