Sendum þá til Norður-Englands

18.1.2017 kl. 20:21 - Sveinbjörn Þórðarson

Fyrir mörgum árum, á pólitísku spjallborði í myrkustu kimum internetsins, rakst ég á þá skemmtilegu tillögu að safna hreinlega saman öllum kexrugluðu frjálshyggjumönnunum og skjóta þeim út í geim. Þá gætu þeir látið reyna á sína dystópísku fantasíu á annari plánetu á meðan við hin reynum að reka siðuð samfélög hér á jörðinni.

Að sama skapi væri ekki svo vitlaust að senda alla þessa íslensku Sjálfstæðismenn til Norður-Englands í nokkur ár svo þeir láti af þessu absúrd Thatcher-blæti. Fátt ber betur vitni um siðferðislegt gjaldþrot nýfrjálshyggjunnar en ömurleiki og dysfúnksjón bresks samfélags.

Separator