Biskup kemur sterkur inn á 21. öld

23.10.2017 kl. 11:30 - Sveinbjörn Þórðarson

Þetta er hárrétt hjá Agnesi biskup.

Áttunda boðorðið er eins og sérsniðið að Glitnislekanum. Blaðamenn Stundarinnar hefðu gott af smá sunnudagsskóla. Þar myndu þeir læra að maður skal ekki girnast hús náunga síns, eða konu hans, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né leyniskjöl um bankagjörninga hans, né nokkuð það, sem náungi manns á. Eins og venjulega á biblían skýrt erindi við 21. öldina, í þessu máli eins og öðrum.

Separator