Results for 2016-05

Kolkrabbinn Inky

25.5.2016 kl. 16:04 - Sveinbjörn Þórðarson

Engin frétt undanfarið ár hefur snert hjarta mitt eins og sagan af kolkrabbanum Inky, sem opnaði búrið sitt á sædýrasafninu í Nýja-Sjálandi, skreið yfir gólfið, tróð sér í gegnum þröngt niðurfall og þaðan út í Kyrrahafið.

Ég tengi við Inky og leiðinlega líf hans í fiskabúrinu.

Ég dáist að lævísum flótta hans og frelsisást.

Mig langar til þess að gera eins og Inky. Kannski geri ég það einn daginn.

Separator

Iceland memes

17.5.2016 kl. 16:00 - Sveinbjörn Þórðarson
ice

I came across this on a friend's Facebook wall. Another unfortunate Iceland meme. Here's what I wrote:

"These memes are everywhere, alas.

Iceland did let its three banks fail. However, that was only after billions had been poured into the abyss in a feeble and hopeless attempt to save them. Our political elite did everything it could to bail out the banks until the money ran out and our friendly neighbouring countries very sensibly refused to lend us the tremendous sums needed.

Iceland definitely did not bail out its citizens. Purchasing power collapsed 2008-2010 when our currency lost much of its value. This basically means the workers took a huge hit in their standard of living while wage costs for the big fishing industries in Iceland plummeted, delivering record profits to their owners. Currency controls were also implemented and the state sought to repatriate the foreign currency holdings of wealthy Icelanders by offering them a 20% discount on kronas (our local currency). This allowed the wealthy, who had stashed their money in offshore tax havens, to buy up choice real estate and insolvent but viable Icelandic businesses at a hefty discount.

Some bankers were prosecuted, true enough, but for fraud, not for their role in the financial meltdown. They were given a slap on the wrist, received suspended or very short sentences. Most of them are already out of prison. Their reputation may be tarnished, but they still have their offshore millions, which I'm sure must be some consolation.

Iceland's economy has recovered and is growing, almost entirely thanks to the tourist boom instigated by the collapse of the local currency, and the good fortune of discovering new mackerel fishing grounds. However, the tourist boom has also driven up the cost of living, especially in central Reykjavik.

The profits from these major industries -- tourism and fishing -- end up the hands of relatively few people. The fishing industry, for example, is more or less owned by 100 people who don't pay any fees for the right to fish in Icelandic waters and in fact receive various government subsidies. The tourism industry has much more distributed ownership, but the big hotel owners are of course doing well.

Our current government is a coalition government of neoliberal right-wing thieves and ignorant populist/nationalist/racist farming interests. They're slashing social services, destroying our healthcare system, abolishing tax on their rich friends, reducing the extent to which education is free, slashing student loans and privatising them. The businesses that came into state ownership after the crash will soon be "privatised" into the hands of their friends.

Our current finance minister is a white collar millionaire crook connected to much that went wrong in the years leading up to the crash. Our prime minister is some buffoon farmer from the South who cares only for the interests of our inept, corrupt, monopolistic and massively subsidised agricultural sector. The Panama papers recently revealed that many members of the cabinet -- our finance minister, our minister of the interior and our ex-PM -- stashed their wealth in offshore tax havens.

These governing parties -- almost certainly the conservatives, at any rate -- will probably remain in power after the next election. They're still polling at their usual percentage despite a long and dismal history of nepotism, corruption and incompetence.

I hope this gives you some insight into the state of affairs in Iceland today. It's a sad spectacle. I, for one, am moving away. I've had it.

Separator

Landbúnaðarkerfið

17.5.2016 kl. 15:50 - Sveinbjörn Þórðarson

Af fréttavef RÚV:

Brynhildur Pétursdóttir, Bjartri framtíð, spurði að því hvort atvinnugreinin væri í raun sjálfbær. Vilhjálmur tók undir og sagði afkomu í greininni skelfilega. Tekjurnar væru nokkurn veginn þær sömu og sem nemur beingreiðslunum frá ríkinu."

