Results for 2018-12

Ómerkilega elítan okkar

27.12.2018 kl. 22:26 - Sveinbjörn Þórðarson

Var þess aðnjótandi að aka í fyrsta sinn um Garðabæ fyrr í dag og varð samstundis hugsað til plebbaskaps íslensku elítunnar. Flatt og lífsnautt bílasvefnhverfi með nákvæmlega ekkert fyrir mannsandann, menningarlaus úthverfisparadís fyrir peningapunga og Sjálfstæðisfrekjur, svo þeir sjái sem minnst af pöpulnum sem þeir neyðast til að deila landinu með. Að bandarískri fyrirmynd, að sjálfsögðu, eins og góðum frjálshyggjugikkjum sæmir.

Í sumum löndum kann elítan að meta listir og fegurð. Ekki á Íslandi. Þar er draumurinn að keyra um á stórum jeppa, drekka Víking gylltan og horfa á fótboltaleiki á risaflatskjá í stóru, ljótu einbýlishúsi.

Separator