Þróunarleg velgengni katta

12.3.2017 kl. 12:42 - Sveinbjörn Þórðarson

Kattadýrin eru með gáfuðustu, fegurstu og skemmtilegustu skepnum jarðar. Sambúð þeirra við mennina hófst fyrir u.þ.b. tíu þúsund árum og í heildina séð hefur þetta verið mjög góður díll fyrir báða aðila. Fluttu væntanlega inn með tilkomu landbúnaðar, þegar nagdýrin fóru að leita í uppskeruna. Nú fá þeir fyrst og fremst mat í skiptum fyrir að vera sætir vinir okkar.

Já, þetta gengur bara þokkalega hjá þeim, frá þróunarfræðilegu sjónarmiði. Góð strategía að hengja sig á manninn. Vissulega eru stóru kettirnir að hverfa, þar sem þeir geta ógnað alpha-rándýrinu homo sapiens. En á móti kemur að það eru um 600 milljón felis catus í heiminum í dag. Það er mikið af köttum, og þeir eru ekkert að fara að hverfa nema við mennirnir gerum eitthvað mjög heimskulegt með genatækni eða kjarnorkusprengjum á komandi öldum.

manul
Separator