Köngulær

10.6.2022 kl. 16:27 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég var að reykja út um eldhúsgluggann hjá mér rétt í þessu þegar móðir með unga dóttur sína gekk fram hjá og ég heyrði mömmuna segja: "Sko, það sem þú þarft að skilja er, að alveg eins og þú borðar seríós á morgnana, þá borða köngulær flugur."

Mér fannst þetta frekar fyndið. Það tekur sannarlega langan tíma að læra hvernig heimurinn virkar.

Separator