¨What a beautiful and utterly charming dialect.
Var að vinna frameftir og það rann skyndilega upp fyrir mér að það eru sirka 30 ár liðin frá því að ég byrjaði fyrst að forrita. Í mínu tilfelli hófst þetta með HyperCard, sem var ótrúlega framúrstefnulegt og notendavænt forritunarumhverfi sem keyrði á Mökkum þess tíma (~1995), smíðað af meistara Bill Atkinson, heilanum á bak við QuickDraw. Það vita það ekki margir, en Hypertextinn í HTML er nefndur í höfuðið á HyperCard (Berners-Lee var aðdáandi). Svo lærði maður að keyra upp Linux og forrita í C og Perl, og smíða CGI forrit fyrir vefinn, sirka 1997-1998. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Get ekki sagt að ég noti C eða Perl mikið þessa dagana, allt virðist vera Python og JavaScript núorðið, en grundvallaratriðin eru mestmegnis þau sömu. Hvað hef ég lært á þessu sviði í gegnum áratugina? Óljóst, en ég hef allavega gert flestöll mistökin. Geri þau sennilega ekki aftur. Það er eitthvað.
I returned, and saw under the sun, that the race is not to the swift, nor the battle to the strong, neither yet bread to the wise, nor yet riches to men of understanding, nor yet favour to men of skill; but time and chance happeneth to them all.