Sveinbjörn Þórðarson

Blog[g]

Sveinbjörn Þórðarson skrifar...


Norse loan word narrative

14.11.2017 kl. 15:07 - Sveinbjörn Þórðarson

An English-language narrative consisting almost entirely of arguably Norse loanwords:

The odd Norse loans seem an awesome window onto a gang of ungainly, rugged, angry fellows, bands of low rotten crooks winging it at the stern's wake, sly, flawed "guests" who, craving geld, flung off their byrnies, thrusting and clipping calves and scalps with clubs. But for their hundreds of kids, the thefts, ransacking, and harsh slaughter, the wronging of husbands, the bagging and sale of thralls, the same hitting on skirts and scoring with fillies, the lifting of whoredom aloft, the scaring up and raking in of fitting gifts, semed flat and cloying, and got to be a drag. They shifted gears, balked at gusts, billows, rafts, and drowning, and took to dwelling under gables, rooted in their booths and seats on fells beneath the sky. Dozing happily on dirty eiderdowns, legs akimbo, they hugged their ragged, nagging slatterns, bound to birth and raise a gaggle of wall-eyed freckled goslings -- ugly, scabby, wheezing, bawling, wailing tykes in kilts. Though our thrifty swains throve in their break hustings, wanting not for eggs or steak, bread or cake, they gasped and carped at both by-laws and in-laws and -- egged on by the frothy blended dregs of the keg -- got tight, crawling, staggering, swaying, loose-gaited, athwart muck and mire and scree.

Courtesy of Professor Roberta Frank. Excerpt taken from from Anders Winroth's The Age of the Vikings (2014).

Separator

Endar allt í tárum

14.11.2017 kl. 11:03 - Sveinbjörn Þórðarson

Þetta endar allt saman í tárum ef af verður. Hélt að Katrín og Svandís væru skynsamari en svo. Sjallarnir og embættismenn þeirra í ráðuneytunum munu kæfa allt gott í fæðingu, Bjarni mun stjórna pyngjunni og Katrín fær að vera andlit sveltistefnunnar.

Og það er hárrétt sem Þórður Snær skrifar: "Kostn­að­ur­inn [mun ekki] lenda hjá Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki, kjós­endur þeirra vita að hverju þeir ganga og hafa sög­una til að máta sig við. Nei, hann mun lenda kyrfi­lega hjá Katrínu Jak­obs­dóttur og Vinstri græn­um."

En hey, eftir að VG tekur skellinn flyst vinstrifylgið á Íslandi kannski yfir í flokk sem er ekki jafn framsóknarlegur. Á allavega erfitt með að sjá vinstri-lopapeysu-latté-feminista-vini mína í 101 fyrirgefa þessi svik.

Separator

"As if millions of voices suddenly cried out in terror"

5.11.2017 kl. 12:51 - Sveinbjörn Þórðarson

Ef Katrínu tekst að mynda stjórn mun öll helbláa stjórnsýslan á Íslandi og mestöll atvinnulífsklíkan orga af sársauka, "a great disturbance in the Force, as if millions of voices suddenly cried out in terror."

Mörg hundruð háttsettir embættismenn munu rembast við að eyðileggja allar stefnur ríkisstjórnarinnar, bara til þess að eyðileggja þær, alveg eins og síðast. Öllu viðkvæmu verður samstundis lekið úr ráðuneytunum og beint í Moggann. Bláu möppudýrin munu gera allt á sínu valdi til þess að skemma fyrir.

Að mynda stjórn án sjalla er eitt. En að vinda ofan af áratugalöngum mafíuráðningum þeirra í stjórnsýslunni er næstum ógerlegt.

Það væri faktískt verðugt verkefni að skoða kerfisbundið hversu slæmt ástandið er. Eitthvað segir mér að fólk eins og Sigríður Björk lögreglustjóri og Þórólfur Halldórsson sýslumaður séu reglan frekar en undantekningin.

