Fjórða valdið að standa sig í stykkinu

4.4.2017 kl. 11:32 - Sveinbjörn Þórðarson

Svakaleg fréttamennska.

Það virðist allt mega á Íslandi: Svindla, stela og svíkja undan skatti, gefa vinum sínum banka, ljúga, misnota opinbert fé, níðast á flóttamönnum og skera félagsþjónusturnar niður að beini, en að hugsa sér, að hugsa sér, að þingmaður skuli leggjast svo lágt að búa enn í stúdentahúsnæði, en ekki í villu í Garðabænum, nokkrum mánuðum eftir að hann settist á þing! Skandall!

Gott að sjá fjórða valdið standa sig í stykkinu.

Separator