Results for 2016-12

Íslenska hægrið er alltaf að ljúga

22.12.2016 kl. 14:02 - Sveinbjörn Þórðarson

Íslenska hægrið er alltaf að ljúga.

Ljúga að allt fari í steik ef litla fólkið fær launahækkanir. VERÐBÓLGA! öskra þeir, þrátt fyrir að um þessar mundir sé verðbólgan með því lægsta sem hún hefur mælst á lýðveldistímanum.

Svo ljúga þeir að allt fari til fjandans ef skattar eru hækkaðir til þess að bjarga ónýtu félagskerfunum okkar. SKATTPÍNA!, hrópa þeir, ATVINNULÍFIÐ ÞOLIR ÞETTA EKKI!

Raunin er sú að ef pólitískur vilji væri fyrir hendi, væri lítið mál að snúa Íslandi frá ömurlegri láglaunastefnu.

Og raunin er sú að Ísland er gríðarlega auðugt land þar sem nú er mikill uppgangur. Atvinnulífið þolir vel meiri skattlagningu.

Ekki trúa áróðrinum, gott fólk. Hægrið fer með blákaldar lygar fyrir hönd eigenda sinna í atvinnulífinu.

Separator

Þróunarríkið Ísland gleymt

8.12.2016 kl. 04:42 - Sveinbjörn Þórðarson

Það er ekki svo langt síðan Ísland var þróunarríki sem þáði gríðarlega aðstoð erlendis frá. Djöfull eru allir búnir að gleyma því.

Separator

Nazi evil not only banal

8.12.2016 kl. 03:34 - Sveinbjörn Þórðarson

Héðan. Ætla að lesa þessa bók.

"When the trial began in November 1945, Kelley had already started to reach conclusions about the Nazi personality. None existed, he believed. The Nazis were psychologically normal. Nazi evil was not only banal, as Hannah Arendt later asserted, but its potential was widespread, especially in American politics and business. “I am quite certain that there are people even in America who would willingly climb over the corpses of half of the American public if they could gain control of the other half,” he said."

Separator

Hræðilega erfiðar siðferðisspurningar

7.12.2016 kl. 13:19 - Sveinbjörn Þórðarson

Hve miklar og sterkar eru skyldur stjórnmálamanna gagnvart eigin þjóð miðað við almennar siðferðislegar skyldur þeirra gagnvart mannkyninu öllu? Með öðrum orðum, hvað skal gera ef sanngirni, réttvísi og góðmennska reynist vera á kostnað fólksins sem kaus þig og treystir þér til þess að gæta sinna hagsmuna?

Þetta er í raun hliðstætt gömlu spurningunni um svokallað „corporate social responsibility“, nema að gerandinn er ríkið í alþjóðakerfinu, ekki fyrirtæki í samfélagi.

Við getum flest fallist á að herskáu þjóðarmorðingjarnir hafi gengið of langt í (ímyndaðri) hagsmunagæslu síns fólks. Að sama skapi myndu flestir fallast á að þjóðarleiðtogi sem skattpíndi fólk til þess að senda peninginn úr landi í þróunaraðstoð væri á einhverju stigi að brjóta gegn skyldum sínum.

Dæmin að ofan eru öfgapólarnir tveir, en stjórnmálasagan er troðfull af ýmis konar vafamálum:

Væri réttlátt að nota kjarnorkusprengju á borgir, myrða hundruð þúsunda, til þess að binda enda á stríð og koma þar með í veg fyrir stórfelld dauðsföll eigin hermanna?

Ef maður er að semja við erlent ríki, hversu langt ber manni að ganga í að beita þrýstingi í krafti yfirburðarstöðu?

Ef fólkið þitt getur hagnast beint á kostnað þegna annars ríkis, ættirðu að láta það gerast?

Hverjar eru skyldur þínar þegar það kemur að hlýnun jarðar, sem sannarlega varðar allt mannkynið? Hvað ef áframhaldandi notkun jarðeldsneytis tryggir velmegun þjóðar þinnar, sem býr við sára fátækt? Hvað skuldarðu framtíðarkynslóðum?

Þetta eru hræðilega erfiðar siðferðislegar spurningar.

Separator

Les íslensk tíst í ómerktri byggingu

2.12.2016 kl. 23:31 - Sveinbjörn Þórðarson

Uppljóstranir Snowdens sýndu að bandarísku leyniþjónusturnar stunda umfangsmiklar njósnir á netsamskiptum fólks. Þessi samskipti eiga sér stað á hinum ýmsu tungumálum. Þjónusturnar búa alveg áreiðanlega yfir starfsmönnum sem kunna öll þau tungumál sem þarf að þýða, greina, osfv.

Þetta leiðir mann til þeirrar ályktunar að það sé ábyggilega íslenskumælandi einstaklingur á mála hjá NSA/CIA/FBI. Hann sittur sveittur og útkeyrður í cubicle í ómerktri byggingu við að greina Facebook færslur, tíst og spjallsamskipti hjá Kristni Hrafnssyni og öðrum Íslendingum sem fylgst er með.

Tilhugsunin er absúrd.

Síðan fer maður að hugsa þetta lengra. Hvernig ætli Kanarnir skipuleggi svona þýðingar? Ætli þeir notist við tungumálasnillinga sem kunna mörg mál og geta lært mál hratt? Eða notast þeir við stóran hóp af sérhæfðum mönnum? Hver er þessi sérhæfði maður? Er hann kannski mislukkaður bandarískur akademíker í fornnorrænum fræðum, bitur yfir takmörkuðum tækifærum, þakklátur fyrir vel launað innidjobb? Eða Íslendingur, sem svikið hefur lit? Þetta er hreint út sagt þrususpennandi ráðgáta. Alveg efni í þrúgandi Le Carré skáldsögu um biturð og mannlega bresti.

Separator

Biskup ruggar lekandi bátnum

2.12.2016 kl. 01:28 - Sveinbjörn Þórðarson

Væri ég biskup myndi ég ekki rugga bátnum svona. Bara prísa mig sælan að geta lifað á góðum launum hjá ríkinu við starfsemi sem stórum hluta þjóðarinnar finnst vera bull og vill kippa af spenanum.

Separator