Separator

Kosningar 2017

29.10.2017 kl. 02:42 - Sveinbjörn Þórðarson

"Varnarsigur" fyrir okkur kjósendur sem eru hvorki geðbilaðir (M) né illir (D). Heilbrigðiskerfið og menntakerfið verður allavega ekki einkavætt á meðan það er stjórnarkreppa.

Separator

Sigmundur Davíð

27.10.2017 kl. 13:52 - Sveinbjörn Þórðarson

Fyrsta skiptið sem ég hitti Sigmund Davíð var á þorrablóti Íslendinga í Lundúnum árið 2007. Þar sátum við hlið við hlið um hringborð ásamt nokkrum íslenskum námsmönnum, drukkum brennivín og átum ógeðslegan mat. Þegar við fórum að spjalla sagðist hann vera doktorsnemi í borgarskipulagsfræðum við Oxford háskóla. Ég man fyrst og fremst eftir honum sem hlédrægum og frekar óáhugaverðum náunga með lítið til málanna að leggja. Síðar um kvöldið, þegar veislusalurinn lokaði, fórum við unga fólkið í leit að stað til þess að halda fjörinu gangandi. Þar sem London er sérlega leiðinleg borg og mestallt lokar um miðnætti gekk leitin að frekari veigum brösulega þar til Sigmundur bauð okkur feimnislega að koma á hótelbarinn á fína hótelinu þar sem hann gisti. Sá var opinn fyrir gesti hótelsins, og þar héldum við áfram að drekka og spjalla frameftir nóttu, þótt lítið hafi farið fyrir Sigmundi, ef ég man rétt.

Um það bil ári síðar var ég svo staddur á Ölstofunni þegar ég sá Sigmund og konu hans á einu borðinu. Hann veifaði til mín, "Ég man eftir þér, þú varst svo helvíti hress!" sagði hann, eða eitthvað þvíumlíkt, eilítið í glasi. Ég mundi þá bara lauslega eftir honum.

Mér til mikillar furðu varð þessi maður síðan formaður Framsóknarflokksins árið 2009, og vann í ofanálag mikinn kosningasigur 2013 með hæpnum loforðum um að féfletta vonda útlendinga og gefa húsnæðiseigendum afraksturinn.

Árið 2014 starfaði ég um tíma við blaðamennsku. Þar voru margir kollegar mínir sannfærðir um að Sigmundur, nú forsætisráðherra, ætti við stórkostleg geðræn vandamál að stríða. Hann hafði tútnað furðulega út á örskömmum tíma -- lyfjafita, sögðu menn -- og var sífellt með gríðarlega dökka bauga undir augunum líkt og gerist fyrir marga sem taka sterk geðlyf. Framkoma Sigmundar í garð fjölmiðla gerði ekkert til þess að slá á þessar grunsemdir. Hann sendi frá sér skrítnar og vænisjúkar yfirlýsingar um loftárásir og framkoma hans í viðtölum var vægast sagt stórfurðuleg. Oft náðu fjölmiðlar ekki í manninn -- sjálfan forsætisráðherra -- svo vikum skipti. Þær sögusagnir gengu að hann væri að leita sér geðrænnar aðstoðar utan landsteinanna, skýldur á bak við her aðstoðarmanna.

Vorið 2016 kom svo í ljós að Sigmundur og kona hans áttu þetta aflandsfélag, og "the rest is history," eins og menn segja. Eftir að hann hröklaðist úr forsætisráðherrastól var öllum á þingi og í ríkisstjórn stórlega létt. Sigmundur hafði verið ómögulegur í samstarfi og samskiptum en nýi leiðtogi Framsóknar var þó jarðbundinn maður sem hægt var að tala við á eðlilegum nótum.

