Ávarp snjallkonunnar

18.6.2023 kl. 18:00 - Sveinbjörn Þórðarson

Frábært ljóð og að mínu skapi, þótt ég vinni m.a. við að þróa e-s konar íslenska „snjallkonu“.

ÁVARP SNJALLKONUNNAR

Þú ert númer fjórtán í röðinni
og því ekkert annað að gera en að
setja vöruna á pokasvæðið.
Við minnum á að allar upplýsingar
er hægt að nálgast á heimasíðu.
Ýttu á einn fyrir tvo, ýttu á tvo fyrir þrjá
en ef ekkert er valið verður þér ýtt út.
Ávarpið gæti verið hljóðritað.

-- Guðmundur S. Brynjólfsson

Separator