Gervigreind

22.4.2023 kl. 13:52 - Sveinbjörn Þórðarson

Fyrir löngu síðan, þegar ég var unglingur í MR að kenna sjálfum mér forritun og hugbúnaðarhönnun, ætlaði ég að fara í MIT eða Carnegie-Mellon og læra gervigreindarfræði. Virkaði eins og næsta lógíska skref í tækniþróun mannlegrar siðmenningar. Í staðinn varði ég níu árum í að læra hugvísindi í háskóla -- fyrst og fremst heimspeki og sagnfræði.

Nú er ég orðinn miðaldra og er að vinna með nýjustu gervigreindartækni. Full circle, menntaskóladraumurinn orðinn að veruleika. Að því sögðu, þá er mér fyllilega ljóst að þetta á eftir að umbylta samfélagi okkar á ófyrirsjáanlegan hátt -- ekki nauðsynlega til hins betra -- og stórlega auka vald tæknirisanna. Og stjórnmálamennirnir, þeir munu ekkert vita hvað á að gera. Svo mikið er ljóst.

Separator