Vegna persónufylgis hékk Sigmundur hundfúll inni á þingi fyrir Framsókn næsta árið, mætti ekki í vinnuna og sinnti ekki þingstörfum heldur sat þess í stað á ráðum við að skipuleggja endurkomu sína. Miðflokkurinn er afrakstur þeirrar vinnu. Það er flokkur sem snýst fyrst og fremst um Sigmund sjálfan og tilraunir hans til að endurheimta orðspor sitt og völd. Í þetta sinn á að endurtaka það sem virkaði svo vel árið 2013, lofa bara einhverju bulli og vona að nógu margir misvitrir kjósendur bíti á agnið.

Þetta virðist ætla að lukkast, þar sem Miðflokkurinn mælist nú með um 10% fylgi. Hvaða fólk þetta er, sem finnst hann fýsilegur kostur, skal ég ekki segja. Kannski býr það bara úti á landi, eða eitthvað. Ég þekki nefnilega ekki nokkurn mann sem tekur hann alvarlega eða finnst hann eftirsóknarverður málsvari, eftir allt það sem á undan er gengið.

Þótt maður sé ekki laus við ákveðna þórðargleði að sjá gegnrotna Framsóknarflokkinn splúndrast þá tel ég samt tilkomu Miðflokksins mikið óheillaspor.

Það er ekki vegna þess að ég óttast þessar furðulegu hugmyndir Sigmundar um að kaupa og gefa Arion Banka, eða hvað þetta nú er. Þær verða líklega aldrei að veruleika.

Það er ekki vegna þess að ég held að Sigmundur sé óvenjuspilltur á íslenskan mælikvarða. Það er hann sennilega ekki.

Og það er ekki vegna þess að ég held að hann sé sérstaklega slæmur maður eða illa innrættur. Hann trúir því sennilega innst inni að hann sé að gera gott, eins og flestir sannfæra sjálfa sig um.

Nei, það er vegna þess að Sigmundur á ekkert erindi í stjórnmál. Engum langar að vinna með svo óáreiðanlegum, furðulegum og egótískum manni. Leit hans að uppreist æru, endurheimtu orðspori, endurlausn, er algjört aukaatriði fyrir hagsmuni Íslands og Íslendinga. Samt mun hann sitja áfram á Alþingi næstu árin, vænisjúkur og fúll, ásamt sínum lotningarfullu fylgismönnum, spýjandi þvælu og eitri með tilheyrandi fjölmiðlasirkusi. Og þetta mun því miður afvegaleiða okkur frá því sem raunverulega skiptir máli.

Separator

Biskup kemur sterkur inn á 21. öld

23.10.2017 kl. 11:30 - Sveinbjörn Þórðarson

Þetta er hárrétt hjá Agnesi biskup.

Áttunda boðorðið er eins og sérsniðið að Glitnislekanum. Blaðamenn Stundarinnar hefðu gott af smá sunnudagsskóla. Þar myndu þeir læra að maður skal ekki girnast hús náunga síns, eða konu hans, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né leyniskjöl um bankagjörninga hans, né nokkuð það, sem náungi manns á. Eins og venjulega á biblían skýrt erindi við 21. öldina, í þessu máli eins og öðrum.

Separator

"Tryllti skríllinn" 1949

21.10.2017 kl. 21:26 - Sveinbjörn Þórðarson

Þessi "tryllti skríll" sem Morgunblaðið sagði hafa ráðist á Alþingi við NATO mótmælin 1949 var nú ekki trylltari en svo að enginn vildi brjóta regluna að standa ekki á grasinu. Eiginlega stórmerkilegt. Þetta myndi aldrei gerast við mótmæli í dag. Nú er allt traðkað í svað.

2
Separator

The new Blade Runner film

11.10.2017 kl. 19:17 - Sveinbjörn Þórðarson

New Blade Runner 2049 film visually stunning but plodding, pretentious and badly written. Lots of good ideas underdeveloped and left unexplored. Botched screenplay and pacing. I was genuinely bored for the last half hour.

Separator

Hvenær gefst maður upp?

