Results for 2023

Stjórnendastéttin skrapar botninn

28.3.2023 kl. 11:09 - Sveinbjörn Þórðarson

Það mætti svosem ýmislegt betur fara í æðri menntun á Íslandi, en frekar fyndið að heyra svona lagað frá Áslaugu Örnu, af öllu fólki. Helsti vandinn við háskólakerfi okkar er nefnilega einmitt að það framleiðir allt of mikið af fólki eins og henni, lög-"fræðingum" sem ekkert vita né skilja. Enda er lögfræði eins og hún er kennd á Íslandi ekki alvöru nám: engin lögspeki, engin fræði, bara lagatækninám sem þjálfar fólk í að hugsa vandlega innan kassans svo það geti komið sér fyrir í þægilegri, vel launaðri, mestmegnis gagnslausri innivinnu. Það er stjórnendastéttin okkar sem skrapar botninn.

Separator

Sögukennsla á undanhaldi

6.3.2023 kl. 23:01 - Sveinbjörn Þórðarson

Hún Súsanna Margrét kenndi mér sögu í MR og var iðulega í miklu uppáhaldi, enda stórskemmtileg og eldklár. Sem langskólagenginn sagnfræðingur er hryggjandi að heyra nú frá henni að sögukennsla sé á undanhaldi í menntakerfinu. Því miður er víst sömu sögu að segja á öðrum Vesturlöndum. Okkar yfirborðskenndi, grunnristandi, ofvirki samfélagsmiðlakúltúr fær fólk til þess að gefa skít í fortíðina og hugsa sífellt bara um núið í leit að næsta "dopamine hit". Eitthvað (kannski sagnfræðimenntunin?) segir mér að við munum borga hátt verð fyrir þá þróun.

history repeat
Separator

Leiðrétting með tauganetum

17.2.2023 kl. 04:43 - Sveinbjörn Þórðarson

Vil vekja athygli á vefnum ai.yfirlestur.is, þar sem má sjá sýnishorn af nýja málrýnitauganetinu sem við erum að þróa hjá Miðeind. Glettilega gott í að laga vondan íslenskan texta og mun bara verða betra.

Sjálfvirk leiðrétting á texta með tauganeti Miðeindar
Separator

Katherine Whalen is a phenomenal jazz singer

14.1.2023 kl. 21:51 - Sveinbjörn Þórðarson

Katherine Whalen is a phenomenal jazz singer.

Separator

Nafnlaus hægrilágkúra Viðskiptablaðsins

6.1.2023 kl. 16:11 - Sveinbjörn Þórðarson

Það er engin tilviljun að leiðaraskrif frjálshyggjubarna Viðskiptablaðsins birtast aldrei undir nafni, svo bjánaleg eru þau:

...útgjöld hér á landi til heilbrigðismála eru næst hæst miðað við önnur Norðurlönd. Hlutfallið er 9,5% hér á landi en 9,7% í Noregi sem trónir í efsta sætinu í samanburðinum.

Herra Nafnlaus (því þetta er pottþétt vanmenntaður og hrokafullur karl með sjittí MBA gráðu) gefur svo í skyn að þarna sé vonda, vanhæfa ríkið hreinlega að sóa peningum í tóma steypu (lesist: einkavæðum batteríið). Aukið fjármagn sótt frá útgerðarkóngunum væri bara "throwing good money after bad." Honum dettur ekki einu sinni í hug að bæði Ísland og Noregur (og þá sérstaklega Ísland) eru fámennar þjóðir sem búa á mjög stóru og dreifbýlu landsvæði miðað við mannfjölda. Það er leikmönnum ljóst að rekstrarskilyrði heilbrigðiskerfis hér á landi verða aldrei jafnhagstæð og í þéttbýlli og fjölmennari löndum. Að sama skapi er ljóst að við erum gríðarlega auðugt samfélag og höfum vel efni á að reka gott kerfi þrátt fyrir það.

Í raun má umorða þennan leiðara (eins og svo marga frá VB) sem: "Ekki skattleggja vini mína og flokksbræður. Einkavæðum draslið."

Æi... ég veit ekki einu sinni af hverju ég var að hafa fyrir því að gera athugasemd við svona fyrirsjáanlega hægri-lágkúru. En eitt er víst: Ég treysti "hagfræðideild leiklistarsviðs LHÍ" talsvert betur í þessum málum heldur en herra Nafnlausum og skoðanabræðrum hans.

Separator