Results for 2022

Time and chance happeneth to them all

16.12.2022 kl. 22:47 - Sveinbjörn Þórðarson

Fyrr í dag varð mér aftur hugsað til frábæru ritgerðar Orwells, "Politics and the English Language." Þar vitnar hann í glæsilega línu úr King James biblíunni frá 17. öld:

I returned, and saw under the sun, that the race is not to the swift, not the battle to the strong, neither yet bread to the wise, nor yet riches to men of understanding, nor yet favour to men of skill; but time and chance happeneth to them all.

Ótrúlega flott enska sem Orwell þýðir síðan yfir á hræðilegu "nútímaensku" síns tíma:

Objective consideration of contemporary phenomena compels the conclusion that success or failure in competitive activities exhibits no tendency to be commensurate with innate capacity, but that a considerable element of the unpredictable must invariably be taken into account.

Nákvæmlega sama þróun er því miður mjög sjáanleg í opinberri íslensku okkar daga.

Separator

Grein um Emblu í Tölvumálum

5.12.2022 kl. 19:06 - Sveinbjörn Þórðarson

Það var að birtast stutt grein frá mér um Emblu og íslenska máltækni í nýjasta eintaki Tölvumála, elsta tölvutímariti Íslands.

PDF-hlekkur

embla tolvumal
Separator

Dixieland Blues in the 21st Century

30.11.2022 kl. 22:30 - Sveinbjörn Þórðarson

This is absolutely phenomenal music.

Separator

Kettir og kapítalismi

15.11.2022 kl. 22:42 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég er með tvo nágrannaketti sem koma reglulega í heimsókn. Annar er stór og sjálfumglaður svartur norskur skógarköttur og hinn er lítil, frek og ákveðin þrílita læða. Þau skjótast inn til mín, stundum sitt í hvoru lagi, en stundum saman, og þegar það gerist hef ég orðið var við eitt: Litla læðan stekkur iðulega upp á borð þar sem ég set matinn í krúsir og byrjar strax að háma í sig. En um leið og ég færi stóra svarta kettinum sína skál þá stekkur hún niður á gólf og situr um hann eins og hrægammur í von um að hann skilji e-ð eftir. Hún skilur að hún gæti komist í hans skál en að hann sé ólíklegur til að komast í hennar skál uppi á borði, klárlega að hugsa mjög strategískt um hvernig hún getur hámarkað matinn sem *hún* og *aðeins hún* fær. Minnir mig pinku á okkar sálarlausa kapítalistasamfélag, já, og svo bara mannkynið í heild sinni.

Separator

Platypus 5.4

3.9.2022 kl. 20:59 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég var að gefa út útgáfu 5.4 af gamla en sívinsæla hugbúnaði mínum Platypus. Þetta er fyrsta uppfærslan í nærri fjögur ár en samt 36. uppfærslan á hér um bil 20 ár tímabili. Platypus 1.0 sá dagsins ljós í maí 2003!

Jeminn hvað ég er orðinn gamall...

Separator

Recursion

1.8.2022 kl. 23:59 - Sveinbjörn Þórðarson
recursion
Separator

Irksome mistakes

28.7.2022 kl. 17:47 - Sveinbjörn Þórðarson

When browsing the US tech forums, I keep coming across the same irksome mistakes time and time again, and from otherwise eloquent and skilled English-language users. My pet peeves: Confusing the words "reign" (as in "the reign of Henry VIII") and "rein" (as in "give him a free rein", "he held the horse by the reins"); "principal" (adj., as in "his principal means of sustenance") vs. "principle" (n. as in "It's a matter of principle"); and most unforgivable of all: "nucular" instead of "nuclear". It's derived from "nucleus", fer chrissakes. This ain't rocket science, people!

Separator

Köngulær

10.6.2022 kl. 16:27 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég var að reykja út um eldhúsgluggann hjá mér rétt í þessu þegar móðir með unga dóttur sína gekk fram hjá og ég heyrði mömmuna segja: "Sko, það sem þú þarft að skilja er, að alveg eins og þú borðar seríós á morgnana, þá borða köngulær flugur."

Mér fannst þetta frekar fyndið. Það tekur sannarlega langan tíma að læra hvernig heimurinn virkar.

Separator

ensk.is

19.3.2022 kl. 23:04 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég er búinn að ritstýra og gefa út frjálsa, opna ensk-íslenska orðabók á vefnum ensk.is. Gjörið þið svo vel!

