Rétt í þessu var að renna upp sú stóra stund að ég bætti tíu þúsundustu (10.000.) viðbótinni við Ensk.is orðabókina. Fyrir áhugasama var hún eftirfarandi, svosem ekki merkileg:
underutilize s. vannýta, nýta ekki til fulls"
Viðbætur eru nú orðnar um 25,5% af öllum færslum. Styttist í að fletturnar í heild verði 40 þúsund talsins. Gaman að sjá að heimsóknum á vefinn fjölgar iðulega á sunnudagskvöldum. Lítið hefur greinilega breyst frá mínum skóladögum, þegar allir létu vinnu við verkefnaskil mánudagsins bíða fram á síðustu stundu.