Ég tel íslenskunni ekki ógnað. Hún mun breytast, taka inn fleiri erlend orð en áður, sérstaklega í talmáli, en höfum í huga að þetta er tungumál með heilt ríki á bak við sig. Það er mjög mikilvæg staðreynd. Flest tungumál í hættu eru ekki töluð í landi þar sem nokkurn veginn *allir*, þ.m.t. elítan og opinbera kerfið, talar viðkomandi tungumál, þar sem það er kennslumálið í grunnskólum, þar sem fjölmennur hópur intellektúala stendur vörð um það, þar sem ríkið setur marga milljarða í að gera það gjaldgengt í stafrænum heimi, sbr. máltækniáætlun. Ég er mjög bjartsýnn þegar kemur að íslenskunni. Hún er klárlega ekki að fara neitt. Hún mun breytast, en það hefur hún svosem alltaf gert í gegnum aldirnar. Engin ástæða til þess að panikka, svo ég leyfi mér að sletta.
Ég man að ég strögglaði þvílíkt að læra að spila þetta frábæra verk fyrir mörgum árum síðan og enn til dagsins í dag get ég ekki spilað það vel. Og svo sé ég þetta á internetinu: Pinkulítil átta ára stelpa, með litlar hendur, klárlega algjör snillingur, spilandi þetta lag mun betur og af miklu meiri næmni en ég gæti nokkurn tímann gert, og það án nótna! Vá hvað hæfileikar mannsandans eru ótrúlegir!