Vietnam vet

17.12.2025 kl. 22:55 - Sveinbjörn Þórðarson

Ég man eftir þessari kvikmynd í VHS rekkanum á vídeóleigunni Gerplu á horni Sólvallagötu og Hofsvallagötu snemma á 10. áratuginum. Íslenski textinn aftan á spólunni var e-ð í þessa átt: "Tim Robbins leikur víetnamska dýralækninn Jacob Singer..."

Mér þótti þetta stórfurðuleg lýsing á sínum tíma. Það var bara mörgum árum seinna sem ég fattaði að greyið þýðandinn hafði eitthvað ruglast með hvað "Vietnam vet" þýddi.

jacobs ladder
Separator