Átján ár af Sloth

30.1.2022 kl. 19:47 - Sveinbjörn Þórðarson

Árið 2004 gaf ég fyrst út hugbúnaðinn Sloth 1.0 fyrir macOS. Á þeim tíma var ég að kenna sjálfum mér forritunarmálið Objective-C og þetta var eins konar hugarleikfimi, æfing í að smíða eitthvað gagnlegt, sýna UNIX innyfli Mac OS X í snyrtilegu grafísku viðmóti. Í dag, átján árum síðar, var ég rétt í þessu að senda útgáfu 3.2 út í heiminn, 26. uppfærslan á þessu langa tímabili.

Samkvæmt mínum gögnum er Sloth enn sótt mörg þúsund sinnum í mánuði og er notað reglulega af hátt í hundrað þúsund manns um allan heim. Á þessu stigi málsins er þetta mjög sjóaður og "battle-hardened" hugbúnaður, opinn, hraður, einfaldur, skilvirkur og svo gott sem laus við allar villur. Eitthvað sem ég er stoltur af að hafa smíðað. Fæ meira að segja enn stundum starfstilboð út af þessu.

Separator