Sveinbjörn Þórðarson

Bloggið

Sveinbjörn Þórðarson skrifar...


Sendum þá til Norður-Englands

18.1.2017 kl. 20:21 - Sveinbjörn Þórðarson

Fyrir mörgum árum, á pólitísku spjallborði í myrkustu kimum internetsins, rakst ég á þá skemmtilegu tillögu að safna hreinlega saman öllum kexrugluðu frjálshyggjumönnunum og skjóta þeim út í geim. Þá gætu þeir látið reyna á sína dystópísku fantasíu á annari plánetu á meðan við hin reynum að reka siðuð samfélög hér á jörðinni.

Að sama skapi væri ekki svo vitlaust að senda alla íslenska sjálfstæðismenn til Norður-Englands í nokkur ár svo þeir láti af þessu absúrd Thatcher-blæti. Fátt ber betur vitni um siðferðislegt gjaldþrot nýfrjálshyggjunnar en ömurleiki og dysfúnksjón bresks samfélags.

Separator

Rýnt í nýja stjórnarsáttmálann

10.1.2017 kl. 17:27 - Sveinbjörn Þórðarson

Yours truly rýnir í nýja stjórnarsáttmálann:

1. „Treysta þarf samkeppnishæfni Íslands”

Lesist: Lækkum skatta á fyrirtæki!

2. „Ríkisstjórnin mun setja heilbrigðismál í forgang”

Lygi til að friðþægja pöpulinn.

3. „Fjölbreytni í atvinnulífinu verður aukin með fjárfestingu”

Lesist: Fyrirtæki í eigu fjölskyldu Bjarna fá niðurgreiðslur frá ríkinu, líkt og á síðasta kjörtímabili.

4. „Hagsæld landsmanna og þróun þekkingarsamfélags byggist á öflugu menntakerfi sem býður fjölbreyttar námsleiðir og styður við atvinnulífið.”

".....menntakerfi ... styður við atvinnulífið." Gone and fixed that for you.

5. „Ríkisstjórnin styður við víðtæka sátt á vinnumarkaði, ábyrgð í ríkisfjármálum og stöðugleika í gengis- og peningamálum”

Lesist: Lög á verkföll vinnandi stétta, engir skattar á ríka fólkið, félagsþjónusturnar sveltar. Áfram tveir gjaldmiðlar, einn fyrir plebbana og annar fyrir auðmenn og lánveitendur.

6. „Unnið verður að því að byggja upp traust á grunnstoðum samfélagsins, meðal annars Alþingi og dómstólum”

Hahaha! Góð byrjun með þessari skýrslu! Þessu var einnig lofað í síðasta stjórnarsáttmála Bjarna. Gekk frábærlega.

7. „Mótuð verður heilbrigðisstefna sem samhæfir og treystir heilbrigðisþjónustuna”

Ókei, ekkert minnst á "fjölbreytt rekstrarform" þannig að það verður kannski ekki mikil einkavæðing í þetta sinn. En hver veit?

8. „Lífeyrisaldur hækki í áföngum”

Er rétt að kalla það þjófnað þegar maður er píndur með lögum til þess að borga meira fyrir minna, afturvirkt, án þess að fá neitt um það sagt? [En öllum lífeyrissparnaði landsmanna verður hvort sem er stolið eða sólundað, þannig að þetta skiptir svosem litlu máli].

9. „Styðja skal háskólana í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni”

Alltaf auðvelt að lofa gulli og grænum skógum í menntamálum og gera síðan ekkert í því. Það hafa allar ríkisstjórnir gert síðan ég man eftir mér.

10. „Tryggja þarf jafnræði nemenda og valfrelsi með því meðal annars að styrkja fjölbreytt rekstrarform”

Lesist: Einkavæðum draslið! Gengur ekki að Þorgerður Katrín þurfi að senda börnin sín í sama skóla og plebbarnir.

11. „Endurskoða þarf löggjöf í samræmi við þróun í tækni og tækjabúnaði til afritunar og dreifingar höfundaréttarvarins efnis.”

Lesist: Látum Jakob Frímann og vini hans í STEF um að skrifa lögin.

12. „Íslenska málsvæðið er lítið og stuðningur því nauðsynlegur. Máltækniverkefni verði haldið áfram í samstarfi við fræðasamfélagið og atvinnulífið”

Lesist: Atvinnulífið! Atvinnulífið! Atvinnulífið þarf styrki! Árnastofnun má fokka sér.

13. „Mikilvægt er að styðja vel við bakið á íslensku afreksíþróttafólki.”

Lesist: Setjum peninga í fótbolta. Það er svo skemmtilegt! Öllum finnst fótbolti svo skemmtilegur! Sannarlega forgangsatriði!

14. „Unnið skal að uppbyggingu löggæslu”

Lesist: Sígríður Björk og sjallaklíkan í löggunni verðskulda launahækkanir og auknar valdheimildir.

15. „Með aðhaldi í ríkisrekstri, sölu eigna sem komust í eigu ríkissjóðs í kjölfar bankahrunsins og niðurgreiðslu ríkisskulda verður áfram stutt við sterka stöðu í ríkisfjármálum”

Lesist: Skattalækkanir á þá ríkustu, einkavinavæðing bankanna.

