Íslenskan er ekki að fara neitt

5.2.2021 kl. 02:22 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég tel íslenskunni ekki ógnað. Hún mun breytast, taka inn fleiri erlend orð en áður, sérstaklega í talmáli, en höfum í huga að þetta er tungumál með heilt ríki á bak við sig. Það er mjög mikilvæg staðreynd. Flest tungumál í hættu eru ekki töluð í landi þar sem nokkurn veginn *allir*, þ.m.t. elítan og opinbera kerfið, talar viðkomandi tungumál, þar sem það er kennslumálið í grunnskólum, þar sem fjölmennur hópur intellektúala stendur vörð um það, þar sem ríkið setur marga milljarða í að gera það gjaldgengt í stafrænum heimi, sbr. máltækniáætlun. Ég er mjög bjartsýnn þegar kemur að íslenskunni. Hún er klárlega ekki að fara neitt. Hún mun breytast, en það hefur hún svosem alltaf gert í gegnum aldirnar. Engin ástæða til þess að panikka, svo ég leyfi mér að sletta.

Separator