Slopphelgi

29.1.2022 kl. 15:51 - Sveinbjörn Þórðarson

Um árið fann ég upp á nýju og gagnlegu íslensku orði: „slopphelgi“.

Orðið (og hugtakið þar að baki) er af svipuðum toga og landhelgi, friðhelgi o.s.frv. nema að það vísar til þess þegar maður vaknar á frídegi og ákveður að vera bara heima á sloppnum þann daginn í stað þess að stökkva í sturtu og klæða sig að vanda. Slopphelgi.

Svo þegar eitthvað kemur upp á og maður neyðist til þess að kasta af sér sloppnum, fara í föt og takast á við stóra heiminn fullklæddur, er hægt að tala um að „rjúfa slopphelgi“, að einhver eða eitthvað hafi „rofið slopphelgi“ manns. Þetta kemur því miður allt of oft fyrir mig í lífinu.

Separator