16. „Stofna skal stöðugleikasjóð sem haldi utan um arð af orkuauðlindum í eigu ríkissjóðs”

Norðmenn geta þetta, vissulega. En verum ekki barnaleg, svona lagað er varla hægt á Íslandi eins og staðan er í dag.

Lesist: Helbláir, vatnsgreiddir jakkafatakarlar sem allt eiga og mega fá að ráðskast með opinbert fé og fjárfesta í fyrirtækjum sjallavina sinna.

17. „Stöðugleiki á vinnumarkaði er mikilvæg forsenda jafnvægis og vaxtar í efnahagslífi”

Lesist: Lög á verkföll. Engar alvöru launahækkanir fyrir plebbana.

18. „Markvisst verður unnið gegn skattundanskotum, þar með talið í skattaskjólum”

Hahahahaha! Já, einmitt. Hver betri til að leiða slíka sókn en Bjarni Benediktsson og aflandsvinir hans í Sjálfstæðisflokknum?

19. „Auka alþjóðlega samkeppnishæfni fyrirtækja”

Lesist: Við ætlum að lækka skatta á fyrirtækin, þótt slíkir skattar á Íslandi séu þegar vel fyrir neðan OECD meðaltal.

20. „Til langs tíma litið er ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkum”

Lesist: Okkur klæjar hreinlega í puttana að gefa þá vinum okkar. Gekk svo vel síðast, nefnilega.

21. „Núgildandi fiskveiðistjórnarkerfi hefur skilað miklum þjóðhagslegum ávinningi”

Lesist: Kvótakerfið rúlar!

22. „Áfram skal lögð áhersla á framleiðslu heilnæmra, innlendra afurða í umhverfisvænum og samkeppnishæfum landbúnaði”

Bíddu, voru þessir jólasveinar að minnast á samkeppnihæfni, umhverfisvernd og íslenskan landbúnað í sömu setningunni? Hahaha. Tell me another one.

23. „samhæfðri stýringu ferðamála”

Var það ekki reynt á síðasta kjörtímabili með glæsilegum árangri, í formi Stjórnstöðvar ferðamála? Reddaði atvinnulausum Sjalla þægilegu innidjobbi til skamms tima, ef ég man rétt.

24. „Eigendastefna verður gerð fyrir Landsvirkjun”

Lesist: Þarf að finna nýja eigendur fyrir Landsvirkjun. Hverjir ætli þeir verði?

25. „aukinn kraftur lagður í uppbyggingu í samgöngumálum á öllum sviðum”

Lesist: Jarðgöng í Sjallakjördæmum.

26. „Ríkisstjórnin leggur áherslu á markvissar aðgerðir til að treysta byggð í landinu”

Lesist: Verðlaunum landsbyggðaratkvæðin með niðurgreiðslum til valdra, blárra hópa úti á landi.

27. „Áfram verður lögð áhersla á viðskiptafrelsi og alþjóðlega samvinnu á sviði öryggis- og þróunarmála.”

Lesist: Undirritum hugsunarlaust alla TTIP-style samninga sem Kanarnir bjóða okkur. Höldum áfram að styðja stríðsrekstur BNA.

28. „Sérstakan gaum þarf að gefa mögulegri úrsögn Bretlands úr sambandinu.”

Lesist: Fyrirmynd okkar Sjálfstæðismanna, Bretland, er búið að segja sig úr ESB. Nanananana! The Vulture is now lurking less.

29. „...greiða skuli atkvæði um [ESB-]málið og leiða það til lykta á Alþingi undir lok kjörtímabilsins.”

Lesist: Við höfum fjögur ár til þess að gera þetta að "pólitískum ómöguleika". Hahaha, suckers!

30. „[Varðandi stjórnarskrá], þingmannanefnd ... mun starfa með færustu sérfræðingum”

Lesist: Almenningur og stjórnárskráin nýja geta bara hoppað upp í rassgatið á sér. Við eigum þetta og megum.

Separator

Íslenska hægrið er alltaf að ljúga

22.12.2016 kl. 14:02 - Sveinbjörn Þórðarson

Íslenska hægrið er alltaf að ljúga.

Ljúga að allt fari í steik ef litla fólkið fær launahækkanir. VERÐBÓLGA! öskra þeir, þrátt fyrir að um þessar mundir sé verðbólgan með því lægsta sem hún hefur mælst á lýðveldistímanum.

Svo ljúga þeir að allt fari til fjandans ef skattar eru hækkaðir til þess að bjarga ónýtu félagskerfunum okkar. SKATTPÍNA!, hrópa þeir, ATVINNULÍFIÐ ÞOLIR ÞETTA EKKI!

Raunin er sú að ef pólitískur vilji væri fyrir hendi, væri lítið mál að snúa Íslandi frá ömurlegri láglaunastefnu.

Og raunin er sú að Ísland er gríðarlega auðugt land þar sem nú er mikill uppgangur. Atvinnulífið þolir vel meiri skattlagningu.

