Results for 2017-12

What kind of fantasies next?

29.12.2017 kl. 21:44 - Sveinbjörn Þórðarson

Harari on our new fantasies:

Virtual realities are likely to be key to providing meaning to the useless class of the post-work world. Maybe these virtual realities will be generated inside computers. Maybe they will be generated outside computers, in the shape of new religions and ideologies. Maybe it will be a combination of the two. The possibilities are endless.

Separator

Alltaf jafn klassí

21.12.2017 kl. 17:05 - Sveinbjörn Þórðarson

Það er allavega eitt sem hægt er að segja um sjallana: Þeir eru vissulega siðspilltir sjálftökumenn en þeir gangast svona nokkurn veginn við því. Vilja bara græða á daginn og grilla á kvöldin, fá að kúka yfir litla fólkið og lúserana og líða vel með sjálfa sig í háum og rúmgóðum jeppum. Þeir hafa fundið einhvers konar hálf-lógískt samlífi með sínum mannlegu brestum.

En þannig er málum ekki háttað hjá prestastéttinni. Þar er hræsnin svo yfirgengileg og ristir svo djúpt að manni blöskrar. Nýjasta birtingarmyndin er væl biskups um lágar tekjur þrátt fyrir að vera á miklu betri launum en yfirgnæfandi meirihluti landsmanna. Fær síðan margra milljóna króna eingreiðslu fyrir jólin og neitar í kjölfarið að svara spurningum um málið. Vissulega er hún ekki ein um svona hegðun, en aðrir setja sig a.m.k. ekki á háan hest og þykjast siðapostular Jesú krists.

Separator

Húmorinn óguðlegur

20.12.2017 kl. 22:12 - Sveinbjörn Þórðarson

Í skáldsögunni Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco myrðir munkurinn Jorge til þess að koma í veg fyrir að texti um kómedíu eftir Aristóteles uppgötvist. Hann telur húmorinn óguðlegan.

Þetta plott meikar alveg sens. Það er nefnilega fátt ófyndnara og gleðisnauðara en kristin trú. Nýja testamentið er alveg sérlega vonlaust. Þar er enga gleði að finna, ekkert skopskyn, enga raunveruleg sjálfsskoðun, ekkert raunverulegt innsæi í hið mannlega ástand. Bara fáfrótt og hjátrúarfullt fólk að setja sig á háan hest, taka sig voða hátíðlega og segja öðru fólki hvernig það á að lifa. Fæ alltaf æluna upp í kok þegar fólk otar að mér þessari sanktimóníus þvælu.

Separator

Íslenskumetnaður hjá EasyJet

13.12.2017 kl. 16:40 - Sveinbjörn Þórðarson

Í gær flaug ég í fyrsta sinn til Íslands með erlendu flugfélagi, EasyJet. Það var svosem ágætis upplifun, eins langt og það nær, en eitt vakti þó sérstaklega mikla kátínu og gleði hjá mér: Tilkynningar um borð í vélinni voru þuldar á íslensku jafnt sem ensku þrátt fyrir að við Drífa værum bersýnilega einu Íslendingarnir um borð. Þulurinn var samt greinilega ekki Íslendingur og við veltum því fyrir okkur hvaðan hreimurinn kæmi. Að lokum ályktuðum við að þarna væri sennilega Norðmaður á ferð, enda skoplegur sing-song hrynjandi í þessu. Er þetta talgervill? Ef svo, þá er hann furðugóður!

EasyJet fær samt klárlega prik fyrir metnað. Þeir reyna, sem er meira en hægt er að segja um Wow Air, sem hefur gefist upp á íslenskunni, enda ekki nógu hipp og kúl tungumál fyrir svona svakalega hipp og kúl flugfélag.

Separator