Þeim er skítsama um þig og þína

28.4.2017 kl. 11:51 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég var rétt í þessu að ferðast tíu ár aftur í tímann í huganum og minnast þess hvernig ég hugsaði um stjórnmál árið 2006. Djöfull var maður barnalegur þá, hélt að ágreiningurinn við Sjálfstæðismenn og hægrið væri fyrst og fremst tæknilegur, að allir meintu vel en deildu fyrst og fremst um aðferðir til þess að ná sameiginlegum markmiðum. Það er löngu orðið ljóst fyrir mér að þetta er alls ekki raunin.

Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð, SFS (áður LÍÚ) og kjölturakkar þeirra í Sjálfstæðisflokknum: Þessu fólki er skítsama um þig og skítsama um "okkur", enda er ekkert til í þeirra huga sem heitir "við" – bara "ég, ég, ég" og svo auðurinn sem þeir safna sér á Jómfrúareyjum. Þetta fólk er keyrt áfram af gegndarlausri græðgi, mannfyrirlitningu og andleysi, og hefur nákvæmlega engan áhuga á að bæta íslenskt samfélag á nokkurn hátt fyrir þá sem þar búa.

Separator