Hvað höfum við lært?

31.3.2025 kl. 22:43 - Sveinbjörn Þórðarson

Var að vinna frameftir og það rann skyndilega upp fyrir mér að það eru sirka 30 ár liðin frá því að ég byrjaði fyrst að forrita. Í mínu tilfelli hófst þetta með HyperCard, sem var ótrúlega framúrstefnulegt og notendavænt forritunarumhverfi sem keyrði á Mökkum þess tíma (~1995), smíðað af meistara Bill Atkinson, heilanum á bak við QuickDraw. Það vita það ekki margir, en Hypertextinn í HTML er nefndur í höfuðið á HyperCard (Berners-Lee var aðdáandi). Svo lærði maður að keyra upp Linux og forrita í C og Perl, og smíða CGI forrit fyrir vefinn, sirka 1997-1998. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Get ekki sagt að ég noti C eða Perl mikið þessa dagana, allt virðist vera Python og JavaScript núorðið, en grundvallaratriðin eru mestmegnis þau sömu. Hvað hef ég lært á þessu sviði í gegnum áratugina? Óljóst, en ég hef allavega gert flestöll mistökin. Geri þau sennilega ekki aftur. Það er eitthvað.

Separator