26.9.2017 kl. 18:01 - Sveinbjörn Þórðarson

Skömmu fyrir Alþingiskosningarnar síðasta haust sat ég á öldurhúsi í Reykjavík ásamt góðum hópi fólks. Við vorum öll í glasi að ræða stjórnmálin og í hita leiksins lét ég þau orð falla að ef íhaldið kæmist aftur til valda eftir allt sem á undan væri gengið myndi ég hreinlega flytja úr landi.

Frambjóðandi á vinstrivæng íslenskra stjórnmála var viðstaddur og tók ekki vel í þennan málflutning. "Hvað verður um Ísland ef allir sem vilja breytingar til hins betra flytja úr landi? Þetta er bara aumingjaleg uppgjöf hjá þér. Þú ættir að vera áfram heima, halda áfram að berjast. Þú skuldar landinu þínu það."

Ég er svosem ekki mikill þjóðernisrómantíker en ég verð að viðurkenna að þessi orð höfðu áhrif á mig og ég skammaðist mín eilítið. Mér þykir alveg vænt um Ísland og vil að því farni vel. Ég flutti heim eftir Hrunið í von um betra samfélag. Mér er nefnilega ekki sama. Stjórnmál erlendis gera mig sjaldnast reiðan eða frústreraðan. Þau er einhvern veginn *þeirra* klúður, *þeirra* vandamál. En íslenska klúðrið, það er einhvern veginn mitt klúður líka, og ég verð alveg svakalega svekktur og sekk í þunglyndi í hvert skipti sem siðlausu hvítflibbaglæpamennirnir mynda enn eina ríkisstjórnina.

En já, ég velti þessum málflutningi frambjóðandans mikið fyrir mér næstu daga. Hvað skuldar maður? Hvað getur maður gert? Hversu lengi nennir maður að halda þessu áfram? Hversu lengi lætur maður bjóða sér þetta? Ef það að ljúga, stela, blekkja, setja landið á hausinn, gjörsamlega rústa hagkerfinu, hylma yfir vanhæfni, þjófnað og spillingu, níðast á hælisleitendum, afskræma stjórnsýsluna og dómskerfið, fela stolið fé á aflandsreikningum og bókstaflega gefa þeim ríkustu skattpeninga úr ríkissjóð er ekki nóg til þess að fella íhaldið, mun þá nokkuð duga til? Hvenær fær maður nóg af að vera fastur í gíslingu fjáðasta og siðlausasta fjórðungs íslensku þjóðarinnar? Hvenær verður vanmáttartilfinningin svo óbærileg að það er best að slíta tilfinningaböndin og sökkva sér í forarpytt uppgjafar og kaldhæðni, eða hreinlega hætta alfarið að hugsa um þetta?

Ég komst svosem ekki að neinni heimspekilegri niðurstöðu í málinu eftir þessar hugleiðingar. Hins vegar endaði ég á að flytja úr landi síðasta haust og hef notið lífsins á meginlandinu undanfarið ár. Það er kannski niðurstaða út af fyrir sig.

Separator

Crassus the libertarian

23.9.2017 kl. 17:08 - Sveinbjörn Þórðarson

Something tells me Crassus was a libertarian.

One of the most successful politicians of the first century before the Christian era was Marcus Licinius Crassus, who was reputedly not only the richest man in Rome but also, by one accounting, the eighth-richest man who has ever lived. His fortune was pegged (by Pliny the Elder) at upward of two hundred million sesterces. Most of those millions were in real estate, some of it acquired in a manner strikingly like the operations of health-insurance companies a couple of millennia later. Crassus had his own private fire department, and if your house caught fire his representatives would offer to buy it on the spot, at a one-time-only, fire-sale price that would fall rapidly as the flames climbed. If you said yes, you’d get a few sesterces, after which Crassus’ firefighters would do their thing. If you said no, you’d end up with a pile of ashes. (No public option being available, few owners were in a position to quibble.)

Separator

Eldri færslur ↠