Það þarf að afnema íslenska landbúnaðarkerfið eins og það leggur sig, hætta allri miðstýringu, kvótum og niðurgreiðslum. Kerfið framleiðir afskaplega lélegar og fábreyttar vörur sem eru auk þess rándýrar. Bændur hafa það skítt á meðan Framsóknarkerfiskarlarnir græða á því að vera millimenn.

Við búum á kaldri, vindóttri og ófrjórri eldfjallaeyju, gott fólk. Ísland er einn versti staður í heimi til þess að stunda landbúnað af nokkurri gerð, enda skrimtu landsmenn fámennir við örbirgð og vosbúð svo öldum skipti á meðan lífsviðurværi byggðist á landbúnaði. Flytjum bara inn ljúffengan, niðurgreiddan mat frá frjósömu Evrópu. Betra og ódýrara.

Og áður en einhver minnist á fæðuöryggi þá er vert að hafa í huga að allt landbúnaðarkerfið keyrir meira eða minna á innfluttum atvinnutækjum, innfluttu fóðri og innfluttu eldsneyti.

Separator

Grímulaus sérhagsmunagæsla Bjarna Ben

11.5.2016 kl. 16:01 - Sveinbjörn Þórðarson

Árið 2014 upplýsir skattrannsóknarstjóri Bjarna Ben um að gögn um aflandsbrask Íslendinga séu til sölu. Mikilvægt sé að komast yfir gögnin áður en möguleg skattalagabrot fyrnast.

Bjarni minnkar fjárveitingu til skattrannsóknarstjóra í næstu fjárlögum um 40 milljónir, þrátt fyrir að embættið hafi skilað milljörðum í ríkiskassann á ári hverju. Starfsfólk embættisins óttast að mörgum verði sagt upp. (Að lokum hljóðar niðurskurðurinn reyndar bara upp á 14 milljónir þökk sé Karli Garðarssyni í fjárlaganefnd [!!!]).

Bjarni dregur lappirnar í gagnamálinu um nokkra hríð, ummar og a-ar. Segir það vafasamt að kaupa stolin gögn, gerir lítið úr þessu, talar um erfiði þess að greiða fyrir svona lagað, reynir að flækja málið, vill setja alls konar fyrirvara við kaupin.

Fer síðan að tala um að veita aflandssvindlurum sakaruppgjöf ef þeir stíga fram.

Svo kemur í ljós í Panama-skjölunum að Bjarni og fjölskylda hans og vinir hafa verið að stunda aflandsfélagabrask svo árum skiptir.

Þessi maður, þessi gjörspillti maður, gripinn glóðvolgur við eiginhagsmunagæslu, hræsni og blekkingar í embætti, situr enn sem fjármálaráðherra og flokkur hans mælist með sitt venjulega fylgi, bætir jafnvel við sig.

Þetta er staðan á Íslandi í dag. Þetta er nú meiri helvítis farsinn.

Separator

Þegar skattrannsóknarstjóri vildi kaupa gögn

10.5.2016 kl. 16:01 - Sveinbjörn Þórðarson

Haustið 2014, á fyrsta degi mínum sem blaðamaður hjá DV, þremur mánuðum áður en Bingi keypti blaðið og rak mig úr starfi, skrifaði ég þessa frétt.

Starfsmaður Skattrannsóknarstjóra ríkisins segist vona að Fjármálaráðuneytið muni heimila kaupin á gögnum úr erlendum skattaskjólum um íslenska skattborgara. Best væri að komast yfir gögnin sem fyrst. „Tíminn vinnur gegn okkur,” sagði hann í samtali við DV.

