Automaton my ass

11.6.2023 kl. 23:38 - Sveinbjörn Þórðarson

René Descartes vildi meina að dýr væru óhugsandi kjötbrúður, automaton. Aðeins menn hefðu meðvitund og sálir. Ömurleg pæling, en líka mjög óempírísk, meira að segja fyrir hans tíma. Hann, málaliði í 30 ára stríðinu, var greinilega ekki kattamaður. Enginn sem hefur sinnt ketti og kynnst vel efast í eina sekúndu um að þetta séu mjög næmar, gáfaðar, þenkjandi, skapmiklar og tilfinningasamar skepnur sem fylgjast gríðarlega vel með heiminum í kringum sig og skilja hann ekkert síður en margar manneskjur.

snaeldi
Separator