Stjórnendastéttin skrapar botninn

28.3.2023 kl. 11:09 - Sveinbjörn Þórðarson

Það mætti svosem ýmislegt betur fara í æðri menntun á Íslandi, en frekar fyndið að heyra svona lagað frá Áslaugu Örnu, af öllu fólki. Helsti vandinn við háskólakerfi okkar er nefnilega einmitt að það framleiðir allt of mikið af fólki eins og henni, lög-"fræðingum" sem ekkert vita né skilja. Enda er lögfræði eins og hún er kennd á Íslandi ekki alvöru nám: engin lögspeki, engin fræði, bara lagatækninám sem þjálfar fólk í að hugsa vandlega innan kassans svo það geti komið sér fyrir í þægilegri, vel launaðri, mestmegnis gagnslausri innivinnu. Það er stjórnendastéttin okkar sem skrapar botninn.

Separator