Í löngu máli: Ég skrifaði fyrst bloggpóst árið 2007 [!] um hve lélegt það væri að enga opna ensk-íslensk orðabók væri að finna á netinu. Ég bjóst við að það myndi lagast með tímanum, en fimmtán árum síðar, árið 2022, eru allar slíkar orðabækur enn lokaðar á bak við greiðslumúr eða í einkaeigu, öllum Íslendingum til mikils ama. Forlagið situr á þessu eins og ormur á gulli og heimtar rentu frá öllum sem þurfa að fletta upp enskum orðum. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar því svo gott sem allir Íslendingar, hvar sem þeir eru staddir í lífinu og hversu góðir sem þeir eru í ensku, þurfa á þessum upplýsingum að halda. Þetta eru hreinlega bráðnauðsynlegir tungumálainnviðir. Fyrir vikið ákvað ég að gera eitthvað í málinu. "If you want something done right, you gotta do it yerself," eins og sagt er.

Fyrst heimsótti ég Landsbókasafn og sannfærði fornbókadeildina um að ljóslesa (skanna) ensk-íslenzku orðabók Geirs T. Zoega, 3. útgáfu frá árinu 1932, sem er fallin úr höfundarétti. Síðan tók ég ljóslesnu myndirnar og mataði inn í Optical Character Recognition hugbúnað, og endaði með mjög skítugan, hráan texta. Að því loknu notaði ég margvíslegar sjálfvirkar tölvunarfræðilegar og handvirkar aðferðir til að hreinsa og laga textann, snéri forneskjulegu málfari og stafsetningu yfir á nútímaíslensku (sjer->sér, mentun->menntun, skifting->skipting, verzlun->verslun, o.s.frv.). Illskiljanlegar forneskjulegar skilgreiningar voru uppfærðar til þess að samræmast málnotkun samtímans og fjölmargar villur í stafsetningu og skilgreiningum í frumtextanum leiðréttar. Auk þess bætti ég við nokkrum orðaskilgreiningum sem sárlega vantaði. Það hefur tekið ótrúlega mikið af frítíma mínum undanfarið ár að ritstýra, bæta og fara yfir þessar 30 þúsund skilgreiningar, en nú er þetta loksins komið á frambærilegt snið og gagnast vonandi sem flestum.

Orðabókin er gefin út í almannaeign (e. public domain) og nýtur hvorki höfundar- né einkaleyfisverndar. Öllum er frjálst að sækja hana, afrita, breyta og endurbirta að vild. Kóðinn á bak við hraða, einfalda og skilvirka vefinn er opinn á GitHub undir BSD leyfi.

Separator

Fyrirlestur um Emblu við Háskóla Íslands

7.2.2022 kl. 18:29 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég flutti fyrirlestur um Emblu og íslenska máltækni í námskeiði við Háskóls Íslands síðasta haust þar sem ég fór í saumana á öllu sem ég hef verið að gera síðustu ár. Hann er nú kominn á YouTube.

Separator

Átján ár af Sloth

30.1.2022 kl. 19:47 - Sveinbjörn Þórðarson

Árið 2004 gaf ég fyrst út hugbúnaðinn Sloth 1.0 fyrir macOS. Á þeim tíma var ég að kenna sjálfum mér forritunarmálið Objective-C og þetta var eins konar hugarleikfimi, æfing í að smíða eitthvað gagnlegt, sýna UNIX innyfli Mac OS X í snyrtilegu grafísku viðmóti. Í dag, átján árum síðar, var ég rétt í þessu að senda útgáfu 3.2 út í heiminn, 26. uppfærslan á þessu langa tímabili.

Samkvæmt mínum gögnum er Sloth enn sótt mörg þúsund sinnum í mánuði og er notað reglulega af hátt í hundrað þúsund manns um allan heim. Á þessu stigi málsins er þetta mjög sjóaður og "battle-hardened" hugbúnaður, opinn, hraður, einfaldur, skilvirkur og svo gott sem laus við allar villur. Eitthvað sem ég er stoltur af að hafa smíðað. Fæ meira að segja enn stundum starfstilboð út af þessu.

Separator

Slopphelgi

29.1.2022 kl. 15:51 - Sveinbjörn Þórðarson

Um árið fann ég upp á nýju og gagnlegu íslensku orði: „slopphelgi“.

Orðið (og hugtakið þar að baki) er af svipuðum toga og landhelgi, friðhelgi o.s.frv. nema að það vísar til þess þegar maður vaknar á frídegi og ákveður að vera bara heima á sloppnum þann daginn í stað þess að stökkva í sturtu og klæða sig að vanda. Slopphelgi.

Svo þegar eitthvað kemur upp á og maður neyðist til þess að kasta af sér sloppnum, fara í föt og takast á við stóra heiminn fullklæddur, er hægt að tala um að „rjúfa slopphelgi“, að einhver eða eitthvað hafi „rofið slopphelgi“ manns. Þetta kemur því miður allt of oft fyrir mig í lífinu.

Separator