Strákarnir í markaðsdeildinni ánægðir

24.4.2019 kl. 07:10 - Sveinbjörn Þórðarson

Er á Luton flugvelli, helvíti á jörðu, á óguðlegum tíma. Að breskum (og nú íslenskum) sið var ég píndur til þess að ganga krókaleið í gegnum viðbjóðslega, oflýsta verslun með óætu súkkulaði og ilmvötnum. Strákarnir í markaðsdeildinni eru væntanlega enn að klappa sér á bakið yfir þessari epísku snilldarhugmynd, að pína á hverju ári fleiri milljónir ferðalanga í þarflausa og óheilaga verslunargöngu í von um að fanga einn og einn ginnkeyptan viðskiptavin. A fool and his money are easily parted, hugsa þeir. Nákvæmlega sama viðskiptamódel og spammarar nota. Mikið má þetta fólk innilega fokka sér. Það er einmitt svona lagað sem gerir síðkapítalismann óbærilegan.

Separator