Results for 2018-07

Bjóðumst til þess að taka við öllum handritunum

18.7.2018 kl. 16:36 - Sveinbjörn Þórðarson

Nú þegar KPMG-PricewaterhouseCoopers töflureikniliðið hefur í allri sinni óþrjótandi visku ályktað að best sé að leggja niður fornnorræn tungumál og fræði við Kaupmannahafnarháskóla, hví stökkvum við Íslendingar ekki á tækifærið? Bjóðumst til þess að taka við Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling í heild sinni, reddum Excel-bókhaldinu hjá gamla nýlenduveldinu.

Annað hvort verður þetta svo niðurlægjandi fyrir okkar fyrrum lénsherra að þeir hugsa sinn gang, eða Ísland fær allar þessar gersemar í hendurnar og verður langbesta setur fornnorrænna fræða um ókomna tíð. Win-win!

Separator

Vox populi, vox dei

13.7.2018 kl. 12:16 - Sveinbjörn Þórðarson

Sannur maður fólksins. Það gerist náttúrulega ekki alþýðlegra en að slá um sig með smá latínu.

Separator

Víetnamvælukjóamyndir

11.7.2018 kl. 12:54 - Sveinbjörn Þórðarson

Um þessar mundir er ég að horfa á Ken Burns heimildarþættina um stríðið í Víetnam. Ágætir þættir, svosem, en það fer alltaf í taugarnar á mér hvernig Ameríkanar fjalla um tilgangslausu stríðin sín í fjarlægum löndum. Þeir mæta á svæðið gjörsamlega glórulausir, enda á því að brenna þorpin, nauðga konum, drepa börn og gamalmenni, sprengja allt í tætlur og eyðileggja landið varanalega með eiturefnum á borð við sneytt úran og Agent Orange. Síðan framleiða þeir allar þessar sjálfhverfu vælukjóakvikmyndir um hve hrikalega erfitt þetta var fyrir bandarísku hermennina. Greyið þeir, að þurfa að upplifa annað eins!

Separator

Orban og Orban

7.7.2018 kl. 16:49 - Sveinbjörn Þórðarson

Annar dagurinn í Búdapest og borgin er þegar komin á listann minn yfir fegurstu borgir Evrópu ásamt Prag, Vín og Edinborg. Gotneska þinghúsið er ein glæsilegasta bygging sem ég hef augum borið.

thinghus budapest lowres

Ætli Viktor Orban og vinir hans í Fidesz sitji þar nú og bruggi ráð um að vega að lýðræði og frjálslyndi hér í landi? Ætli útlendingahatarinn Viktor viti að nafni hans, ungverjinn Orban, smíðaði risafallbyssuna sem sprengdi niður veggi Konstantinopel fyrir Mehmed tyrkjasoldán á 15. öld?

Dardanelles Gun Turkish Bronze 15c

Separator

Ragnarǫk at the University of Copenhagen

3.7.2018 kl. 14:45 - Sveinbjörn Þórðarson

Sadly, the Danes, of all people, are scrapping their Old Norse and Old Danish university programs. From Ragnarǫk at the University of Copenhagen:

It is very obvious that the managerialist, pro-business, pro-free-market assault on universities is the major contributing factor ... One might try to address the KPMGs and PricewaterhouseCoopers of this world on their own terms, and make a case for why studying a small language does make you a better employee. But I’m not terribly interested in doing so:

1) I’m not at all convinced that captains of industry really know what they want

2) even if they did, I’m not convinced they would stick to it – the Tony Blair government in the UK spent years getting universities to offer vocational courses, often working closely alongside industry to design them, and many industries now aren’t interested in students who studied those courses,

3) even if they did know what they want, even if they could stick to it, there’s no reason to believe that what’s good for capitalism would be good for human happiness.

Separator