Forvitni

25.6.2019 kl. 11:23 - Sveinbjörn Þórðarson

Mér datt skyndilega í hug: Af hverju hrósar enginn forvitni, einum allrabesta eiginleika sem nokkur manneskja getur búið yfir, eiginleikanum sem hefur gert okkur mannfólkið að drottnurum yfirborðs jarðar?

Öll helstu trúarbrögðin hafa skiljanlega ekkert gott að segja um forvitni, enda standast þau enga skoðun og auðveldast að þagga bara niður í spurningum, boða þrælslund. En hvaða frægu Grikkir fornaldar, hvaða Rómverjar, hvaða Endurreisnarskáld, hrósuðu forvitni og töldu hana til dyggða en ekki lasta? Ég er eiginlega bara gáttaður á að kunna engar tímalausar tilvitnanir um ágæti þess að vera forvitinn.

Separator