Besti Wojciechinn

27.6.2019 kl. 14:19 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég hef oft og mörgum sinnum rekist á slavneska nafnið Wojciech ("Stríðsglaður") í gegnum tíðina. T.d. var Wojtek nafnið á írönskum birni sem fylgdi pólskri herdeild í seinni heimsstyrjöld. Síðasti kommúnistaleiðtogi Póllands var hershöfðinginn Wojciech Jaruselski. Svo er auðvitað Woyzeck, fræga leikrit Georgs Büchner um sturlaðan dáta, og Alan Berg óperan Wozzeck byggð á leikritinu. En uppáhalds Wojciechinn minn er klárlega pólska tónskáldið Wojciech Kilar. Sá Wojciech samdi m.a. tónlistina fyrir Drakúla-mynd Coppola og Polanski myndirnar The Pianist og The Ninth Gate. Sú síðastnefnda er í miklu uppáhaldi hjá mér, klárlega vanmetin. Tónlistin er að minnsta kosti stórkostleg.


Separator