Results for 2017-09

Nýjasta illvirkið

26.9.2017 kl. 18:02 - Sveinbjörn Þórðarson

Í fyrra skrifaði ég á Feisbúkk að jafnvel þótt myndband færi á netið þar sem æðstu ráðamenn Sjálfstæðisflokksins sæjust murka lífið úr litlum sætum kettlingum færi fylgið ekki undir 25%. Þessi fjórðungur landsmanna kaus íhaldið síðast þrátt fyrir allt sem á undan hafði gengið, þrátt fyrir lygarnar, sérhagsmunagæsluna, spillinguna, vanhæfnina, siðleysið og mannvonskuna. Þessi fjórðungur mun gera það aftur. Að breiða verndarvæng yfir barnaníðing er bara nýjasta illvirkið og gleymist fljótt. Allir litlu flokkarnir eru skítblankir en íhaldið er með aðgang að djúpum vösum atvinnulífsins. Nokkrar auglýsingar með fölskum loforðum um að leyfa Uber, setja áfengið í verslanir og lækka skatta, og voila! Beint aftur í stjórn eftir næstu kosningar.

Separator

Hvenær gefst maður upp?

26.9.2017 kl. 18:01 - Sveinbjörn Þórðarson

Skömmu fyrir Alþingiskosningarnar síðasta haust sat ég á öldurhúsi í Reykjavík ásamt góðum hópi fólks. Við vorum öll í glasi að ræða stjórnmálin og í hita leiksins lét ég þau orð falla að ef íhaldið kæmist aftur til valda eftir allt sem á undan væri gengið myndi ég hreinlega flytja úr landi.

Frambjóðandi á vinstrivæng íslenskra stjórnmála var viðstaddur og tók ekki vel í þennan málflutning. "Hvað verður um Ísland ef allir sem vilja breytingar til hins betra flytja úr landi? Þetta er bara aumingjaleg uppgjöf hjá þér. Þú ættir að vera áfram heima, halda áfram að berjast. Þú skuldar landinu þínu það."

Ég er svosem ekki mikill þjóðernisrómantíker en ég verð að viðurkenna að þessi orð höfðu áhrif á mig og ég skammaðist mín eilítið. Mér þykir alveg vænt um Ísland og vil að því farni vel. Ég flutti heim eftir Hrunið í von um betra samfélag. Mér er nefnilega ekki sama. Stjórnmál erlendis gera mig sjaldnast reiðan eða frústreraðan. Þau er einhvern veginn *þeirra* klúður, *þeirra* vandamál. En íslenska klúðrið, það er einhvern veginn mitt klúður líka, og ég verð alveg svakalega svekktur og sekk í þunglyndi í hvert skipti sem siðlausu hvítflibbaglæpamennirnir mynda enn eina ríkisstjórnina.

En já, ég velti þessum málflutningi frambjóðandans mikið fyrir mér næstu daga. Hvað skuldar maður? Hvað getur maður gert? Hversu lengi nennir maður að halda þessu áfram? Hversu lengi lætur maður bjóða sér þetta? Ef það að ljúga, stela, blekkja, setja landið á hausinn, gjörsamlega rústa hagkerfinu, hylma yfir vanhæfni, þjófnað og spillingu, níðast á hælisleitendum, afskræma stjórnsýsluna og dómskerfið, fela stolið fé á aflandsreikningum og bókstaflega gefa þeim ríkustu skattpeninga úr ríkissjóði er ekki nóg til þess að fella íhaldið, mun þá nokkuð duga til? Hvenær fær maður nóg af að vera fastur í gíslingu fjáðasta og siðlausasta fjórðungs íslensku þjóðarinnar? Hvenær verður vanmáttartilfinningin svo óbærileg að það er best að slíta tilfinningaböndin og sökkva sér í forarpytt uppgjafar og kaldhæðni, eða hreinlega hætta alfarið að hugsa um þetta?

Ég komst svosem ekki að neinni heimspekilegri niðurstöðu í málinu eftir þessar hugleiðingar. Hins vegar endaði ég á að flytja úr landi síðasta haust og hef notið lífsins á meginlandinu undanfarið ár. Það er kannski niðurstaða út af fyrir sig.

Separator

Crassus the libertarian

23.9.2017 kl. 17:08 - Sveinbjörn Þórðarson

Something tells me Crassus was a libertarian.

One of the most successful politicians of the first century before the Christian era was Marcus Licinius Crassus, who was reputedly not only the richest man in Rome but also, by one accounting, the eighth-richest man who has ever lived. His fortune was pegged (by Pliny the Elder) at upward of two hundred million sesterces. Most of those millions were in real estate, some of it acquired in a manner strikingly like the operations of health-insurance companies a couple of millennia later. Crassus had his own private fire department, and if your house caught fire his representatives would offer to buy it on the spot, at a one-time-only, fire-sale price that would fall rapidly as the flames climbed. If you said yes, you’d get a few sesterces, after which Crassus’ firefighters would do their thing. If you said no, you’d end up with a pile of ashes. (No public option being available, few owners were in a position to quibble.)

Separator

Self-preservation

18.9.2017 kl. 17:13 - Sveinbjörn Þórðarson

We automatically mounted the machine gun for action. Then like animals we burrowed into the earth as if trying to find protection deep in its bosom. Something struck my back where I carried my gas mask, but I did not pay attention to it. A steel splinter broke the handle of my spade and another knocked the remains out of my hand. I kept digging with my bare hands, ducking my head every time a shell exploded nearby. A boy to my side was hit in the arm and cried out for help. I crawled over to him, ripped the sleeves of his coat and shirt open and started to bind the bleeding part. The gas was so thick now I could hardly discern what I was doing. My eyes began to water and I felt as if I would choke. I reached for my gas mask, pulled it out of its container – then noticed to my horror that a splinter had gone through it leaving a large hole. I had seen death thousands of times, stared it in the face, but never experienced the fear I felt then. Immediately I reverted to the primitive. I felt like an animal cornered by hunters. With the instinct of self-preservation uppermost, my eyes fell on the boy whose arm I had bandaged. Somehow he had managed to put the gas mask on his face with his one good arm. I leapt at him and in the next moment had ripped the gas mask from his face. With a feeble gesture he tried to wrench it from my grasp; then fell back exhausted. The last thing I saw before putting on the mask were his pleading eyes.

Corporal Frederick Meisel,
371 Infantry Regiment, 43rd Ersatz Brigade, 10th Ersatz Division, German Army

Separator