Íslenska hægrið er alltaf að ljúga

22.12.2016 kl. 14:02 - Sveinbjörn Þórðarson

Íslenska hægrið er alltaf að ljúga.

Ljúga að allt fari í steik ef litla fólkið fær launahækkanir. VERÐBÓLGA! öskra þeir, þrátt fyrir að um þessar mundir sé verðbólgan með því lægsta sem hún hefur mælst á lýðveldistímanum.

Svo ljúga þeir að allt fari til fjandans ef skattar eru hækkaðir til þess að bjarga ónýtu félagskerfunum okkar. SKATTPÍNA!, hrópa þeir, ATVINNULÍFIÐ ÞOLIR ÞETTA EKKI!

Raunin er sú að ef pólitískur vilji væri fyrir hendi, væri lítið mál að snúa Íslandi frá ömurlegri láglaunastefnu.

Og raunin er sú að Ísland er gríðarlega auðugt land þar sem nú er mikill uppgangur. Atvinnulífið þolir vel meiri skattlagningu.

Ekki trúa áróðrinum, gott fólk. Hægrið fer með blákaldar lygar fyrir hönd eigenda sinna í atvinnulífinu.

Separator