Ekki trúa áróðrinum, gott fólk. Hægrið fer með blákaldar lygar fyrir hönd eigenda sinna í atvinnulífinu.

Separator

Þróunarríkið Ísland gleymt

8.12.2016 kl. 04:42 - Sveinbjörn Þórðarson

Það er ekki svo langt síðan Ísland var þróunarríki sem þáði gríðarlega aðstoð erlendis frá. Djöfull eru allir búnir að gleyma því.

Separator

Nazi evil not only banal

8.12.2016 kl. 03:34 - Sveinbjörn Þórðarson

Héðan. Ætla að lesa þessa bók.

"When the trial began in November 1945, Kelley had already started to reach conclusions about the Nazi personality. None existed, he believed. The Nazis were psychologically normal. Nazi evil was not only banal, as Hannah Arendt later asserted, but its potential was widespread, especially in American politics and business. “I am quite certain that there are people even in America who would willingly climb over the corpses of half of the American public if they could gain control of the other half,” he said."

Separator

Hræðilega erfiðar siðferðisspurningar

7.12.2016 kl. 13:19 - Sveinbjörn Þórðarson

Hve miklar og sterkar eru skyldur stjórnmálamanna gagnvart eigin þjóð miðað við almennar siðferðislegar skyldur þeirra gagnvart mannkyninu öllu? Með öðrum orðum, hvað skal gera ef sanngirni, réttvísi og góðmennska reynist vera á kostnað fólksins sem kaus þig og treystir þér til þess að gæta sinna hagsmuna?

Þetta er í raun hliðstætt gömlu spurningunni um svokallað „corporate social responsibility“, nema að gerandinn er ríkið í alþjóðakerfinu, ekki fyrirtæki í samfélagi.

Við getum flest fallist á að herskáu þjóðarmorðingjarnir hafi gengið of langt í (ímyndaðri) hagsmunagæslu síns fólks. Að sama skapi myndu flestir fallast á að þjóðarleiðtogi sem skattpíndi fólk til þess að senda peninginn úr landi í þróunaraðstoð væri á einhverju stigi að brjóta gegn skyldum sínum.

Dæmin að ofan eru öfgapólarnir tveir, en stjórnmálasagan er troðfull af ýmis konar vafamálum:

Væri réttlátt að nota kjarnorkusprengju á borgir, myrða hundruð þúsunda, til þess að binda enda á stríð og koma þar með í veg fyrir stórfelld dauðsföll eigin hermanna?

Ef maður er að semja við erlent ríki, hversu langt ber manni að ganga í að beita þrýstingi í krafti yfirburðarstöðu?

Ef fólkið þitt getur hagnast beint á kostnað þegna annars ríkis, ættirðu að láta það gerast?

Hverjar eru skyldur þínar þegar það kemur að hlýnun jarðar, sem sannarlega varðar allt mannkynið? Hvað ef áframhaldandi notkun jarðeldsneytis tryggir velmegun þjóðar þinnar, sem býr við sára fátækt? Hvað skuldarðu framtíðarkynslóðum?

Þetta eru hræðilega erfiðar siðferðislegar spurningar.

Separator

Les íslensk tíst í ómerktri byggingu

2.12.2016 kl. 23:31 - Sveinbjörn Þórðarson

Uppljóstranir Snowdens sýndu að bandarísku leyniþjónusturnar stunda umfangsmiklar njósnir á netsamskiptum fólks. Þessi samskipti eiga sér stað á hinum ýmsu tungumálum. Þjónusturnar búa alveg áreiðanlega yfir starfsmönnum sem kunna öll þau tungumál sem þarf að þýða, greina, osfv.

Þetta leiðir mann til þeirrar ályktunar að það sé ábyggilega íslenskumælandi einstaklingur á mála hjá NSA/CIA/FBI. Hann sittur sveittur og útkeyrður í cubicle í ómerktri byggingu við að greina Facebook færslur, tíst og spjallsamskipti hjá Kristni Hrafnssyni og öðrum Íslendingum sem fylgst er með.

Tilhugsunin er absúrd.

Síðan fer maður að hugsa þetta lengra. Hvernig ætli þeir skipuleggi svona þýðingar? Ætli þeir notist við tungumálasnillinga sem kunna mörg mál og geta lært mál hratt? Eða notast þeir við stóran hóp af sérhæfðum mönnum? Hver er þessi sérhæfði Íslendingur? Er hann kannski mislukkaður bandarískur akademíker í fornnorrænum fræðum, bitur yfir takmörkuðum tækifærum, þakklátur fyrir vel launað innidjobb? Eða Íslendingur, sem svikið hefur lit? Þetta er hreint út sagt þrususpennandi! Alveg efni í Le Carré skáldsögu um biturð og mannlega bresti.

Separator

Biskup ruggar lekandi bátnum

2.12.2016 kl. 01:28 - Sveinbjörn Þórðarson

Væri ég biskup myndi ég ekki rugga bátnum svona. Bara prísa mig sælan að geta lifað á góðum launum hjá ríkinu við starfsemi sem stórum hluta þjóðarinnar finnst vera bull og vill kippa af spenanum.

Separator

Eldri færslur ↠