Embætti skattrannsóknarstjóra komst nýlega yfir sýnishorn af leynilegum bankagögnum úr erlendum skattaskjólum. Sýnishornin geyma nöfn nokkur hundruð Íslendinga og bárust frá erlendum aðila sem vill selja embættinu aðgang að gögnunum. Endanleg ákvörðun um hvort kaupin eigi sér stað er í höndum Fjármálaráðuneytisins.

Gögnin bárust fyrst skattrannsóknarstjóra síðastliðinn maí og hafa verið í vinnslu undanfarna mánuði. Embættið fékk um tíu prósent gagnanna í hendurnar sem sýnishorn frá söluaðila og voru þau keyrð saman við gagnabanka þeirra mála sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu. Í ljós kom að sum nöfnin tengdust skattaundanskotsmálum sem áður höfðu verið upplýst. Fyrir rúmri viku sendi skattrannsóknarstjóri greinargerð um þetta til Fjármálaráðuneytisins og málið er nú þar í meðferð.

Kaup á erlendum bankagögnum hafa hingað til ekki tíðkast á Norðurlöndunum en færast sífellt í aukana hjá skattayfirvöldum víðsvegar um heim. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að Ísland hafi ekki áður greitt fyrir gögn um íslenska skattborgara. Það gæti nú breyst ef Fjármálaráðuneytið heimilar kaupin.

„Þetta er ekki okkar ákvörðun,” segir Bryndís, „Boltinn er hjá ráðuneytinu.”

Spurð um hversu líklegt sé að gögnin komi upp um skattaundanskot, segir Bryndís ekkert borðliggjandi í þeim efnum. „Þetta eru vísbendingar . Við erum ekki með neitt í hendi en þessi gögn gætu opnað leiðir.”

...

Ég man að bæði skattrannsóknarstjóri og aðrir starfsmenn embættisins vildu endilega kaupa gögnin. Einn starfsmaður hringdi í mig nafnlaust, sagði að embættið stæði frammi fyrir niðurskurði í næstu fjárlögum og taldi að Bjarni væri að tefja málið.

Á sínum tíma hugsaði ég með mér að vinir fjármálaráðherra hefðu þarna e.t.v. eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu. Mig grunaði samt ekki að Bjarni sjálfur væri í svona aflandsbraski, svo stórkostlega fráleitt væri það að fjármálaráðherra, yfirmaður skattamála, væri að skjóta undan skatti!

Mikið er maður naífur.

Separator

Íhaldið vill breyta Íslandi í Bretland

9.5.2016 kl. 12:27 - Sveinbjörn Þórðarson

Það var eitt sinn sá tími, fyrir langa löngu, þar sem ég trúði því að íslenska íhaldið meinti vel og vildi það besta fyrir fólk. Vandinn væri sá að þeir væru helteknir af kolröngum hugmyndum um hvernig best væri hægt að skapa betra samfélag.

Ég er löngu hættur að trúa þessu. Mér finnst nokkuð ljóst á þessu stigi málsins að íhaldið vill breyta Íslandi í einhvers konar Bretland:

Land þar sem hinn almenni borgari er fáfróður, valdalaus og fátækur.

Þar sem ungt fólk kemur úr námi í skuldahlekkjum, bundið í þrældóm afborgana til dauðadags.

Þar sem lítil elíta situr á auðnum og kaupir betri menntun og heilbrigði fyrir sig og sína afkomendur.

Þar sem ríkisvaldinu er gagngert beitt til þess að vernda forréttindi ráðamanna og auðkýfinga.

Þar sem fjölmiðlar og PR-menn eru varðhundar auðvaldsins og verja þá með grímulausum lygum, áróðri og blekkingu.

Þar sem menntun gengur út á að framleiða þröngsýna "fagmenn" til þess að mæta þörfum atvinnulífsins.

Þar sem menningarleg og efnahagsleg stéttaskipting gengur í erfðir, elur uppgjöf og sjálfsfyrirlitningu í litla manninum en óttablandin hroka í "betrungum" hans.

