Framtíðin er núna

19.3.2017 kl. 22:25 - Sveinbjörn Þórðarson

Við lifum í cyberpunk dystópíunni sem var fantasía í hlutverkaspilum þegar ég var krakki. Þar sem fljúgandi róbotar eru sendir til þess að drepa fólk. Þar sem lífverum er genabreytt af alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Þar sem risastór upplýsinganet eru orðin grundvöllur hagkerfisins og stjórna samskiptum okkar. Þar sem vafasöm manipulation á téðum upplýsinganetum ræður útkomu kosninga. Þar sem rafræn greiðslukerfi og öryggismyndavélar tengdar inn í risastóra facial recognition gagnagrunna fylgjast með öllu. Þar sem bílarnir eru farnir að keyra sig sjálfir, og gervigreindir sigra Go meistara og krabbameinssérfræðinga. Framtíðin er núna.

Separator