Results for 2023-06

Norðvegur

20.6.2023 kl. 20:57 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég er sennilega ekki einn um að finnast það frekar leiðinlegt að „Norðveg(u)r“ sé orðið „Noregur“ á nútímaíslensku. Eitthvað hálfmetnaðarlaust og danskt við þessa þróun alla, þótt úrfellingin sé vissulega skiljanleg út frá framburði. Hefðum alveg mátt halda í forna ritháttinn, ef þá bara af fagurfræðilegum ástæðum. Nógu mikil hefur íhaldssemin verið.

Separator

Ávarp snjallkonunnar

18.6.2023 kl. 18:00 - Sveinbjörn Þórðarson

Frábært ljóð og að mínu skapi, þótt ég vinni m.a. við að þróa e-s konar íslenska „snjallkonu“.

ÁVARP SNJALLKONUNNAR

Þú ert númer fjórtán í röðinni
og því ekkert annað að gera en að
setja vöruna á pokasvæðið.
Við minnum á að allar upplýsingar
er hægt að nálgast á heimasíðu.
Ýttu á einn fyrir tvo, ýttu á tvo fyrir þrjá
en ef ekkert er valið verður þér ýtt út.
Ávarpið gæti verið hljóðritað.

-- Guðmundur S. Brynjólfsson

Separator

Automaton my ass

11.6.2023 kl. 23:38 - Sveinbjörn Þórðarson

René Descartes vildi meina að dýr væru óhugsandi kjötbrúður, automaton. Aðeins menn hefðu meðvitund og sálir. Ömurleg pæling, en líka mjög óempírísk, meira að segja fyrir hans tíma. Hann, málaliði í 30 ára stríðinu, var greinilega ekki kattamaður. Enginn sem hefur sinnt ketti og kynnst vel efast í eina sekúndu um að þetta séu mjög næmar, gáfaðar, þenkjandi, skapmiklar og tilfinningasamar skepnur sem fylgjast gríðarlega vel með heiminum í kringum sig og skilja hann ekkert síður en margar manneskjur.

snaeldi
Separator