"Those who can, do. Those who can't, teach."
Fáránleg staðhæfing sem sýnir fávisku og skilningsleysi bjánans sem lét sér detta þennan frasa fyrst í hug. Maður veit varla hvar á að byrja. Í fyrsta lagi, þá eru það einmitt þeir sem hafa gert hluti sem eru bestu kennararnir. Í öðru lagi, þá er framlegð þeirra sem deila kunnáttu sinni þess eðlis að hún fer til margra og hefur margföldunaráhrif út um allt samfélagið, og gerir okkur öll auðugri. Ég væri sannarlega annar og minni maður án alls þess sem ég lærði af mínum mörgu frábæru kennurum. Að tala niður kennarastarfið á svona yfirborðskenndan hátt gerir engum neinn greiða. Það ber vott um fúndamental skilningsleysi varðandi hvernig uppbygging þekkingar, kunnáttu og sköpunar á sér stað í samfélaginu. Svei! Og ég er ekki einu sinni kennari.