Krak des Chevaliers

7.5.2019 kl. 22:34 - Sveinbjörn Þórðarson

Krak des Chevaliers, einn glæsilegasti og best varðveitti evrópski miðaldakastalinn, byggður af Hospitalarareglunni á 12. öld, á tímum krossfaranna, stendur enn í Sýrlandi og hefur nýlega orðið fyrir skaða. Hvílík bygging! Ekki myndi ég vilja sækja gegn þessu vígvirki.

Á okkar tímum, þar sem ekkert þykir sjálfsagðara en að varpa sprengjum úr lofti, er erfitt að ímynda sér hversu mikill absólút barrier virki á borð við þetta var fyrir 900 árum. Nokkur hundruð menn gátu varist þúsundum svo mánuðum og árum skipti.

krak
Separator