Var að leggja lokahönd á níu þúsundustu [!] viðbótina við Ensk.is orðabókina. Nú er hátt í fjórðungur af öllum uppflettiorðum beint úr minni smiðju. Þetta er búið að taka fjögur ár af vinnu í hjáverkum: á kvöldin, um helgar, þegar tækifæri gafst. Það gerir um sex færslur á dag að meðaltali frá því að vefurinn fór fyrst í loftið 2021. Þessi reynsla hefur gert það afar skýrt fyrir mér, sem hef aðgang að alls konar stafrænum uppflettitólum og aðferðum, hversu sturlað mikil vinna það hefur verið að smíða orðabækur frá grunni á öldum áður. Við stöndum sannarlega á herðum risa.
Það líður varla sá dagur þar sem ég sakna ekki vinar míns Plató, sem var svo æðrulaus, forvitinn, djarfur og lífsglaður, og smitaði það út frá sér. Sirka 2019 eða eitthvað samdi ég (ölvaður) lítið stef til að lýsa honum, hérna er klunnalega upptakan sem ég fann á tölvunni minni.