Nafnlaus hægrilágkúra Viðskiptablaðsins

6.1.2023 kl. 16:11 - Sveinbjörn Þórðarson

Það er engin tilviljun að leiðaraskrif frjálshyggjubarna Viðskiptablaðsins birtast aldrei undir nafni, svo bjánaleg eru þau:

...útgjöld hér á landi til heilbrigðismála eru næst hæst miðað við önnur Norðurlönd. Hlutfallið er 9,5% hér á landi en 9,7% í Noregi sem trónir í efsta sætinu í samanburðinum.

Herra Nafnlaus (því þetta er pottþétt vanmenntaður og hrokafullur karl með sjittí MBA gráðu) gefur svo í skyn að þarna sé vonda, vanhæfa ríkið hreinlega að sóa peningum í tóma steypu (lesist: einkavæðum batteríið). Aukið fjármagn sótt frá útgerðarkóngunum væri bara "throwing good money after bad." Honum dettur ekki einu sinni í hug að bæði Ísland og Noregur (og þá sérstaklega Ísland) eru fámennar þjóðir sem búa á mjög stóru og dreifbýlu landsvæði miðað við mannfjölda. Það er leikmönnum ljóst að rekstrarskilyrði heilbrigðiskerfis hér á landi verða aldrei jafnhagstæð og í þéttbýlli og fjölmennari löndum. Að sama skapi er ljóst að við erum gríðarlega auðugt samfélag og höfum vel efni á að reka gott kerfi þrátt fyrir það.

Í raun má umorða þennan leiðara (eins og svo marga frá VB) sem: "Ekki skattleggja vini mína og flokksbræður. Einkavæðum draslið."

Æi... ég veit ekki einu sinni af hverju ég var að hafa fyrir því að gera athugasemd við svona fyrirsjáanlega hægri-lágkúru. En eitt er víst: Ég treysti "hagfræðideild leiklistarsviðs LHÍ" talsvert betur í þessum málum heldur en herra Nafnlausum og skoðanabræðrum hans.

Separator