Landbúnaðarkerfið

17.5.2016 kl. 15:50 - Sveinbjörn Þórðarson

Af fréttavef RÚV:

Brynhildur Pétursdóttir, Bjartri framtíð, spurði að því hvort atvinnugreinin væri í raun sjálfbær. Vilhjálmur tók undir og sagði afkomu í greininni skelfilega. Tekjurnar væru nokkurn veginn þær sömu og sem nemur beingreiðslunum frá ríkinu."

Það þarf að afnema íslenska landbúnaðarkerfið eins og það leggur sig, hætta allri miðstýringu, kvótum og niðurgreiðslum. Kerfið framleiðir afskaplega lélegar og fábreyttar vörur sem eru auk þess rándýrar. Bændur hafa það skítt á meðan Framsóknarkerfiskarlarnir græða á því að vera millimenn.

Við búum á kaldri, vindóttri og ófrjórri eldfjallaeyju, gott fólk. Ísland er einn versti staður í heimi til þess að stunda landbúnað af nokkurri gerð, enda skrimtu landsmenn fámennir við örbirgð og vosbúð svo öldum skipti á meðan lífsviðurværi byggðist á landbúnaði. Flytjum bara inn ljúffengan, niðurgreiddan mat frá frjósömu Evrópu. Betra og ódýrara.

Og áður en einhver minnist á fæðuöryggi þá er vert að hafa í huga að allt landbúnaðarkerfið keyrir meira eða minna á innfluttum atvinnutækjum, innfluttu fóðri og innfluttu eldsneyti.

Separator