Þar sem gegndarlaus síbylja innantómrar og heiladauðrar afþreyingar skapar hlýðni og aðgerðaleysi fjöldans.

Þar sem gervispeki frjálshyggjunnar og öfgakennd einstaklingshyggja leiðir til harðbrjósta kæruleysis gagnvart náunganum.

Þar sem lýðræði þýðir val milli tveggja kjölturakka fjármála- og atvinnulífisins á nokkurra ára fresti.

Þar sem menning og fegurð og list og þekking og sjálfsskoðun og næmni og náttúran og lífríkið og allt það góða í lífinu er skorið í búta og gleypt af sálarlausum teknókrötum, hagfræðingum, markaðsfulltrúum og Excel-möppudýrum.

Þetta er ógeðsleg stefna, stefna illsku og mannvonsku, stefna græðgi og mannfyrirlitningar. Þeir sem berjast fyrir þessu eru illt fólk og eiga enga virðingu skilið. Þeir eru óvinir mínir, og óvinir alls fólks sem vill betri heim og betra samfélag.

Separator

Skattbyrði lægstu launa

9.5.2016 kl. 12:26 - Sveinbjörn Þórðarson

Þegar ég var 19 ára og nýútskrifaður úr menntaskóla vann ég um tíma í eldhúsi Landspítalans eftir að öll önnur starfstækifæri brugðust. Þar sem ég var íslenskur millistéttarstrákur var ég sendur í pöntunardeildina í kjallaranum, þar sem vinnuálagið var lítið.

Á hæðinni fyrir ofan þræluðu innflytjendur og gamalmenni við eldamennskuna og uppvaskið, stóðu við færibandið klukkutímunum saman í hitamóðu og þrengslum.

Ég var samt á sömu kjörum og þau: Fyrir 40 klst vinnuviku plús vaktir aðra hverja helgi fékk ég mánaðarleg laun upp á 110.000 krónur. Mér fannst það gífurlega óréttlátt á sínum tíma, og finnst það enn, að af þessum 110 þúsund krónum, þessum lúsarlaunum, þurfti ég að greiða yfir 15 þúsund krónur í skatta, lífeyrissjóð og önnur gjöld.

Þetta er íslenska skattkerfið, og það er ekki réttlátt. Það þarf að hækka skattleysismörk rækilega. Enginn með undir 300 þúsund í mánaðartekjur ætti að greiða tekjuskatt. Skattleysismörkin ættu síðan að vera vísitölutengd svo íhaldið geti ekki notað verðbólguna til þess að auka skattbyrði smælingjanna án fjaðrafoks.

http://herdubreid.is/skattpining-hinna-verst-settu/
Separator

The Engineer Joke

7.5.2016 kl. 12:33 - Sveinbjörn Þórðarson

A man in a hot air balloon realized he was lost. He reduced altitude and spotted a woman below. He descended a bit more and shouted, "Excuse me, can you help me? I promised a friend I would meet him an hour ago, but I don't know where I am."

The woman below replied, "You're in a hot air balloon hovering approximately 30 feet above the ground. You're between 40 and 41 degrees north latitude and between 59 and 60 degrees west longitude."

"You must be an engineer," said the balloonist.

"I am," replied the woman, "How did you know?"

"Well," answered the balloonist, "everything you told me is, technically correct, but I've no idea what to make of your information, and the fact is I'm still lost. Frankly, you've not been much help at all. If anything, you've delayed my trip."

The woman below responded, "You must be in Management."

"I am," replied the balloonist, "but how did you know?"

"Well," said the woman, "you don't know where you are or where you're going. You have risen to where you are due to a large quantity of hot air. You made a promise which you've no idea how to keep, and you expect people beneath you to solve your problems. The fact is you are in exactly the same position you were in before we met, but now, somehow, it's my fault."

Separator