Results for 2025-11

Allt í steik í Bretlandi að vanda

26.11.2025 kl. 10:53 - Sveinbjörn Þórðarson

Geta ekki ákveðið hvort þeir eigi að nota metrakerfið eða þetta fáránlega imperial rugl. Geta ekki ákveðið hvort þeir séu bandarískir eða evrópskir. Geta ekki einu sinni gert upp við sig hvort það sé hægri eða vinstri umferð. Varla að undra að allt er í steik í þessu greyið landi.

Keep right UK
Separator

Tíu þúsundasta viðbótin við ensk.is

18.11.2025 kl. 18:13 - Sveinbjörn Þórðarson

Rétt í þessu var að renna upp sú stóra stund að ég bætti tíu þúsundustu (10.000.) viðbótinni við Ensk.is orðabókina. Fyrir áhugasama var hún eftirfarandi, svosem ekki merkileg:

underutilize s. vannýta, nýta ekki til fulls"

Viðbætur eru nú orðnar um 25,5% af öllum færslum. Styttist í að fletturnar í heild verði 40 þúsund talsins. Gaman að sjá að heimsóknum á vefinn fjölgar iðulega á sunnudagskvöldum. Lítið hefur greinilega breyst frá skólaárum mínum, þegar allir létu vinnu við verkefnaskil mánudagsins bíða fram á síðustu stundu.

Separator

Hobgoblin of little minds

9.11.2025 kl. 17:36 - Sveinbjörn Þórðarson

Hvað var það sem Emerson sagði? „A foolish consistency is the hobgoblin of little minds“.

hagkaups vs. hagkaupa
Separator