Stofnanamál

20.5.2020 kl. 19:46 - Sveinbjörn Þórðarson

Við manneskjur erum ekki einar um að eiga erfitt með stofnanamál. Greynir - málgreinir fyrir íslensku át upp tugi gígabæta af vinnsluminni við að reyna að þátta þessa unaðsfögru setningu í texta frá Stjórnarráðinu!

Þá er gert ráð fyrir að dómsmála-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra leggi fram á Alþingi á næstu dögum annars vegar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun, til innleiðingar á þriðju raforkutilskipun ESB, þar sem kveðið er á um sjálfstæði raforkueftirlits Orkustofnunar og valdheimildir þess, og hins vegar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, og tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, þar sem kveðið er á um að ekki verði ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis.

Separator