Results for 2019-06

Besti Wojciechinn

27.6.2019 kl. 14:19 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég hef oft og mörgum sinnum rekist á slavneska nafnið Wojciech ("Stríðsglaður") í gegnum tíðina. T.d. var Wojtek nafnið á írönskum birni sem fylgdi pólskri herdeild í seinni heimsstyrjöld. Síðasti kommúnistaleiðtogi Póllands var hershöfðinginn Wojciech Jaruselski. Svo er auðvitað Woyzeck, fræga leikrit Georgs Büchner um sturlaðan dáta, og Alan Berg óperan Wozzeck byggð á leikritinu. En uppáhalds Wojciechinn minn er klárlega pólska tónskáldið Wojciech Kilar. Sá Wojciech samdi m.a. tónlistina fyrir Drakúla-mynd Coppola og Polanski myndirnar The Pianist og The Ninth Gate. Sú síðastnefnda er í miklu uppáhaldi hjá mér, klárlega vanmetin. Tónlistin er að minnsta kosti stórkostleg.


Separator

Forvitni

25.6.2019 kl. 11:23 - Sveinbjörn Þórðarson

Mér datt skyndilega í hug: Af hverju hrósar enginn forvitni, einum allrabesta eiginleika sem nokkur manneskja getur búið yfir, eiginleikanum sem hefur gert okkur mannfólkið að drottnurum yfirborðs jarðar?

Öll helstu trúarbrögðin hafa skiljanlega ekkert gott að segja um forvitni, enda standast þau enga skoðun og auðveldast að þagga bara niður í spurningum, boða þrælslund. En hvaða frægu Grikkir fornaldar, hvaða Rómverjar, hvaða Endurreisnarskáld, hrósuðu forvitni og töldu hana til dyggða en ekki lasta? Ég er eiginlega bara gáttaður á að kunna engar tímalausar tilvitnanir um ágæti þess að vera forvitinn.

Separator

Sorparar

8.6.2019 kl. 14:51 - Sveinbjörn Þórðarson

Íslenska orðið „ruslakarl” er eiginlega ekki nógu gott. Er ég beið fyrir utan Ellingsen datt mér svolítið í hug. Það eru þorp og þorparar. Hví ekki sorp og sorparar?

Separator

Dr. John has laid his burden down

7.6.2019 kl. 18:40 - Sveinbjörn Þórðarson

I was sad to hear that New Orleans blues piano legend Dr. John (Mac Rebennack) is no more. He has, to quote this song, "laid his burden down." I hope he gets gold pieces on his eyelids, loaded dice in his shoes, the finest hoes off'a Bourbon Street and to hear Professor Longhair play the low-down blues in the heavenly hereafter. Not that any of us dirty rats expect him there.

For those wishing to explore the man's work, I can recommend no better albums than the intimate and wonderful Dr. John Plays Mac Rebennack Vols. 1 & 2. Here's his take on St. James Infirmary, from the latter:

Separator

Insufferably banal

1.6.2019 kl. 21:26 - Sveinbjörn Þórðarson

This article really nails everything that's wrong with Steven Pinker and his banal, superficial, laughable Weltanschauung.

Separator