Hún Súsanna Margrét kenndi mér sögu í MR og var iðulega í miklu uppáhaldi, enda stórskemmtileg og eldklár. Sem langskólagenginn sagnfræðingur er hryggjandi að heyra nú frá henni að sögukennsla sé á undanhaldi í menntakerfinu. Því miður er víst sömu sögu að segja á öðrum Vesturlöndum. Okkar yfirborðskenndi, grunnristandi, ofvirki samfélagsmiðlakúltúr fær fólk til þess að gefa skít í fortíðina og hugsa sífellt bara um núið í leit að næsta "dopamine hit". Eitthvað (kannski sagnfræðimenntunin?) segir mér að við munum gjalda fyrir þá þróun.